Læknablaðið

Årgang

Læknablaðið - 15.07.1999, Side 75

Læknablaðið - 15.07.1999, Side 75
LÆKNABLAÐIÐ 1999; 85 657 ir á trausti meðal þegnanna hlýtur trúin á dyggðirnar að slævast, líka hjá læknum. í þjóðfélagi, þar sem dyggðim- ar eru látnar víkja fyrir auð- hyggju og sjúklegum metnaði, glatast traustið á dyggðirnar, líka meðal lækna. I þjóðfélagi, sem metur upplýsingar meira en trúnað, á dyggðin trúnaðar- traust undir högg að sækja. Það verður æ erfiðara að hemja hina klassísku siðfræði og þar með hinar fornu dyggð- ir lækna, sem felast í Hippó- kratesareiðnum, innan ramma nútíma siðfræði. Eigum við þá að kveðja þessar fornu dyggð- ir? Ég held ekki. Mér virðist að þróun síðustu ára, ekki síst tæknilega þróunin, hafi fært okkur heim sanninn um að manneðlið hefur ekki breyst. Því er megininntak þeirra dyggða, sem lærisveinar Hippókratesar ástunduðu, enn í fullu gildi. Svar mitt við spurningu hins unga kollega míns er því enn játandi varðandi hnignun dyggðanna, svörunin við hnignuninni er á hinn bóginn ekki að kveðja þær. Ef lækna- stéttin tekur þann kost glatar hún siðferðilegri sérstöðu sinni og breytist í samfélag tæknimanna, sem kann að hafa starfsreglur en er ekki bundið skjólstæðingum sínum siðferðilegum böndum. Frá Tryggingastofnun ríkisins Afgreiðsla framhaldsbeiðna um sjúkraþjálfun Sá háttur hefur verið hafður á við afgreiðslu hjá Trygginga- stofnun ríkisins (TR) á sjúkra- þjálfunarbeiðnum lækna að ákveða greiðsluþátttöku TR í tilteknum fjölda þjálfunar- skipta. Ef sjúkraþjálfari óskar að halda áfram meðferðinni, eftir að þessum fjölda þjálfunar- skipta er lokið, hefur sjúkra- þjálfari yfirleitt sent greinar- gerð og meðferðartillögur til TR. Þar hefur tryggingalæknir farið yfir greinargerðina og önnur gögn í málinu og tekið afstöðu til þess hvort fallist er á greiðsluþátttöku TR í fleiri meðferðaskiptum hjá sjúkra- þjálfara. Sá ókostur fylgir þessu að tryggingalæknir þekkir sjaldnast sjúklinginn nema af þjálfunarbeiðninni og fram- haldsbeiðni sjúkraþjálfa. Nú hefur það verklag verið tekið upp hjá TR, að fram- haldsbeiðnum sjúkraþjálfara er yfírleitt vísað til umsagnar þess læknis, sem skrifaði upp- haflegu þjálfunarbeiðnina. Lækninum er þá send greinar- gerð og meðferðartillögur sjúkraþjálfara og hann beðinn að taka afstöðu til þess, hvort haldið skuli áfram sjúkraþjálf- un og þá hvort það skuli gert samkvæmt tillögum sjúkra- þjálfara eða á einhvern annan hátt. Með þessu vinnst það, að sá læknir sem tekur afstöðu til áframhaldandi sjúkraþjálfun- ar, þekkir væntanlega til sjúk- lingsins. Einnig er þannig tryggt, að lækninum berist meðferðarskýrsla og með- ferðartillögur sjúkraþjálfara, að minnsta kosti þegar sjúkra- þjálfara þykir rétt að halda áfram meðferðinni. Læknum eru sett ákveðin tímamörk (tvær vikur) til að svara fyrirspum TR. Engin aukaskriffínnska fylgir þessu kerfi fyrir sjúkraþjálfara, en þeir fá bréf frá TR um af- greiðsluferli framhaldsbeiðna sinna. Læknir fær greiðslu frá TR fyrir að taka skriflega afstöðu um framhald sjúkraþjálfunar. Þessi breyting á framkvæmd íþyngir því ekki sjúklingum. Að sjálfsögðu er sjúkra- þjálfurum fyllilega heimilt að beina meðferðartillögum sín- um og óskum um framhald sjúkraþjálfunar beint til með- höndlandi læknis, sem skrifar þá þjálfunarbeiðni til TR, ef hann telur frekari sjúkraþjálf- un nauðsynlega. Þannig yrði tryggð samvinna sjúklings, sjúkraþjálfara og meðhöndl- andi læknis, en skrifræðisaf- skipti yrðu í lágmarki. Halldór Baldursson tryggingalæknir

x

Læknablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.