Læknablaðið - 15.07.1999, Qupperneq 54
638
LÆKNABLAÐIÐ 1999; 85
Sjúkrahús Reykjavíkur
Rannsóknarstofan fjárhags-
lega sjálfstæð um áramót
Því má bæta við þetta spjall við Þorvald Veigar að svipaðir
hlutir eru að gerast á Sjúkrahúsi Reykjavíkur, hvort sem það
tengist því að sami forstjórinn er yfir báðum stofnunum eða
ekki.
Að sögn Jóhannesar M. Gunnarssonar lækningaforstjóra
SHR er unnið að undirbúningi þess að gera rekstur rannsókn-
arstofu sjúkrahússins sjálfstæðan og er stefnt að því að svo
verði frá og með næstu áramótum.
„Þetta er krafa umhverfisins til ríkisstofnana sem starfa á
markaði," segir Jóhannes og bætir því við að hjá SHR séu
menn að því leyti betur settir en hjá Landspítalanum að þar
þurfi ekki að byrja á að sameina margar rannsóknarstofur.
Varðandi hitt atriðið þá get-
ur margt verið sameiginlegt
þótt faglegt innihald starfsem-
innar sé ólíkt. Þar má nefna
tölvu- og rekstrarmál, söfnun,
móttöku, geymslu og dreif-
ingu á sýnum, auk þess sem
mörg tæki nýtast til ólíkra
verkefna. Tæknin hefur raunar
verið að færa þessar rann-
sóknir nær hver annarri en áð-
ur var. Víðast hvar í öðrum
löndum, ekki síst í Bandaríkj-
unum, er það algengt að allar
rannsóknarstofur séu reknar
sameiginlega og þær verða
sterkari með því móti.“
- Annað áhyggjuefni hefur
verið nefnt en það er hvað
verður um grunnrannsóknir
og kennslu sem rannsóknar-
stofurnar hafa sinnt í veruleg-
um mæli. Er ekki hætta á að
þetta verði útundan þegar
reksturinn byggist á pöntuð-
um rannsóknum sem unnar
eru eftir gjaldskrá?
„Um þetta hefur verið fjall-
að og nefndar tvær leiðir til
þess að ná utan um þessi verk-
efni. Annars vegar er sú leið
að hafa gjöld fyrir þjónustu-
rannsóknir það há að þau geti
staðið undir vísindarannsókn-
um. Hin leiðin er sú að Land-
spítalinn og Háskóli íslands
leggi fram ákveðnar fjárveit-
ingar til þess að standa undir
rannsóknarstarfsemi sem yrði
þá aðskilin frá annarri starf-
semi stofnunarinnar. Engin af-
staða hefur enn verið tekin til
þess hvor leiðin verður farin
en mér þykir sennilegt að sú
síðari verði notuð sem megin-
regla þótt líklegt sé að hluta af
hagnaði verði veitt aftur til
stofnunarinnar til þróunar og
vísindastarfa. Ef vel gengur
að ná fram aukinni hag-
kvæmni væri hægt að nota
það fé sem sparast til þess að
stunda vísindarannsóknir. En
það er okkur ofarlega í huga
að þeirri starfsemi verði hald-
ið áfram.“
Staða starfsfólks
óbreytt
- Menn hafa líka áhyggjur
af því að þetta sé bara fyrsta
skrefið inn á braut einkavæð-
ingar, næst verði rannsóknirn-
ar boðnar út og í framhaldi af
því fari þær út af spítalanum.
Er þetta raunhæf framtíðar-
sýn?
„Nei, þótt við viljum auka
sjálfstæði rannsóknarstofanna
og gera þeim fært að standa á
eigin fótum og axla ábyrgð á
rekstrinum þá væri það mjög
slæmt fyrir spítalann ef öll sú
þekking sem er á rannsóknar-
stofunum flyttist í burtu. Að
því viljum við ekki stuðla.
Spítalinn nýtur á margvísleg-
an hátt góðs af þeirri þekkingu
og ráðgjöf frá rannsóknar-
læknum. Ef það gerðist væri
spítalinn kominn í þá stöðu að
kaupa þjónustu og þekkingu
úti í bæ en þyrfti samt sem áð-
ur að koma sér upp sams kon-
ar þekkingu innanhúss. Það
væri mjög slæm þróun. Það
má ekki slíta þessa starfsemi
frá spítalanum."
- Hefur þessi breyting ein-
hver áhrif á stöðu og kjör starfs-
fólks rannsóknarstofanna?
„Nei, starfsfólk verður
áfram ríkisstarfsmenn og
samningagerð og annað sem
snertir kjör þeirra verður með
óbreyttu sniði. Á hinn bóginn
er ákveðið svigrúm í kjara-
samningum til þess að hnika
til launum og fleiri kjaraat-
riðum. Ef tilraunin tekst vel
má búast við að þetta svigrúm
verði nýtt innan þess ramma
sem ríkið setur.“ -ÞH