Læknablaðið : fylgirit - 01.12.1994, Blaðsíða 7
LÆKNABLAÐIÐ 1994; 80
7
Tómas Helgason
s
Agrip af sögu
innlendrar læknakennslu
Ágrip
Skipuleg læknakennsla hófst hér á landi, þegar
Bjarna Pálssyni fyrsta landlækni á íslandi varfalið
að finna fjóra unga og efnilega menn og kenna
þeim læknisfræði, svo að þeir gætu orðið læknar
hver í sínum fjórðungi. Pegar landlæknar hættu
kennslu 1824 höfðu þeir aðeins útskrifað sex
lækna. Jón Hjaltalín landlæknir stofnaði iækna-
skóla sinn 1860, en læknaskóli var stofnaður með
lögum 1876. Aðstæður til kennslu voru mjög
frumstæðar. Kandídötum var gert að stunda
framhaldsnám eftir próf í fæðingarstofnun í
Kaupmannahöfn og að vinna að minnsta kosti eitt
misseri í sjúkrahúsum þar. Háskóli íslands var
stofnaður 1911 og varð læknaskólinn hluti hans.
Kennarar voru í byrjun tveir prófessorar og átta
aukakennarar fyrir 23 stúdenta. Síðan hafa orðið
miklar framfarir þó að betur megi ef duga skal.
Kennarar eru nú 24 prófessorar og 55 dósentar og
lektorar fyrir 361 stúdent. Úr læknadeild hafa
útskrifast 1468 kandídatar, þar af 508 á síðustu 12
árum.
Inngangur
Formleg læknakennsla hefst ekki hér á landi
fyrr en Bjarni Pálsson hafði tekið við embætti sem
fyrsti landlæknir á íslandi árið 1760. Hann var
fyrsti íslendingurinn sem lauk háskólaprófi í
læknisfræði (1) án þess þó að ljúka doktorsprófi
sem var áskilið til þess að mega stunda lyflækning-
ar og hljóta opinber læknisembætti í konungsrík-
inu (2). Ýmsir höfðu áður verið kallaðir læknar
eða fengist við lækningar. Að örfáum frátöldum,
svo sem Hrafni Sveinbjarnarsyni og séra Þorkeli
Aingrímssyni í Görðum. höfðu þeir numið listina
mann fram af manni. Pað á ef til vill lfka að
einhverju leyti við um Hrafn og Þorkel, sem taldir
voru af læknaættum. Flestir sem fengust við lækn-
ingar voru því ekki háskólalærðir, heldur bart-
skerar sem sennilega má segja að hafi verið iðn-
lærðir, og aðrir sem kallaðir voru læknar og höfðu
aflað sér þekkingar á þeirra tíma læknisdómum.
Kennsla Iandlækna 1760-1824
í erindisbréfi Bjarna Pálssonar, dagsettu 19.
maí 1760, er honum falið að hafa umsjón með
heilbrigðismálum landsins, veita sjúkum læknis-
hjálp, og finna og kenna lækningar að minnsta
kosti fjórum efnilegum skólapiltum, er síðar yrðu
skipaðir læknar í fjórðungum landsins. Fjögur
inntökuskilyrði eru talin í bréfinu, þeir skyldu:
,,a) befindes at vœre kommet afœrlige og brave
Folk, tegner til noget godt, ere skikkelige, unge og
lœrevillige; b) ere begavede med gode Hoveder og
har lœst saa meget, at de ere nœsten fœrdige til at
demitteres af Skolerne; c) besidder nogle Midler til
at anskaffe sig selv de nödvendigste Böger og Instr-
umenter. . .; d) eragtes œrlige og bekvemme til at
forestaa et Hospital som Forstandere . . . “ (3).
Þannig var ekki gerð krafa til stúdentsmenntunar
hér frekar en til kírurganáms í Danmörku á þeim
tíma. Námsgreinar sem Bjarna var ætlað að
kenna voru fimm: Líffærafræði, handlæknisfræði,
grasafræði, lyfjafræði og yfirsetufræði (2) . med
videre som Nödvendigheden og Landets Om-
stændigheder synes at udfordre" (3).
Ekki var minnst á lyflæknisfræði, sem var
kennd við Háskólann í Kaupmannahöfn. en þar
var stúdentspróf inntökuskilyrði.
Námstími var enginn tiltekinn í erindisbréfinu,
en Bjarni taldi tveggja ára námstíma í stytzta lagi,
en fjögur ár líklega hæfilegt (3).
Próf átti að fara fram í „Övrighedernes Nær-
værelse“, en ekki var nánar tilgreint um fram-
kvæmd þess (3).
Bjarni tók samtals 13 nemendur, en aðeins fjór-
ir luku prófi. Enginn þeirra fór til framhaldsnáms