Læknablaðið

Årgang

Læknablaðið - 15.07.1999, Side 32

Læknablaðið - 15.07.1999, Side 32
620 LÆKNABLAÐIÐ 1999; 85 Barnalæknar Háls-, nef- og eyrnalæknar Bæklunarskurðlæknar Skurðlæknar Húðlæknar Hjartalæknar Þvagfæraskurðlæknar Ofnæmislæknar Barna- og unglingageðlæknar Gigtlæknar Augnlæknar Heila- og taugasjúkd.læknar barna Kvensjúkdómalæknar Meltingarlæknar Efnaskipta- og innkirtlalæknar Heila- og taugasjúkdómalæknar Mynd 5. Dreifmg tilvísana til sérgreinaiœkna fyrir börn og unglinga 16 ára og yngri. urðu nokkuð áberandi í mörgum sérgreinum eins og sjá má á mynd 6. Svör sérfrœðinga: Alls bárust 1613 (96,5%) skrifleg svör frá sérfræðingum, þar af voru 69 (4%) svör þess efnis að sjúklingur hefði ekki komið til sérfræðingsins. Svörunartíðni var lægst frá geðlæknum (mynd 7). HÞS var skráð- ur heimilislæknir sjúklings í 1370 (82%) tilvik- um sem send var tilvísun til sérfræðings. Umræða Niðurstöður okkar sýna að gagnkvæm skrif- leg samskipti í formi tilvísana milli heilsu- gæslulæknis og sérfræðinga ganga vel á Akur- eyri. Tilvísanatíðni reynds heimilislæknis var á bilinu 4-9% viðtala við sjúkling á stofu og svör fengust frá sérfræðingum í 96,5% tilvika. Þetta er fyrsta umfangsmikla rannsóknin hér á landi um tíðni tilvísana í heilsugæslu í þétt- býli. í dreifbýli í Bolungarvík reyndist tíðni til- vísana og innlagna á sjúkrahús vera 5,7% við- tala á stofu og 3,1 % heildarsamskipta árið 1983 (12) og á Egilsstöðum um 4,3% viðtala á stofu (viðtöl við lækna, hjúkrunarfræðing og ljós- móður) árin 1977-1978 (13). Þessar tölur eru svipaðar okkar en ekki alveg sambærilegar vegna mismunandi aðferða. I erlendum rann- sóknum hefur komið fram að tíðnin sé um 10,5% í ísrael, 6,5% í Danmörku, 4,7% í Eng- landi, 10,5% í Noregi (8) og um 4,5% í Finn- landi (6). í heild sýna Hestar þessar rannsóknir svipaða tíðni lilvísana. Hafa ber þó í huga að í erlendu rannsóknunum er stuðst við meðaltals- tölur en frávik einstakra lækna eru oft töluverð. Svarhlutfall sérfræðilækna á Akureyri er óvenju hátt. Þetta ber vott um mikla ögun og staðfestu í samskiptum lækna á svæðinu. Sam- bærilegar athuganir erlendis sýna mun lægri svörun eða uin 30-83% (4,6,7,11). Mismunandi tíðni tilvísana til einstakra sér- fræðilækna er ekki bara háð mismunandi tíðni sjúkdóma og slysa á einhverju afmörkuðu svæði eða landi heldur markast hún einnig af mismunandi viðhorfum íbúanna og starfsvenj- um lækna. Hún er til dæmis háð því hvaða sér- fræðilæknisþjónusta býðst á hverju svæði og hversu vel heimilislæknar eru búnir undir að taka að sér verkefnin. Breyttar áherslur og nýir meðferðarmöguleikar við sjúkdómum hafa mikil áhrif á tíðni tilvísana til sérfræðilækna eins og orðið hefur á síðustu árum, til dæmis varðandi aukna möguleika í bæklunaraðgerð- um, greiningu og meðferð meltingarfærasjúk- dóma og hjartasjúkdóma svo eitthvað sé nefnt. Einnig geta áherslur og markmið stjórnvalda verið ráðandi hvernig verkaskiptingu milli lækna er hagað. Sveiflur í tíðni tilvísana milli ára til einstakra sérfræðigreina eru nokkuð áber- andi (mynd 6) sem reikna mátti með þar sem þetta er athugun á tilvísanatíðni frá einum heimilislækni. Há tilvísanatíðni heimilislæknis þarf ekki endilega að gefa í skyn háa tíðni ónauðsynlegra tilvísana (11). Ætla má að það dragi mikið úr álagi á bráða-

x

Læknablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.