Læknablaðið : fylgirit - 01.12.1994, Page 4
4
LÆKNABLAÐIÐ 1994; 80
Læknafélag Islands 75 ára
Læknafélag íslands minntist 75 ára afmælis síns
síðastliðið ár með margvíslegum hætti. Haldin var
vegleg afmælishátíð í upphafi árs og um haustið
var skipulögð dagskrá í heila viku þar sem fræði-
mennskan sat í fyrirrúmi en menningarlegt ívaf
gleymdist þó ekki. Læknaþing, með frjálsum er-
indaflutningi og umræðufundum, stóð í fjóra
daga, vísindaþing stóð í einn dag og hátíðardag-
skrá var skipulögð annars vegar í Nesstofu og hins
vegar í Borgarleikhúsinu.
I þess Fylgiriti birtast ávörp og erindi sem flutt
voru á hátíðardagskránni, bæði í Nesstofu og
Borgarleikhúsinu.
Frá dagskránni í Nesstofu birtast erindi Tómas-
ar Helgasonar og Hauks Þórðarsonar, en fundar-
stjóri var Gunnlaugur Snædal. Frá dagskránni í
Borgarleikhúsinu birtast ávörp og erindi Helgu
Hannesdóttur, Árna Björnssonar, Guðmundar
Þorgeirssonar, Kristínar Sigurðardóttur og Tó-
masar Guðbjartssonar, fundarstjóri þar var Guð-
rún Agnarsdóttir.
Sá kostur var valinn að birta einungis ávörp og
erindi innlendra gesta þótt ýmsir góðir gestir er-
lendis frá hafi heiðrað Læknafélag Islands bæði
með nærveru sinni og erindaflutningi.
Hér birtast ennfremur erindi sem flutt voru á
tveimur umræðufundum sem voru hluti af afmæl-
ishaldinu. Annar umræðufundurinn var um út-
gáfumál, skipulagður af Læknablaðinu og Nám-
skeiðs- og fræðslunefnd læknafélaganna. Þar
fluttu erindi Povl Riis, Sverrir Bergmann og Jó-
hann Heiðar Jóhannsson, fundarstjóri var Vil-
hjálmur Rafnsson. Hinn fjallaði um forgangsröð-
unina í heilbrigðiskerfinu, hann var skipulagður
af Siðfræðiráði Læknafélags íslands. Þar fluttu
erindi Henrik R. Wulff, Einar Oddsson og Örn
Bjarnason, fundarstjóri var Tómas Zoega.
Allar ljósmyndir teknar af Guðbrandi Erni Arnarsyni.