Læknablaðið : fylgirit


Læknablaðið : fylgirit - 01.12.1994, Qupperneq 26

Læknablaðið : fylgirit - 01.12.1994, Qupperneq 26
26 LÆKNABLAÐIÐ 1994; 80 að leiða þann rafstraum sem tæki hans útheimtu. Sagan segir að stundum hafi Gunnlaugur þurft að síma til Völundarntanna og biðja þá að stöðva vinnuvélarnar í bili svo að hann fengi nægan straum til að taka eina eða tvær myndir. Svo kom rafmagn í bæinn og Claessen flutti stofu sína í Austurstræti en þegar starfsemi Landspítalans hófst 1930 varð hann yfirlæknir geisladeildar. Meinafræði og sýklafræði urðu smám saman ómissandi þáttur í störfum lækna hér eins og í nálægum löndum og þeir Stefán Jónsson dósent og síðar Níels Dungal áttu þar stærstan hlut. Níels var afburða duglegur, víðsýnn og fylginn sér. Hann fékk því til leiðar komið að nýtt hús var reist yfir Rannsóknastofu Háskólans sem áður hafði kúldrast í miklum þrengslum í Kirkjustræti. Þegar blóðgjafavísindum óx fiskur um hrygg var það Dungal sem sá til þess að Blóðbankinn eignaðist viðunandi húsnæði og aðstöðu. En hverfum nú sem snöggvast nokkur ár til baka. Pegar jafnaldrar mínir og ég vorum í lækna- deild komu súlfalyfin til sögunnar og síðar penis- illínið. Ég minnist þess enn í dag þegar súlfa var nýtt af nálinni og lítil reynsla fengin af því hér á landi þá vorum við tveir eða þrír stúdentar í „kúrsus'* á lyflækningadeild Landspítalans og okkar góði og lífsreyndi kennari, Jón Hjaltalín Sigurðsson, sýndi okkur tvo drengi sem voru lagðir inn sama daginn með heilahimnubólgu af bakteríuvöldum. Á þeirri tíð var það ákaflega mannskæður sjúkdómur og prófessorinn sagðist ætla að gefa piltunum nýja lyfið sem svo mikið væri látið af, en lét þess jafnframt getið að hann væri vantrúaður á mátt þess og megin við slíkar aðstæður. En undrið gerðist, drengjunum batnaði báðum og þeir komust fljótlega til fullrar heilsu. Þá held ég að flestum sem þarna fylgdust með hafi verið ljóst að í lækningum hafði orðið bylting. — Eftir á að hyggja var það líklega lungnabólgumeð- ferðin sem mest og best opnaði augun á lærðum og leikum fyrir þeim umskiptum sem áttu sér stað á þessum árum. Lungnabólgan sem einnig var nefnd taksótt lagði marga í gröfina og karlmenn á besta skeiði, fyrirvinnur heimilanna í sveit og við sjó, urðu öðrum fremur fyrir barðinu á sóttinni. Þeim var nauðugur einn kostur að vinna úti hvernig sem viðraði og höfðu oft og einatt hvorki skilning né tök á að verjast kulda og vosbúð. Og þetta var ekki séríslenskt fyrirbrigði. í lækninga- bókum fyrir daga súlfalyfjanna er talið að fjórði, jafnvel þriðji hver taksóttarsjúklingur falli í val- inn. Svo komu töflurnar góðu, M&B693 og lungnabólgudauðinn þurrkaðist út að mestu. — í stríðslok kom penisillínið og innan tíðar mikill frændgarður þess, þar á meðal fyrsta berklalyfið en ekki verður sú sigurganga rakin hér enda erum við eiginlega komin inn í nútímann. Er það ekki? I lokin leyfist mér væntanlega að slá á eilítið léttari strengi og rifja upp tvö erindi úr afmælis- kantötu sem praktíserandi læknir hnoðaði saman þegar Læknafélag Reykjavíkur varð fimmtugt. Þessar tækifærisvísur þarfnast smáskýringa svo að þær megi komast til skila þegar langt er um liðið og tímar eru breyttir. Vilmundur landlæknir var að láta af störfum og Sigurður Sigurðsson að taka við. Þorsteinn Scheving Thorsteinsson átti og rak Reykjavíkurapótek og nýtt róandi lyf var komið á markaðinn en eitt af mörgum nöfnum þess var Equanil. I þessum vísukornum er minnst á tvær tegundir vindlinga, Camel sem allir þekkja, að minnsta kosti af afspurn, og Elephant sem nú er líklega dottinn upp fyrir. En vísurnar eru svona og verða mín síðustu orð í þessu spjalli. Hann Bjarni landlœknir blessaður hann bjó til ágœtis mixtúrur en aldrei töflur né ampúllur í apótekinu í Nesi. Hann reykti ei Ulfalda eða Fíl og ekki keyrði hann í lúxusbíl og aldrei bragðaði hann Equanil þótt oft á móti blési. Hann Bjarni veit ekki blessaður hvað bralla Scheving og Sigurður og ekki veit hann að Vilmundur er voða snillikjaftur. En gœti hann nœst þegar gengur kvef úr gröfinni brugðið sér fáein skref og séð öll reseptin sem ég gef þá sullið þekkti hann víst aftur.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76

x

Læknablaðið : fylgirit

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið : fylgirit
https://timarit.is/publication/991

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.