Læknablaðið : fylgirit - 01.12.1994, Síða 24

Læknablaðið : fylgirit - 01.12.1994, Síða 24
24 LÆKNABLAÐIÐ 1994; 80 Kom upp sú hugmynd að lögleiða að enginn lækn- ir mætti setjast að í kaupstaðarhéraði ef þar væri fyrir einn læknir á hverja þúsund íbúa og heldur ekki sveitahéraði ef þar væri fyrir læknir á hverja tvö þúsund íbúa nema með sérstöku leyfi ráð- herra. Þessu mótmælti LÍ harðlega og benti á að hér væri um að ræða skerðingu á atvinnufrelsi manna og varðaði við stjórnarskrá landsins. Ekki varð af að þessi hugmynd næði fram að ganga. Árið 1941 var það ákvæði sett inn í reglugerð um lækningaleyfi að læknakandídatar voru bundnir vinnukvöð í læknishéruðum í sex mánuði áður en þeir gætu fengið lækningaleyfi. Var þetta mjög illa séð af bæði kandídötunum, læknastúdentum og jafnvel af héraðslæknum. Engu að síður kaus stjórn LÍ að taka ekki sérstaka afstöðu til þessarar breytingar á reglugerðinni. Hins vegar mótmælti Læknafélag Reykjavíkur því harðlega, „að þving- unarlög giltu um lœkna öðrum stéttum fremur. Virðist og œrið liart aðgöngu fyrir lœknakandi- data, eftir 13-14 ára nám, að skylda þá til að gegna héraðslceknisstörfum fyrir álíka þóknun og hálf- vaxnir sendisveinar fá við sumar ríkisstofnanir. “ Myndun svæðafélaganna Sú merka samþykkt var gerð á aðalfundinum 1942 að stjórn LÍ var falið að gera tillögur um breytingar á lögum félagsins sem fela í sér stofnun svæðafélaga um land allt. LI yrði þannig breytt í samband svæðabundinna félaga. Lagt til að fé- lagssvæðin verði sjö eða átta og að hin einstöku félagssvæði kjósi fulltrúa á læknaþing enda hafi þar ekki aðrir atkvæðisrétt nema þeir séu heiðurs- félagar í LÍ. Hvert svæðafélag hafi rétt til að senda einn fulltrúa á læknaþing fyrir hvern tug meðlima, en allir meðlimir hinna einstöku félaga hafi þar málfrelsi og tillögurétt. Páll Sigurðsson læknir, þáverandi ritari stjórn- ar LI, reit grein í Læknablaðið 1942 um framtíðar- skipulag Læknafélags Islands. Rekur hann að LI hafi verið stofnað af einstaklingum og læknar hefðu rétt en ekki skyldu til að vera félagsmenn. í ljós hafi komið að félagsskapurinn dafnaði ekki því að félagarnir eigi mjög erfitt með að ná hver til annars sökum þess hve þeir dreifast um land allt. Ennfremur hafi áhuginn fyrir félagsmálum í röð- um lækna reynst minni en forgöngumenn að stofnun Læknafélags íslands gerðu sér vonir um í fyrstu. Talið líklegra að áhugi lækna fyrir félags- málum mundi aukast ef félag þeirra fengi fastara form. Lýsir höfundurinn síðan hugmyndum sín- um í höfuðdráttum um skiptingu landsins í átta svæði, að svæðafélögin verði átta talsins, sem og varð raunin þegar að því kom. Hugmyndir höf- undar um skiptingu landsins í svæði eru því í meginatriðum hinar sömu og núverandi skipan félagssvæðanna. Það var þó ekki fyrr en árið 1952 að gerðar voru þær gagngeru breytingar á lögum Læknafélags íslands sem þarna var um rætt og það gert að heildarsamtökum með átta svæðafélög innan- borðs. Síðar bættust við félög íslenskra lækna er- lendis sem hafa takmarkaðan fulltrúarétt á aðal- fundi. Lokaorð Þegar LÍ var stofnað voru landsmenn tæplega 92 þúsund að tölu en stofnfélagar taldir 62 og komu því tæplega 1500 íbúar á hvern þeirra. í árslok 1992 voru íbúar landsins rúmlega 262 þús- und að tölu en meðlimir LI rétt um 900, og því tæplega 300 íbúar á hvern . íbúatalan hefur þann- ig tæplega þrefaldast á 75 ára starfstíma félagsins en tala meðlima hins vegar rúmlega fjórtánfald- ast. Þessar tölur endurspegla meðal annars risa- vaxnar framfarir læknavísinda á þessu 75 ára tímabili og ennfremur gjörbyltingu heilbrigðis- þjónustunnar í landinu. Læknafélag Islands var stofnað á miklum erfið- leikatímum þjóðarinnar en reis á grunni bjartra vona og brennandi áhuga lækna. Þegar frá leið á fyrstu árunum misstu ýmsir félaganna móðinn og félagið fór í gegnum krísutímabil, svo að notað sér nútímalegt orðalag. Smám saman sáu menn þó betur og skýrar að félagslega samstaðan skilaði árangri á sviði læknisþjónustunnar, í gæðum hennar og framþróun, og á sviði starfsaðstöðu lækna og starfskjara. LI hefur alla tíð verið annað og meira en venjulegt stéttarfélag eða kjarafélag. Það gegnir, og hefur alla tíð gegnt, ýmsum veiga- miklum hlutverkum í heilbrigðisþjónustunni og er kveðið á um sum þessi hlutverk í landslögum. Nú um þessar mundir er deilt nokkuð á tilvist og fyrirkomulag stéttarfélaga, m.a. Læknafélags íslands, deilt á vald þeirra, sem sumir kjósa að kalla einræði. Félagaeinræði er vissulega ekki hótinu betra en aðrar tegundir einræðis, en spyrja má hvort menn rugli í þessu samhengi ekki saman hugtakinu einræði og hugtakinu forræði, sem til er stofnað með umboði og látið í té á lýðræðisleg- an hátt? Vonandi lánast LI að komast klakklaust yfir hin ókyrru vötn nútímans, það nái að laga sig að breyttum viðmiðum samfélagsins og komi út öfl- ugra en áður. Saga félagsins sýnir að það yrði þjóðinni til gagns og mestrar gæfu. Heimiidir Blaðið Ísafold, 15. tbl. 18. árg. og 40. tbl. 19. árg. Læknablaðið, ýmis tbl. 1.-56. árg. Ritift Læknar á íslandi (1970)

x

Læknablaðið : fylgirit

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið : fylgirit
https://timarit.is/publication/991

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.