Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.07.1999, Síða 32

Læknablaðið - 15.07.1999, Síða 32
620 LÆKNABLAÐIÐ 1999; 85 Barnalæknar Háls-, nef- og eyrnalæknar Bæklunarskurðlæknar Skurðlæknar Húðlæknar Hjartalæknar Þvagfæraskurðlæknar Ofnæmislæknar Barna- og unglingageðlæknar Gigtlæknar Augnlæknar Heila- og taugasjúkd.læknar barna Kvensjúkdómalæknar Meltingarlæknar Efnaskipta- og innkirtlalæknar Heila- og taugasjúkdómalæknar Mynd 5. Dreifmg tilvísana til sérgreinaiœkna fyrir börn og unglinga 16 ára og yngri. urðu nokkuð áberandi í mörgum sérgreinum eins og sjá má á mynd 6. Svör sérfrœðinga: Alls bárust 1613 (96,5%) skrifleg svör frá sérfræðingum, þar af voru 69 (4%) svör þess efnis að sjúklingur hefði ekki komið til sérfræðingsins. Svörunartíðni var lægst frá geðlæknum (mynd 7). HÞS var skráð- ur heimilislæknir sjúklings í 1370 (82%) tilvik- um sem send var tilvísun til sérfræðings. Umræða Niðurstöður okkar sýna að gagnkvæm skrif- leg samskipti í formi tilvísana milli heilsu- gæslulæknis og sérfræðinga ganga vel á Akur- eyri. Tilvísanatíðni reynds heimilislæknis var á bilinu 4-9% viðtala við sjúkling á stofu og svör fengust frá sérfræðingum í 96,5% tilvika. Þetta er fyrsta umfangsmikla rannsóknin hér á landi um tíðni tilvísana í heilsugæslu í þétt- býli. í dreifbýli í Bolungarvík reyndist tíðni til- vísana og innlagna á sjúkrahús vera 5,7% við- tala á stofu og 3,1 % heildarsamskipta árið 1983 (12) og á Egilsstöðum um 4,3% viðtala á stofu (viðtöl við lækna, hjúkrunarfræðing og ljós- móður) árin 1977-1978 (13). Þessar tölur eru svipaðar okkar en ekki alveg sambærilegar vegna mismunandi aðferða. I erlendum rann- sóknum hefur komið fram að tíðnin sé um 10,5% í ísrael, 6,5% í Danmörku, 4,7% í Eng- landi, 10,5% í Noregi (8) og um 4,5% í Finn- landi (6). í heild sýna Hestar þessar rannsóknir svipaða tíðni lilvísana. Hafa ber þó í huga að í erlendu rannsóknunum er stuðst við meðaltals- tölur en frávik einstakra lækna eru oft töluverð. Svarhlutfall sérfræðilækna á Akureyri er óvenju hátt. Þetta ber vott um mikla ögun og staðfestu í samskiptum lækna á svæðinu. Sam- bærilegar athuganir erlendis sýna mun lægri svörun eða uin 30-83% (4,6,7,11). Mismunandi tíðni tilvísana til einstakra sér- fræðilækna er ekki bara háð mismunandi tíðni sjúkdóma og slysa á einhverju afmörkuðu svæði eða landi heldur markast hún einnig af mismunandi viðhorfum íbúanna og starfsvenj- um lækna. Hún er til dæmis háð því hvaða sér- fræðilæknisþjónusta býðst á hverju svæði og hversu vel heimilislæknar eru búnir undir að taka að sér verkefnin. Breyttar áherslur og nýir meðferðarmöguleikar við sjúkdómum hafa mikil áhrif á tíðni tilvísana til sérfræðilækna eins og orðið hefur á síðustu árum, til dæmis varðandi aukna möguleika í bæklunaraðgerð- um, greiningu og meðferð meltingarfærasjúk- dóma og hjartasjúkdóma svo eitthvað sé nefnt. Einnig geta áherslur og markmið stjórnvalda verið ráðandi hvernig verkaskiptingu milli lækna er hagað. Sveiflur í tíðni tilvísana milli ára til einstakra sérfræðigreina eru nokkuð áber- andi (mynd 6) sem reikna mátti með þar sem þetta er athugun á tilvísanatíðni frá einum heimilislækni. Há tilvísanatíðni heimilislæknis þarf ekki endilega að gefa í skyn háa tíðni ónauðsynlegra tilvísana (11). Ætla má að það dragi mikið úr álagi á bráða-
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92

x

Læknablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.