Læknablaðið : fylgirit


Læknablaðið : fylgirit - 01.12.1994, Qupperneq 14

Læknablaðið : fylgirit - 01.12.1994, Qupperneq 14
14 LÆKNABLAÐIÐ 1994; 80 héruðum sínum samtímis. í seinni greininni er Ásgeir kominn á þá skoðun að ef til vill ættu þessi læknamót að eiga sér stað annað hvert ár en ekki árlega og að á hvert læknamót komi helmingur lækna. Hann leiðir rök að því að ekki sé svo voðalegt að missa annan hvern lækni burtu stutt- an tíma fjórða hvert ár um hásumarið þegar veður og vegir eru sem bestir. Læknishéruðin voru þá 20 talsins en auk þess nokkur aukalæknishéruð, þannig að starfandi voru um 27 héraðslæknar og til viðbótar fjórir embættislæknar í Reykjavík, alls þannig um 30 læknar. Fram kom líka sú andbára að íslenskir læknar gætu ekki komið saman til fræðilegrar umfjöllunar og upplýsingamiðlunar þar sem ekkert sjúkrahús væri til í landinu. Ásgeir bendir hins vegar á það í seinni greininni að læknafundur ætti einmitt að beita sér í sjúkrahús- málum „því hverjum stendur", ritar hann, „nœr að berjast fyrir að komið sé upp sjúkrahúsum en læknunum sjálfum sem vita hve nauðsynleg þau eru. “ Og ennfremur: „Að ætla að láta lœknamótin bíða eftir því að vér verðum allir trakteraðir á sjúkrahúsum svona upp úr þurru, það finnst mér nokkuð syfjuð hugsun. “ Ljóst er að Ásgeir Blöndal var góðan spöl á undan samtíðarmönnum sínum í læknastétt hvað varðar hugmyndir um samtök lækna. Þessi hvatn- ingarorð eru höfð eftir honum: „Svo lengi sem enginn félagsskapur, svo lengi sem engin vísinda- leg eða verkleg samvinna á sér stað meðal lœkna hér á landi, á stétt þessi sér litla framtíðarvon. “ Ásgeir starfaði í 31 ár sem héraðslæknir, lét af störfum fremur ungur, 56 ára gamall, og lifði í 12 ár eftir það. Á fyrsta aðalfundi LÍ var Ásgeir kjörinn heiðursfélagi fyrir það að hafa fyrstur stungið upp á því að læknar hér á landi mynduðu félagsskap með sér. Almennir læknafundir Heimildir herma að fyrsti almenni læknafund- urinn hér á landi hafi verið haldinn í Reykjavík í ágústmánuði 1896. Þaö er á þeim fundi sem fyrst heyrist rödd Guðmundar Hannessonar varðandi félagsmál lækna og það svo um munar því að hann hafði framsögu í 10 af þeim 18 málum sem fyrir fundinum lágu. Meðal þessara mála var stofnun allsherjarfélags lækna á íslandi. Guðmundur var um þessar mundir að hefja störf sín sem héraðs- læknir á Akureyri, þrítugur að aldri. Tveimur árum síðar var haldinn annar almenni læknafundurinn í Reykjavík en mæting slæm, aðeins níu læknar mættir. Engu að síður var á þessum almenna læknafundi stofnað fyrsta læknafélagið á íslandi, nefnt Hið íslenska lækna- félag. Félagið mun hafa boðað til fundar árið 1899 en sökum þess að engir læknar frá Norður- og Austurlandi gátu mætt féll fundurinn niður og leið þar með félagið undir lok. Læknablað Guðmundar Hannessonar Næst er að nefna til sögunnar að Guðmundur Hannesson fer að gefa út læknablað á Akureyri. Fyrsta blaðið kemur út 1. nóvember 1901 en hið síðasta í október 1904. Guðmundur skrifaði öll blöðin eigin hendi, hektograferaði nokkur eintök og sendi starfsbræðrum sínum á Norður- og Aust- urlandi. Alls gaf hann þannig út 36 blöð, tvö blöð árið 1901, 12 blöð hvort árið 1902 og 1903 og 10 blöð árið 1904. í tilefni aldarafmælis Guðmundar Hannessonar, en hann fæddist 9. september 1866, ákváðu stjórnir Læknafélags Islands og Læknafé- lags Reykjavíkur að heiðra minningu hans með því að láta ljósprenta þetta handritaða læknablað og var það gefið út í 500 tölusettum eintökum haustið 1966. Talið hefur verið að Guðmundur hafi beitt sér fyrir því að stofna félag lækna Norður- og Austur- lands árið 1902 en ekkert finnst um það í lækna- blaði hans. Segir þó í því að blaðið sé gefið út af læknum norðan- og austanamtsins og að ritstjóri sé Guðmundur Hannesson. Eftirfarandi segir hann í fyrsta blaðinu: „Stéttarbrœður mínir! Ykkur, sem búið í einveru og einstœðingshœtti, eins og jeg, sem hitti sjaldan kollega og síst nema í svip, verðið einir að ráða fram úr öllu og einir að bera áhyggjurnar, — ykkur sendi ég þennan blað- snepil, sem nokkurs konar fyrirrennara íslensks lœknablaðs, sem betur sje úr garði gjört. Jeg gjöri þetta af því mjer leiðist þessi einstœð- ingsháttur og þykist vita að svo muni fleirum finn- ast, en hygg að blaðið geti, ef til vill, bœtt lítið eitt úr honum, þó ófullkomið sje. — Fundir lœkna hafa reynst erviðir og lítt sóttir og hið ,ísl. lœkna- fjel. “ hefur aldrei orðið nema nafnið tómt. Þó hvorttveggja þetta hafi verið reynt, baukar hver af oss í sínu horni eftir sem áður sambands- og sam- vinnulaus við flesta stjettarbrœður sína. Þetta er efalaust mjög óhollt fyrir áhuga og framför vor allra, og jeg hygg að blaðið geti gjört oss mögulegt að tala um eitthvað afþví, sem oss liggur á hjarta ogþannig bœtt dálítið úrþvíhvesjaldan vjergetum fundist. Þessi blaðnefna getur auðvitað aðeins orð- ið nokkurs konar mánaðarlegt sendibréf milli lœknanna ..." Guðmundur lýkur upphafsávarp- inu með þessum orðum: „Jeg hugsa mér ekki hátt með þessa litlu tilraun. Fyrst um sinn sendi ég blaðið aðeins norðan- og austan-lœknum, efund- irtektir eru daufar hœttir það eftir hálft til eitt ár, en yfir þann tíma kostar það heldur ekki neitt!"
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76

x

Læknablaðið : fylgirit

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið : fylgirit
https://timarit.is/publication/991

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.