Læknablaðið

Årgang

Læknablaðið - 15.07.1999, Side 36

Læknablaðið - 15.07.1999, Side 36
624 LÆKNABLAÐIÐ 1999; 85 Myndir 1 og 2. Fyrirferð í hœgri kinnholu og beineyðing hliðlœgt við fyrirferðina ásamt hringlaga kölkun ífyrirferð. Mynd 3. Eftir inndœlingu á skuggaefni ía. carotis externa hœgra megin ífram-afturplani. Mynd 4. Tvískiptur œðagúll sem fyllist frá a. sphenopallatina, hliðarmynd. leggja þrýsting á hægri kinn. Blæðingin sem áætluð var um það bil 600 ml. stöðvaðist við þetta. Blóðhagur eftir aðgerðina reyndist vera hgl 112 g/1, en önnur blóðgildi í blóðhag voru eðlileg. Blæðingarpróf reyndust einnig vera eðlileg. Niðurstaða vefjarannsóknar sýndi að um mjúkvefi væri að ræða, það er þverráka- vöðva, bandvef, fituvef og æðar en ekki sást nein slímhúð né heldur sáust merki um æxlis- vöxt. Að þessu fengnu ásamt óvanalegri blæðingu við sýnatöku, vöknuðu grunsemdir um að hugsanlega væri fyrirferðin í kinnholunni æða- gúll. Því til staðfestingar var fengin sértæk æðarannsókn (angiography) sem sýndi að um æðagúl var að ræða í hægri kinnholu útgenginn frá arteria sphenopalatina dxt., undirgrein a. maxillaris dxt. (myndir 3 og 4). Leitað var að æðagúlum annars staðar í hálsslagæðakerfinu en ekki fundust nein merki um fleiri æðagúla. Akveðið var að reyna lokun á æðagúlnum með járngormi, svokölluðum coil, 2 mm í þvermál og 3 cm á lengd óútdreginn, sem þræddur var inn í nærandi æð gúlsins í röntgenskyggningu með sjúkling vakandi (mynd 5). Það tókst með ágætum þannig að ekkert blóðflæði varð í æða- gúlinn og því óhætt að fjarlægja tróð úr nösum. Sjúklingurinn var útskrifaður heim við þokka- lega líðan og án annarra vandamála átta dögum eftir innlögn. Einum og hálfum mánuði seinna var gerð ný æðarannsókn og tölvusneiðmynd sem sýndu enga blóðfyllingu, hvorki beint né óbeint (retrograde) í æðagúl, áður staðsettum í hægri

x

Læknablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.