Læknablaðið

Volume

Læknablaðið - 15.07.1999, Page 29

Læknablaðið - 15.07.1999, Page 29
LÆKNABLAÐIÐ 1999; 85 617 skurðlækna (12%), HNE-lækna (11%), barna- lækna (8%) og kvensjúkdómalækna (8%). Af þeim sem vísað var til lyflækna var 43% vísað til meltingarlækna og 25% til hjartalækna. Bömum yngri en 16 ára var vísað í 339 tilvik- um (drengir 54%), oftast til barnalækna (41%), HNE-lækna (26%), bæklunarskurðlækna (9%) og skurðlækna (7%). Alyktanir: Gagnkvæm skrifleg samskipti í formi tilvísana milli heilsugæslulæknis og sér- fræðinga ganga vel á Akureyri. Niðurstöður geta nýst við mat á hvaða sérfræðiaðstoð nýtist skjólstæðingum heimilislækna best á hverju svæði, ef tekið er tillit til tíðni tilvísana til mis- munandi sérgreina. Einnig geta athuganir sem þessar orðið heilsugæslulækni að gagni við val á viðhalds- og framhaldsmenntun sinni. Inngangur Skrifleg samskipti heimilislækna og sér- fræðinga í formi tilvísana hafa verið mjög um- deild hérlendis á undanförnum árum og bland- ast umræðu um greiðslur til lækna fyrir unnin verk og aðgengi sjúklinga að sérfræðingum. Minna hefur verið rætt um gagnsemi tilvísana við meðferð sjúkra. Erlendar rannsóknir gefa til kynna að mark- viss notkun skriflegra tilvísana heimilislækna til annarra sérfræðinga bæti gæði þjónustunnar og stuðli að hagkvæmu og ódýru þjónustustigi í heilbrigðiskerfinu (1-5). Rannsóknir á þessu sviði hafa einkum beinst að tíðni tilvísana heimilislækna til sérfræðinga, þar eð tíðnin getur gefið vísbendingu um fyrirkomulag heil- brigðisþjónustunnar og þörfina á annars stigs þjónustu (sérfræðiþjónustu). Ljóst er að tíðni tilvísana er mjög mismunandi frá einum lækni til annars innan sama landsvæðis og eins frá einu landi til annars (6-8). I Evrópurannsókn um tilvísanir (9) frá 1992 kemur fram að tíðni tilvísana í hinum ýmsu löndum í Evrópu er frá 29 upp í 97 tilvísanir á 1000 viðtöl á stofu. Bent er á að ef tíðni tilvísana fer út fyrir þessi mörk (2-10% viðtala á stofu) sé ástæða fyrir lækna að endurskoða vinnulag sitt, þar eð há tilvísanatíðni til sjúkrahúsa geti gefið vísbend- ingu um umtalsverð áhrif á kostnað, en lág til- vísanatíðni geti til dæmis verið vísbending um ófullnægjandi annars og þriðja stigs heilbrigð- isþjónustu (7). Hluti af símenntun heimilislækna er að fá vitneskju um álit sérfæðinga á þeim rannsókn- um, greiningu og meðferð sjúklinga sinna sem heimilislæknirinn taldi nauðsynlegar. Athugun á svaratíðni sérfræðinga til heimilislækna við tilvísunum þeirra er því einnig verðugt rann- sóknarefni við mat á gæðum þjónustunnar. í nýlegri rannsókn frá Bandaríkjunum (4) var sýnt fram á að ef heimilislæknir notar tilvísun þegar hann vísar sjúklingi til sérfræðings auk- ast líkur á því að hann fái svarbréf frá viðkom- andi sérfræðingi. Tilgangur þessarar rannsóknar var að athuga hlutfall tilvísana heilsugæslulæknis af sam- skiptum og svör sérfræðinganna við þeim. Efniviður og aðferðir Á tímabilinu 1. septenrber 1989 til 13. febrú- ar 1998 (8,5 ár) voru athugaðar allar tilvísanir í dagvinnu eins heilsugæslulæknis á Akureyri (HÞS) til sérfræðinga. Staðhœttir: A þessum árum störfuðu á upp- tökusvæðinu (Akureyri og nágrenni) 11 heim- ilislæknar á heilsugæslustöð og um 40 sér- greinalæknar, sem voru flestir á Fjórðungs- sjúkrahúsinu á Akureyri (FSA) og/eða stund- uðu sérfræðistörf á stofum. Á rannsóknartínr- anum var ekki skylda að hafa tilvísun til þess að komast til sérfræðings. Ibúum á svæðinu fjölgaði á tímabilinu úr um 16.750 í unr 17.590. Annar höfunda (HÞS) kom til starfa sem heimilislæknir á Akureyri árið 1989. Á miðju rannsóknartímabilinu hafði hann um 1200 einstaklinga skráða skjólstæðinga en um 1300 í lok tímabilsins. Við upphaf rannsóknarinnar og fram til mars 1991 var svonefnt Egilsstaðaforrit notað við tölvutæka sjúkraskrá á heilsugæslustöðinni. Síðar á tímabilinu var notað sjúkraskrárforritið Medicus. Öll samskipti sem HÞS átti við sjúk- linga voru skráð samkvæmt samskiptaseðils- formi í þessa tölvutæku gagnagrunna og úr þeim voru reiknuð fjöldi, tegund og form sam- skipta. Skráð var dagsetning samskipta, aldur og kyn sjúklings hvort unr raðaðan tíma var að ræða, skyndikomu eða samskipti á vakt. Einnig var skráð við hvem samskiptin voru og hvort um var að ræða símtal, viðtal á stofu eða vitjun. I þeim tilvikum sem ákveðið var að vísa sjúk- lingi til sérfræðings var notað sérhannað til- vísunareyðublað í þríriti. Tvö fyrstu eyðublöðin í tilvísuninni voru send til sérfræðingsins, sem gat þá notað annað þeirra til að svara, en haldið hinu til eigin haga. Þriðja eintakinu hélt HÞS eftir til að mynda gagnagrunn um fjölda og til- efni tilvísana sinna og til að fylgjast með svör-

x

Læknablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.