Læknablaðið : fylgirit


Læknablaðið : fylgirit - 01.12.1994, Qupperneq 8

Læknablaðið : fylgirit - 01.12.1994, Qupperneq 8
8 LÆKNABLAÐIÐ 1994; 80 í kírurgíska akademíinu í Kaupmannahöfn, enda þurftu þeir að taka examen artium til að fá Garð- styrk og geta dvalið þar (2). Jón Sveinsson tók við landlæknisembætti 1780, tæpu ári eftir fráfall Bjarna Pálssonar. Hann tók fjóra nemendur, en aðeins tveir luku prófi. Eftir það lauk enginn þeirra nemenda sem landlæknar höfðu prófi, enda voru ákvæði um læknakennslu felld úr erindisbréfi landlæknis 25. febrúar 1824 (2). Mjög fáir fóru utan til náms í læknisfræði, svo að innlenda lækna vantaði sárlega. Læknakennsla hefst á ný Þegar Alþingi var endurreist 1845, tók það læknamálið fyrir og var þá ýmsum ljóst, að ekki fengist viðunandi lausn á því fyrr en komið hefði verið á innlendri læknakennslu og reistur spítali í Reykjavík. Jón Sigurðsson forseti talaði fyrir mál- inu á Alþingi þegar árið 1845: „Læknar eru hér mikils til offáir, en vér fáum þá aldrei nógu marga nema því aðeins, að þeir nái að fá menntun hér á landi. Þau laun, sem lœknar hafa nú, eru svo lítil, að vér þurfum aldrei að vœnta, að margir duglegir menn takist á hendur að nema svo umfangsmikla vísindagrein í öðru landi og standa svo í örðugum embœttum fyrir jafnlítil laun. Á hinn bóginn verður örðugt að launa svo mörgum lœknum, sem vér þurfum, svo vel sem þörfvœri á til að ná duglegum mönnum íþá stétt. “ Og ennfremur sagði Jón: „Þess er og nákvœmlega að gœta, að í háskólakennnslunni í Kaupmanna- höfn er í þessari grein ekki litið til íslands þarfa eins og líka hins, að eðli sjúkdómanna og manna sjálfra, lifnaðarhœttir og sérhvað eina er öldungis ólíkt í Danmörku og á íslandi. “ (4). Þáverandi landlæknir hafði verið mjög andvíg- ur innlendri læknakennslu og fékk þingið til að samþykkja að héraðslæknar mættu kenna nokkr- um greindum og nærfærnum mönnum lækningar, svo að þeir yrðu færir til að veita fyrstu hjálp (2). Jón Hjaltalín, sem varð landlæknir 1855, barð- ist ötullega fyrir innlendri læknakennslu og að komið yrði upp sjúkrahúsi í Reykjavík þar sem stúdentar gætu fengið kennslu og reynslu. Hann vildi að nemendur sínir fengju full lækninga- og embættisréttindi, þó svo að hann byrjaði kennslu 1. október 1860 undir því yfirskini að um heimil- aða hjálparlæknafræðslu væri að ræða. I ágúst 1862 gaf konungur út úrskurð þar sem hann féllst á, að landlæknir héldi uppi læknakennslu, sem lyki með prófi, svo að kandídatar gætu orðið hér- aðslæknar. Stúdentspróf var gert að inntökuskil- yrði og námsgreinum fjölgað. Auk þeirra greina, sem tilteknar voru í instruxi landlæknis frá 1760, skyldu stúdentar fá fræðslu „íhinum nýrri vísind- um lœknisfrœðinnar, svo sem Chemie (uorganisk og organisk), chemiskri sjúkdómafrœði, almennri heilbrigðisfræði (hygieine publique), meðalaverk- unarfrœði (Pharmakologie og Pharmakodyna- mik), medicina forensis og því er þurfa þœtti, til þess aðþeirgœtu velgegntstöðu sinni". Burtfarar- próf skyldi vera opinbert samkvæmt reglum sem landlæknir getur komið sér saman um við heil- brigðisráðið í Kaupmannahöfn (2). Fyrsti kandí- datinn, Þorvaldur Jónsson, brautskráðist eftir þriggja ára nám, en hann hafði áður verið þrjú ár við Hafnarháskóla. Hann varð síðan héraðslækn- ir á ísafirði til síðustu aldamóta. Jón kenndi einn til 1868 er hann fékk aðstoðarkennara, Jónas Jón- assen, síðar landlækni. A þeim 16 árum, sem læknaskóli Jóns Hjaltalín starfaði, útskrifuðust þaðan 13 kandídatar og fóru allir nema tveir utan til framhaldsnáms eftir próf. Fyrsta kennslusjúkrahús landsins tók til starfa 8. október 1866. Eftir að húsið hafði verið endur- byggt tveimur árum síðar, var samþykkt á aðal- fundi sjúkrahúsfélagsins, að ljá tvö herbergi til læknakennslunnar, fyrst um sinn leigulaust. Ur þessurn tíma teygðist því skólinn var hýstur leigu- laust meðan félagið annaðist rekstur sjúkrahúss- ins (5). I upphafi var ætlunin að hefja starfsemi sjúkrahússins með 13-14 rúmum og talað var um 40-50 rúm sem framtíðarmarkmið. Aldrei varð þó efniviður mikill til kennslu þarna, því að árleg- ur sjúklingafjöldi var ekki nema 27-85 á ári þegar flest varð, á árunum 1866-1902 (5). Miðað við árlegan legudagafjölda virðast sjaldan hafa legið fleiri en 10 sjúklingar að meðaltali samtímis á spítalanum. Haustið 1884 fluttu spítalinn og læknaskólinn í nýtt hús, sem enn stendur við Þing- holtsstræti 25, sem flestir þekkja sem Farsótta- húsið. Þar var læknaskólinn og frflækning hans til húsa áfram, jafnvel eftir að sjúkrahúsrekstri var hætt 1902-1903 og raunar læknadeildin fyrsta árið eftir stofnun Háskóla Islands. Læknaskólinn Hjaltalín hafði sýnt fram á nauðsyn læknaskól- ans og að hægt væri að halda uppi kennslu við frumstæðar aðstæður og lítinn spítalakost. Lög um læknaskóla voru loks sett 11. febrúar 1876. í lögunum er þess getið að forstöðumaður skólans, sem jafnframt var landlæknir, skuli hafa 4800 krónur í laun á ári. Skipaður skal einn fastur kennari sem hafi 1800 krónur að launum. Auk þess skal héraðslæknirinn í Reykjavík skyldur að gegna læknakennslu í einni eða fleiri vísinda- greinum og skal hann fyrir þennan starfa hafa 800 krónur árlega í þóknun. Til samanburðar má geta þess, að Sjúkrahús Reykjavíkur kostaði fullbyggt
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76

x

Læknablaðið : fylgirit

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið : fylgirit
https://timarit.is/publication/991

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.