Læknablaðið

Årgang

Læknablaðið - 15.07.1999, Side 67

Læknablaðið - 15.07.1999, Side 67
LÆKNABLAÐIÐ 1999; 85 651 Virkni bóluefnisins hjá heilbrigðu fólki er á bilinu 70- 90% en virkni þess er mun minni meðal eldri borgara og þeirra sem hafa skert ónæmis- kerfi vegna viðvarandi sjúk- dóma. Þannig má ávallt gera ráð fyrir því að nokkur hluti þeirra sem bólusettur er geti fengið inflúensu. Þá benda niðurstöður rannsóknastofu Landspítalans í veirufræði einnig til þess að aðrir sjúk- dómar hafi valdið inflúensu- líkum einkennum á þessu tímabili. Það verður því ekki fullyrt að bólusetningin hafi ekki skilað tilætluðum ár- angri. Sýni eru aðeins send úr litl- um hluta þeirra sem hafa in- flúensulík einkenni. Því er mikils urn vert að læknar sendi sóttvarnalækni fjölda- tölur um inflúensutilfelli með reglubundnum hætti (saman- ber skráningarskylda sjúk- dóma). Kögun (surveilfance) sóttvarnalæknis á farsóttum er enn sem komið er nokkuð seinvirk og berast upplýsingar stundum ekki fyrr en mörgum vikum eða mánuðum eftir að faraldur hefur gengið yfir. Unnið er að endurbótum á þessu kerft og vonast er til að það muni verða skilvirkara. Tölur um fjölda inflúensutil- fella fyrir inflúensutímabilið 1998-1999 hafa nú borist frá flestum þeim læknum sem á annað borð senda slíkar upp- lýsingar. A mynd 3 er gerður samanburður á inflúensutíma- bilum þriggja síðustu ára og sést þá að faraldurinn í ár sker sig ekki úr frá árinu áður og hann samsvarar vel fjölda greindra inflúensutilfella á rannsókastofu Landspítalans í veirufræði. Sóttvarnalæknir Lög og reglugerðir á Netinu Sóttvarnalæknir vitnar í sóttvarnalög og tvær reglugerðir í grein sinni en þessi skjöl má nálgast á heimasíðu Heilbrigðis- ráðuneytisins. Slóðirnar eru: Sóttvarnalög 1997, nr. 19, 17. apríl: http://brunnur.stjr.is/interpro/htr/htr.nsf/pages/log-sottv Reglugerð nr. 129/1999 um skýrslugerð vegna smitsjúkdóma: http://brunnur.stjr.is/interpro/htr/htr.nsf/pages/rg-skysmitsj Reglugerð nr. 131/1999 um göngudeildir vegna tilkynninga- skyldra smitsjúkdóma og um undanþágu frá greiðsluhlutdeild sjúklinga: http://brunnur.stjr.is/interpro/htr/htr.nsf/pages/rg-sottvarnalog

x

Læknablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.