Læknablaðið : fylgirit


Læknablaðið : fylgirit - 01.12.1994, Qupperneq 22

Læknablaðið : fylgirit - 01.12.1994, Qupperneq 22
22 LÆKNABLAÐIÐ 1994; 80 Ijóst af reynslu undanfarandi ára að núverandi skipulag á heilbrigðisstjórn landsins er orðið úrelt og ófullnœgjandi og best verði fram úr þessu máli ráðið með því að stofna þriggja manna heilbrigðis- ráð. Felur hann stjórninni að vinna að þessu.“ Tillagan var samþykkt í einu hljóði en heilbrigðis- ráð leit aldrei dagsins ljós. Formannstíð Magnúsar Péturssonar Á þessum aðalfundi (1933) lýsti formaðurinn, Guðmundur Hannesson, því yfir að hann væri ófáanlegur til að taka endurkosningu. Hófst þá formannstíð Magnúsar Péturssonar héraðslæknis í Reykjavík. Hin nýja stjórn ákvað þegar eftir fundinn að gera Guðmund að heiðursfélaga og var það borið upp til fullnaðarsamþykktar á aðal- fundi 1934. Magnús sat í stjórn LÍ1930-1951 og var formaður 1933-1934 og 1935-1951. Hann hefur trúlega setið lengst allra í stjórn LI og lengst verið formaður félagsins. Svo er að sjá sem Island hafi færst nær sviðsljósi ferðamennskunnar á fjórða tugi aldarinnar. Sum- arið 1933 kom hingað til lands stór hópur franskra lækna og sumarið á eftir komu í heimsókn mörg hundruð þýskir læknar og sinntu bæði Læknafé- lag íslands og Læknafélag Reykjavíkur móttöku þessara hópa. Aðalfundur LÍ 1934 hefur verið nefndur krabbameinsfundurinn. Þar voru flutt erindi af íslenskum læknum um krabbamein og krabba- meinsmeðferð og samþykkt þessi ályktun: „Aðal- fundur LÍ skorar á heilbrigðisstjórnina að hefja sem fyrst baráttu gegn krabbameini, sérstaklega að því er snertir upplýsingar fyrir almenning um háttu veikinnar sem gœtu leitt til þess að sjúklingar kœmufyrr til lœkninga en nú er og heitir félagið til þess aðstoð sinni. “ Stjórnarkosning 1934 varð söguleg. Tveir fengu flest atkvæði og jafnmörg, sitjandi formaður og Halldór Hansen. Lögin ákváðu að sá yrði formað- ur sem flest fengi atkvæði en væru þau jöfn ráði hlutkesti. Kom upp hlutur Halldórs og var hann því úrskurðaður rétt kjörinn formaður. Þetta mun hafa komið flatt upp á hann því að seinna á aðal- fundinum kvaddi hann sér hljóðs og tilkynnti að hann gæti ekki fellt sig við að hafa verið kosinn formaður, þyki sennilegt að hann hafi verið kos- inn af misskilningi, lýsti því yfir að hann treysti sér ekki til starfans, segði því af sér formennskunni og óskaði eftir að varamaður tæki sæti í stjórninni. Fundarstjóri kvaðst ekki geta tekið þessa afsögn gilda og væntir þess að stjórnin geti komið sér saman um hver yrði formaður. Dró þá Halldór afsögn sína til baka og gegndi formennskunni fram að aðalfundinum 1935. Á þessum árum voru sjúkratryggingar mjög til umræðu. Á aðalfundi 1935 flutti Kristinn Björns- son læknir erindi unt sjúkratryggingar og birtist það í Læknablaðinu. í umræðum kom fram uggur um að almennt og yfirgripsmikið tryggingakerfi gæti haft neikvæð áhrif, eða eins og einn læknir orðar það: „í útlöndum hafa tryggingarnar að mörgu leyti orðið fólkinu og lœknum til óhagrœðis og demoraliserað þjóðirnar. T.d. vœru Þjóðverjar í vandrœðum með sínar tryggingar. Sama vœri í Englandi. “ Enginn hvatti þó til beinnar andstöðu við væntanlegt almannatryggingakerfi en kosin var nefnd á fundinum til að fylgjast með sjúkra- tryggingamálinu á alþingi og leitast við að hafa áhrif á löggjöf um þetta efni, sem þá var á döfinni, í þá átt að hún gæti orðið til mestra hagsbóta fyrir jafnt almenning sem lækna. Tímabilið á milli aðalfunda 1935 og 1936 er að líkindum tíðindaminnst í sögu LI ef marka má skýrslu stjórnar sem flutt var á aðalfundinum 1936. Engin ágreiningsmál á lofti við landstjórn- ina og heilbrigðisyfirvöld, ekkert kjarastríð í gangi og félagið siglir kyrran sjó. Og þetta ástand í herbúðum lækna heldur áfram og það svo mjög að stjórnin ákveður að sleppa aðalfundinum 1937. Eitthvað hefur stjórninni verið legið á hálsi fyrir það og henni borið á brýn hirðuleysi og ódugnað- ur. Á aðalfundinum 1938 gerir formaðurinn, Magnús Pétursson, hreint fyrir sínum dyrum varðandi messufallið árið áður. I fyrsta lagi kveðst hann vera nokkuð ánægður með það að menn finni fyrir því og sakni þess að aðalfundur falli niður því að það bendi nú til þess að einhver hafi áhuga fyrir félaginu og vænst þykir honum um það þegar menn sem aldrei hafi sótt fund eða sýnt félaginu ræktarsemi skuli gremjast yfir slíku. Pað hafi verið að yfirlögðu ráði sem ákveðið var að láta fundinn falla niður, segirformaðurinn. Fyrst og fremst voru það sparnaðarástæður. Aðalfund- ir undanfarandi ára höfðu verið mjög kostnaðar- samir, til dæmis hafði aðalfundurinn 1935 kostað hvorki meira né minna en 840 krónur. En fleira kom til. Formaðurinn gefur í skyn að mörgum hafi þótt nóg um þann útlenskubrag sem verið hefði á undanfarandi fundum. Erlendir gestir á læknafundum hafi allt verið hinir mætustu læknar og sumir jafnvel heimsfrægir og flutt íslenskum læknum hin merkustu fræði. Petta hafi þó verið orðið hálf sjálfvirkt og því hafi þótt best að stoppa sjálfvirknina með því að fella niður fund eitt árið. Á aðalfundinum 1938 voru til umræðu breyt- ingar á lögum LÍ. Á þessum aðalfundi kemur fyrst fram umræða, eftir því sem best verður séð, um breytingu á skipan félagsins. Þar er málflytjandi Guðmundur Hannesson sem vill eitt allsherjarfé-
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76

x

Læknablaðið : fylgirit

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið : fylgirit
https://timarit.is/publication/991

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.