Læknablaðið : fylgirit - 01.12.1994, Blaðsíða 25

Læknablaðið : fylgirit - 01.12.1994, Blaðsíða 25
LÆKNABLAÐIÐ 1994; 80 25 Þórarinn Guðnason Störf lækna fyrr á tíð Gömul menntaskólasaga greinir frá nemanda sem á mannkynssöguprófi átti að segja frá stjórn- arbyltingunni frönsku en rnundi þá stundina harla lítið um menn og málefni þeirra tíma í Frakk- landi. Hann lýsti því yfir að til þess að skilja og skýra frönsku byltinguna sé nauðsynlegt að rifja upp það helsta sem þá var að gerast hinumegin við sundið — í enskum stjórnmálum; gerði þeim síð- an góð skil og slapp með það. Mér hefur skilist á framkvæmdastjórn þessarar afmælishátíðar að ég eigi að minnast í fáum orð- um ó starfsaðstöðu íslenskra lækna um þær mund- n sem fyrstu félög þeirra litu dagsins ljós, með öðrum orðum á morgni þeirrar aldar sem nú er mnan skamms á förum. En ég verð að byrja líkt og Púturinn í söguprófinu; ég þarf að líta allmarga aiatugi til baka eins og hann leit yfir Ermarsund t]l þess að fá samhengi í söguna og framvindu hennar. Bjarni Pálsson var fyrsti embættislæknirinn og e|ni læknislærði maðurinn á síðari tíma vísu hér á andi þangað til sumir af nemendum hans komust 1 gagnið og gerðust fjórðungslæknar. Svo að stikl- aö sé á stóru má næst geta þess að um aldamótin 1800 þegar 40 ár voru liðin frá því Bjarni tók til starfa voru á öllu landinu einungis sex læknar. Það hlýtur að liggja í augum uppi að þessir lessaðir menn hafi ekki verið öfundsverðir af því sem nú á dögum er nefnt starfsaðstaða. Þeir áttu aö sinna héruðum sem einatt voru heilir lands- jórðungar að stærð. Vegir milli bæja og byggðar- aga voru í skásta falli götutroðningar, stórfljót obiúuð, heiða- og fjallvegir snjóþungir og ekki ævinlega nothæfur farkostur fyrir hendi til að skjótastáyfirfjörðogstyttasérþannigleið. — Og ivað gat svo læknirinn gert þegar hann kom til sjúklingsins eða sjúklingurinn til hans? Enginn spítali var í landinu sem hægt væri að flýja til eins °g við gerum nú á dögum þegar í harðbakkann s æi og fá eða engin lyf sem í raun og sannleika nyætti treysta til að hafa áhrif á alvarlega sjúk- °ma. Tæki til sjúkdómsgreininga voru hendur læknisins, augu hans og eyru; seinna var kannski trépípa með í förum og sumum fannst betra að hafa hana en ekki þegar hlustað var eftir hjart- slætti, fósturhljóðum eða leitað að lungnabólgu. Öllu þessu var töluvert á annan og betri veg farið þegar forverar okkar voru að stofna félögin, LR 1909 og LÍ 1918. Pá voru læknishéruð orðin milli 40 og 50 og samgöngur víða mun betri en áður, sumstaðar svonefndir lagðir vegir, að minnsta kosti spotti og spotti. Ölfusá og Pjórsá voru brúaðar rétt fyrir aldamótin, einnig Blanda og Lagarfljót; bílaöld var í fæðingu. En hvað um lækningarnar sjálfar. Danir gáfu okkur myndarlegan holdsveikraspítala skömmu fyrir aldamót, Kleppur kom 1907 og Vífilsstaðir þrem árum síðar. Landakotsspítali reis af grunni 1902. tók við Læknaskólanum af Sjúkrahúsi Reykjavíkur í Þingholtsstræti og varð öflugasta alhliða sjúkrahús landsins. Hetjur hnífsins stigu fram hver af annarri, Guðmundur Magnússon í Reykjavík, nafni hans Hannesson á Akureyri sem varð reyndar fyrsti formaður Læknafélags íslands en hafði 16 árum fyrr stofnað félag lækna fyrir norðan og austan. í spor þessara brautryðjenda í skurðlækningum kornu Matthías Einarsson, Guðmundur Thoroddsen og fleiri. „Það þýðir ekki að þylja nöfnin tóm og þjóðin mun þau annarstaðar finna", sagði Þorsteinn Er- lingsson og reyndist sannspár. En varla er hægt á hátíð sem þessari að neita sér um að nefna örfá nöfn til viðbótar. Geislar gantla Röntgens námu hér ekki land fyrr en Gunnlaugur Claessen kom heim eftir framhaldsnám 1913 og fór brátt að taka myndir og lækna sveppasjúkdóm í hársverði sem nefnist geitur og tókst það með slíkum ágætum að ég efast um að yngsta læknakynslóðin okkar nú kannist við fyrirbrigðið; hefur kannski séð þess getið í bókum eða heyrt á það minnst í fyrirlestri. Á fyrstu árum Claessens hér í Reykjavík var raf- stöðin við Elliðaár ekki komin til sögunnar. Rönt- genstofan var á Hverfisgötu ekki alllangt frá tré- smiðju Völundar og frá mótor þar fékk læknirinn
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Læknablaðið : fylgirit

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið : fylgirit
https://timarit.is/publication/991

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.