Læknablaðið - 15.07.1999, Side 38
626
LÆKNABLAÐIÐ 1999; 85
kvartar um sársauka og fyrirferð á andlits- og
hálssvæði, sérstaklega ef saga er um skamm-
vinn blóðþurrðareinkenni frá heila.
Það sem aðallega flnnst við skoðun er aum
„púlserandi" fyrirferð þaðan sem heyra má
hvin (bruit) við hlustun, ásamt einkennum frá
aðlægum líffærum og líffærakerfum.
Rannsóknir á fyrirferðum á háls- og höfuð-
svæði eru helstar á myndgreiningarsviðinu og
eru tölvusneiðmyndir og segulómun besti kost-
urinn. Erfitt getur verið að mismunagreina
milli fyrirferða er hlaða ríkulega skuggaefni,
æðaflækjufyrirferða og æðagúla, en kölkun í
skuggaefnisríkri fyrirferð ætti að vekja grun
um æðagúl. Helstu ábendingar fyrir æða-
myndatöku á hálsslagæðum eru ef grunur leik-
ur á að um æðaflækju eða æðagúl sé að ræða þá
sérstaklega til að staðsetja fyrirferðina og
ákvarða blóðflæði og frá hvaða æð það kemur
(3). Með þannig myndgreiningu má komast hjá
óþarfa sýnatöku sem leitt getur til alvarlegra
blæðinga, um leið og rannsóknin býður upp á
meðferðarmöguleika þar sem nærandi æð gúls-
ins er stífluð með viðeigandi járngormum. Þró-
unin á þessu sviði hefur verið hröð og afger-
andi forskoti hefur verið náð í samanburði við
fyrri meðferðarúrræði sem fólust í skurðað-
gerð.
HEIMILDIR
1. Lane RJ, Weisman RA. Carotid artery aneurysms; an otola-
ryngologic perspective. Laryngoscope 1980: XC: 897-911.
2. Margolis MT, Stein RL, Newton TH. Extracranial aneu-
risma of the intemal carotid artery. Neuroradiology 1972;
4: 78-89.
3. Coyas A, Tzagarakis M, Giorigis G, Katsiotis P. The impor-
tance of angiography in tumors of the head and neck. J
Laryngol Otol 1980; 94: 449-55.
Doktorsvörn í læknadeild
Þann 28. maí síðastliðinn
varði Magnús Gottfreðsson
doktorsritgerð sína við
læknadeild Háskóla Islands.
Heiti ritgerðarinnar er
„Pharmacodynamics of
antibiotics in vitro with
special reference to the
postantibiotic effect“. Stutt
ágrip ritgerðarinnar fer hér á
eftir.
Enda þótt sýklalyf hafi
verið í almennri notkun í
rúma hálfa öld, er margt
ennþá á huldu um verkunar-
hátt þeirra. Fljótlega eftir að
penicillín var uppgötvað tóku menn eftir því að
bakteríur sem höfðu verið útsettar fyrir sýkla-
lyfinu voru ófærar um að skipta sér í alllangan
tíma, jafnvel eftir að lyfið hafði verið fjarlægt
eða gert óvirkt. Þessi tímabundna vaxtarhöml-
un er nú kölluð eftirverkun sýklalyfja (post-
antibiotic effect). Talið er að eftirverkun hafi
klíníska þýðingu við skömmtun sýklalyfja, því
ef hliðsjón sé höfð af henni megi bæta árangur
sýklalyfjameðferðar og draga úr aukaverkun-
um. Ástæður eftirverkunar
eru óþekktar og aðferðir sem
notaðar hafa verið til að
mæla hana eru tíma- og
mannaflafrekar. Ritgerð
Magnúsar er í tveimur hlut-
um. Sá fyrri fjallar um
mögulegar ástæður eftirverk-
unar nokkurra lyfja. DNA
myndun baktería var
rannsökuð á meðan á eftir-
verkun stóð og bakteríumar
einnig skoðaðar í rafeinda-
smásjá og með frumuflæði-
sjá. Þá var leitast við að mæla
innanfrumuþéttni sýklalyfj-
anna á eftirverkunartíma. Niðurstöður benda til
að orsakir þessarar tímabundnu vaxtar-
hömlunar séu mismunandi eftir því hvaða sýkl-
ar og sýklalyf eiga í hlut. I seinni hluta ritgerð-
arinnar er lýst þróun tveggja aðferða til að
mæla eftirverkun á einfaldari og fljótlegri hátt
en tíðkast hefur til þessa. Niðurstöður þessara
rannsókna hafa verið birtar í sex vísindagrein-
um í bandarískum og evrópskum fræðitíma-
ritum á sviði lyfjafræði og smitsjúkdóma.