Læknablaðið : fylgirit - 01.12.1994, Page 15
LÆKNABLAÐIÐ 1994; 80
15
I blaðinu sem kom út 1. apríl 1902 er sagt frá
könnun sem Guðmundur hafði gert á undirtekt-
um við hugmynd um að stofna lestrarfélag lækna
og voru allir svarendur sammála um að koma
estrarfélagi á fót. Allir vildu halda læknablaðið
og allir svarendur voru sammála um að halda
ionnafUnd fyr‘r norðan' °8 austanlækna sumarið
1902. Fundartími var ákveðinn í júm' og fundar-
staður Akureyri. í maíblaðinu er sagt frá dagskrá:
rganisation lækna norðan og austan, lestrarfé-
lagið og bókakaup, læknablaðið, lyfsala lækna og
islensk lyfsölulöggjöf, diagnosis og therapia á
sullaveiki, sjúkraskýli á læknasetrum, mál þau er
aðkomnir kollegar óska að fá hreyft, og eins og
þar segir orðrétt: „Last not least að sjá hvorn
c‘nnan\ sPÍada saman og hafa gleði og ánœgju af
jorinni. En í blaðinu sem kom út 1. júlí 1902
veður við daufari tón. Yfirskrift fyrstu greinar-
mnar er Fámennur læknafundur! Guðmundur
'veðst hafa beðið um athugasemdir við dagsetn-
mgu fundarins og tók þögn sem samþykki.
Arangurinn var sá að tveir komu. Guðmundur
te ui að læknum hafi ekki verið áhugamál að
ta a fundinn. Svo spyr hann: „Þvísegjastþeirþá
vilja koma fundi á og vilja sœkja hann??“ Hann
æni í ök fyrir nauðsyn þess að hittast, gerir sér þó
grem yrir annmörkum, meðal annars þurfi lækn-
ar a fá fararleyfi hjá yfirvaldi og að þessu fylgi
em iviji- kostnaður. Hann benti á að þessa dagana
ra i norðlenskir prestar fjölmennan fund á
iauðarkróki 0g segir: „Ekki eru þeir ríkari en
Jn'f r°na fÓr um sióferð þá. Það hafði verið
na til lestrarfélags en í blaðinu sem kom út
• september 1903 er sagt frá því að lestrarfélagið
1 Petta sinn fallið um koll og óvíst hvort það rísi
PP a ny og Guðmundur segir: „Þetta er illafarið,
a enginn vafi á því, að þeir ttmar koma þegar
Pessi hugmynd verður framkvœmd í einhverri
n af ötulli og hirðusamari kynslóð en vjer
erum ennþá lœknarnir. “ '
Telja má líklegt að samtök lækna norðan- og
1 S anaintsms hafi lagt upp laupana um svipað
y i og utgafu blaðsins var hætt, alla vega í síðasta
g1 Pe§ar Guðmundur Hannesson flutti frá Ak-
f./■' u Reykiavfkur) þá er hann tók þar við
mbætti heraðslæknis árið 1907.
Læknafélag í Reykjavík og
Læknablaðið
br^onnfélag Reykíavíkur var stofnað 18. októ-
mnnH ° o rumum tveimur árum eftir að Guð-
ari dut* fluttist til Reykjavíkur, og má leiða getur
r* V! að Þar haf' Guðmundur komið við sögu.
blað! Ua^gRcyklavfkur hóf útgáfu Lækna-
r' 1915 og var Guðmundur Hannesson
ritstjóri þess frá upphafi og árum saman. Lækna-
blaðið hefur þannig nú komið út óslitið í 78 ár.
Enda þótt læknar hafi löngum litið misjöfnum
augum á faglegt ágæti blaðsins hefur það gegnt
ákveðnu hlutverki við að sameina íslenska lækna
og efla félagslegan þroska þeirra. í fyrsta tölu-
blaðinu ritar Guðmundur grein sem hann nefnir
Islenskt læknafélag þar sem hann rekur í stuttu
máli fyrri tilraun til félagsstofnunar sem mistókst
og telur nokkra vorkunn þótt ekki tækist betur.
Meðal annars hafi íslenskir læknar nálega ekkert
að segja af samkeppni en samkeppnin sé það sem
knúð hafi lækna erlendis til þess að hafa fastan
félagsskap og reglur um framkomu innbyrðis. Nú
segir hann að tímar hafi breyst, til skamms tíma
verið tilfinnanlegur læknaskortur en nú séu fleiri
læknar en embætti. Þá reki menn sig á samkeppn-
ina, kosti hennar og lesti. Ennfremur segir hann:
„Það verður vandlifaðra en áður ogsama nauðsyn
hér sem annars staðar að fylgja settum reglum í
allri framkomu. “
í 12. tölublað Læknablaðsins árið 1916 ritar
Gunnlaugur Claessen grein sem er hvatning til
stofnunar heildarfélags lækna og er heiti hennar
Tilgangur læknafélagsins fyrirhugaða. Hann
greinir frá könnun á undirtektum lækna utan
Reykjavíkur um stofnun félags sem næði til allra
lækna landsins. Aðeins 12 létu í sér heyra, 11
þeirra málinu fylgjandi en einn á móti, og áleit sá
ófæran þann félagsskap manna sem aldrei gætu
sótt fundi. Þessu svarar Gunnlaugur á þann veg
að samgöngur batni, að auðveldara verði að fá
staðgengla með tímanum og að þetta tvennt muni
greiða mikið fyrir því að læknar geti tekið sig upp
og sótt fundi en skilyrði væri þó að efnahagur
þeirra leyfði. Það væri einmitt kjaragæslan sem
væri einn tilgangur fyrirhugaðs læknafélags. Á
þessum tíma, fyrri stríðsárunum, hafði skapast
mikil dýrtíð hér á landi og rekur Gunnlaugur
hversu efnahagur og kjör lækna hafi versnað,
meðal annars vegna þess að þeir hefðu ekkert
sameiginlegt heildarstéttarfélag. Þá telur hann að
verkefni fyrir Læknafélag íslands væri að koma
læknabústaðamálunum í viðunandi horf, koma
þyrfti upp læknisfræðilegum bóka- og tímarita-
söfnum, gera þurfi læknum kleift að fara erlendis
til framhaldsnáms og viðhaldsnáms og að tryggja
þurfi héraðslæknum sumarfrí. Þá nefnir hann sem
verðugan tilgang með slíku félagi að koma í veg
fyrir að læknar séu ofsóttir og lagðir í einelti af
héraðsbúum, nefndi nýleg dæmi um slíkt, og að
tryggja þyrfti möguleika fyrir lækna að ná fram-
gangi í starfi og að vinna á móti því að læknakosn-
ingar væru upp teknar.
Það var Læknafélag Reykjavíkur sem beitti sér