Læknablaðið : fylgirit - 01.12.1994, Page 19

Læknablaðið : fylgirit - 01.12.1994, Page 19
LÆKNABLAÐIÐ 1994; 80 19 aðalfundi og hann hefði búist við meiri fram- kvæmdum og fjöri því að fyrri stjórnin hafi þótt fremur hægfara og íhaldsöm en þetta hafi þó naumast breyst hvort sem það væri honum að kenna eða ekki. Þó að þetta sé haft eftir formanninum í aðal- fundargerðinni var það nú samt svo að á því ári, 1923, tók félagið rögg á sig og hóf að veita læknum sérfræðiviðurkenningu. Fyrstu læknalög voru sett árið 1932 og í þeim var að finna fyrstu laga- ákvæðin um sérfræðileyfi en þá hafði Læknafélag Islands þegar haft afskipti af sérfræðiviðurkenn- ingum á eigin vegum í níu ár. Árið 1923 viður- kenndi LI12 lækna sem sérfræðinga enda höfðu þeir allir starfað hér á landi sem slíkir. Síðar hlutu 11 læknar til viðbótar viðurkenningu LÍ sem sér- fræðingar, á árunum 1927-1932, en við gildistöku læknalaganna hætti félagið að hafa afskipti af þessum málum. Eins og áður sýnist dagskrá þessa aðalfundar hafa verið yfirhlaðin af bæði stéttarfélagslegum málum og faglegum. Var í gangi umræða um það hvernig veita skuli landlæknisembættið þegar þar að kæmi. Svo er að sjá sem læknum hafi verið það nokkur þyrnir í augum að landlæknir heyrði undir landstjórnina og bæri ábyrgð gagnvart ráðherra, vafalaust sumir talið að hann ætti fremur að vera trúnaðarmaður lækna í landinu. Talin mikil hætta a að pólitík mundi hlaupa í veitingu embættisins. Sumir vildu láta lækna kjósa landlækni en aðrir alfarið á móti því og sögðu að af því mundi leiða að farið yrði að kjósa héraðslæknana sem menn töldu hið versta mál. Eitthvað virðist á þessum árum hafa verið í umræðunni að leggja landlækn- isembættið niður og voru læknar að sjálfsögðu mjög á móti því. Á þessum aðalfundi er samþykkt að skora á heilbrigðisstjórnina að efla í samvinnu við landlækni alþýðufræðslu í heilbrigðismálum á þann hátt sem henni reyndist tiltækilegast, hvort heldur með útgáfu alþýðlegra bóka, stofnun al- þýðlegs tímarits eða með blaðagreinum. Að venju var ítarleg fundargerð fjórða aðal- fundarins birt í Læknablaðinu. Hvort sem það er túviljun eða hitt að einhver umræða hafi orðið um drykkjuvenjur íslenskra lækna á aðalfundinum, kemur á eftir fundargerðinni smágrein sem ber vfirskriftina Memento. Það er Gunnlaugur Claes- sen sem skrifar og fjallar hann um drykkjuvanda- mál lækna. Hann segir að hér á landi sé það þolað að drykkfelldir menn stundi lækningar og gegni vandasömum embættum. Alþýða manna sé orðin svo vön þessum ósóma að hún hafi jafnvel trú á því að sumir alkóhólistarnir séu dugandi læknar. Stundum hafi verið gerðar tilraunir til að koma þeim úr embætti en strandað á heilbrigðisstjórn- inni sem ekki einasta haldi hlífðarskildi yfir lækn- um sem gerast drykkfelldir í embætti heldur og veiti embætti ungum kandídötum sem eru vitaðir drykkjumenn. Síðan segir frá drykkju embættis- lækna sem voru að ferðast á kostnað ríkissjóðs með strandferðaskipi og þótti mönnum nóg um. Höfundur spyr: Hvers vegna drekka íslenskir læknar? Hann svarar sér á þá leið að sárafáir muni gera það af óviðráðanlegri ástríðu eftir víni heldur stafi þetta af kæruleysi og hugsunarleysi, vitandi að þeir sem yfir þá eru settir hreyfi ekki hár á höfði þeirra. Og telur höfundur einsýnt að taka þurfi á þessum málum með öðrum hætti en gert hefði verið! Aðalfundur utan Reykjavíkur Aðalfundurinn 1924, sá fimmti í röðinni, var haldinn á Akureyri um mánaðamótin júlí og ágúst en aðalfundurinn árið áður hafði samþykkt að leggja út í þá óvissu að halda fundinn utan Reykjavíkur. Hann var fámennari en venjulega eins og spáð hafði verið, sóttu hann aðeins 14 læknar og til viðbótar einn dýralæknir, mest- megnis læknar norðan lands og stjórn félagsins. Auk þess sátu tveir erlendir læknar fundinn. Ann- ars vegar dr. Sambon frá Lundúnum, gestafyrir- lesarinn frá 1921, hann var nú kominn aftur þarna og hélt erindi um krabbamein. Hins vegar var það dr. Svendsen frá Danmörku, kominn sem fulltrúi Alþjóða Rauða Krossins til þess að vinna að stofnun Rauða Kross íslands. Aðalfundurinn samþykkti að styðja að vandlega verði athugað hverjar horfur séu á því að stofna íslenska deild af Rauða Krossinum og kaus þriggja manna nefnd til að rannsaka þetta mál í samvinnu við nefnd sem starfaði að sama máli í Reykjavík. Það vekur athygli að í upphafi þessa aðalfundar er samþykkt um fundarsköp: Ekkert mál má taka lengri tíma en 45 mínútur, þar af hafi frummæl- andi 15 mínútur, umræður mest 30 mínútur, um- ræðendur hafi mest fimm mínútur hver til ráðstöf- unar og fá ekki orðið oftar en tvisvar í sama máli. Harðar reglur en góðar! Aðalfundurinn sam- þykkti að halda áfram samrannsóknum íslenskra lækna og annað af tveimur verkefnum næsta árs skyldi vera rannsókn á útbreiðslu lúsa á íslenskum heimilum. Þetta mun vera fyrsta markvissa átakið til að útrýma lúsum hér á landi og upphaf að herferð á hendur þeim í skólum landsins. Þarna voru líka gerðar samþykktir varðandi heilbrigðis- eftirlit í barnaskólum, bæði fyrirkomulag þess og ráðningu læknis til að annast það, og um sund- kennslu í skólunt. Nú kemur fram í fundargerð- inni að til umræðu eru áfengisvenjur lækna því að Gunnlaugur Claessen flutti um það erindi á aðal-

x

Læknablaðið : fylgirit

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknablaðið : fylgirit
https://timarit.is/publication/991

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.