Læknablaðið

Årgang

Læknablaðið - 15.07.1999, Side 37

Læknablaðið - 15.07.1999, Side 37
LÆKNABLAÐIÐ 1999; 85 625 Umræða Æðagúlar á hálsslagæðakerfinu (carotid arterial system) eru sjaldgæfir samanborið við æðagúla annars staðar í æðakerfinu. Æðagúl- arnir geta verið staðsettir hvar sem er á leið ytri og innri hálsslagæða. A innri hálsslagæðinni geta æðagúlar komið fyrir á háls-, klettbeins- eða innankúpusvæði en æðagúlar á síðast- nefnda svæðinu eru lang algengastir (1). Þó að æðagúlar utan höfuðkúpu séu sjaldgæfari þá geta einkenni þeirra verið margvísleg og breytileg. Utankúpuæðagúlar eru oftast stað- settir þar sem hálsslagæðin greinist í innri og ytri hálsslagæðar (bifurcation a. carotis), en sjaldgæfari eru æðagúlar á ytri hálsslagæðinni sem nærir andlit og háls. Einkenni æðagúla á hálsslagæðum eru breytileg eftir staðsetningu þeirra (2). Neðst á hálsi lýsa einkenni sér oft sem „púlserandi" fyrirferð og þá oftast án ann- arra einkenna svo sem sársauka eða einkenna frá taugum. Ofar á hálsi geta æðagúlar farið að hafa áhrif á kok eða barka með kyngingarerfið- leikum, hæsi eða jafnvel öndunarerfiðleikum. Þegar æðagúlar liggja upp undir kúpubotni fara einkenni frá heilataugum nr. VII, IX, X eða XI að gera vart við sig, mismunandi hverju sinni. Þessir æðagúlar valda oft sársauka í andliti, þrýstingseinkennum bakvið auga og verkjum á hálsi. Astæðan er talin vera nálægð við ofan- greindar heilataugar ásamt truflun á sympatik- us brautum til augans, svokallað Horners heil- kenni en það getur gefið vísbendingu um æða- gúl í námunda við þessar brautir. Taugar geta skaddast vegna þrýstings eða blæðinga frá æðagúlum og er því mikilvægt að hafa þá í huga sem mismunagreiningu ef sjúklingur Mynd 5. Inndœling skuggaefnis eftir að coil hefur verið komið fyrir. Takið eftir að œðagúll fyllist ekki. kinnholu ásamt því að kinnholan var betur loft- fyllt og fyrirferðin að mestu horfin (myndir 6 og 7). Vegna þessarar niðurstöðu var ákveðið að aðhafast ekkert frekar. Þrátt fyrir ítarlega leit í gagnabönkum lækn- isfræðinnar fundust ekki neinar upplýsingar um sambærilegt tilfelli. Myndir 6 og 7. Fyrirferð í hœgri kinnholu að mestu horfin.

x

Læknablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.