Læknablaðið : fylgirit - 01.12.1994, Qupperneq 27
LÆKNABLAÐIÐ 1994; 80
27
Árni Björnsson
Söguleg og félagsleg þróun
læknisfræðinnar
Ég þakka stjórn L.í. þann heiður, að vera val-
inn fyrirlesari á þessum merku tímamótum. Sjötíu
°g fimm ár er mestur hluti af mannsævi, og mér
hefur alltaf fundist það jaðra við hótfyndni, þegar
75 ára afmælisbörnum er óskað langra lífdaga.
Oðru máli gegnir um félög, því þau eru í raun
aldrei eldri en meðalaldur félaganna. En þó félög
geti í raun ekki elst, geta þau úrelst, en það gerist
Þegar þau missa sjónar af markmiðum sínum og
fara að lifa sjálfra sín vegna.
Það er ósk mín til L.í. á þessu merkisafmæli. að
það megi eldast vel og lengi, án þess að úreldast.
Ætli það hafi ekki verið á útmánuðum, sem hún
Helga Hannesdóttir hringdi og bað mig að flytja
erindi um „Sögulega og félagslega þróun læknis-
fræðinnar" á þessari virðulegu samkomu. Ég ját-
aði því f hugsunarleysi, því langur tími var til
stefnu, en gætti þess ekki, hvað ég var að taka að
mér. Um efnið mætti skrifa heila bók, kannske
tvær, og mér voru gefnar 15-20 mínútur.
-,Hvar skal byrja, hvar skal standa?“, sagði séra
Matthías forðum og „Bragi“ benti honum á
Tindastól, en í stað þess að klifra upp á Tindastól
og horfa yfir „Skagafjörð læknisfræðinnar" allan,
akvað ég að halda mig í byggð, því þar er þolend-
ur læknisfræðinnar að finna.
Fyrst örfá orð um orð. Læknir er sá sem læknar
eða líknar. Læknisfræði verður til þegar aðferðir
v'ð að lækna eru settar í kerfi, munnlegt eða
skriflegt. Læknavísindi verða til, þegarfarið er að
mæla árangur eða afleiðingar lækningaaðferða og
eita nýrra á kerfisbundinn hátt, og læknislist er
a nota fræðin og vísindin til lækninga. í þessu
spjalli mun ég nota orðið læknisfræði yfir fræðin
°g yísindin.
Eg ætla ekki að segja sögu læknisfræðinnar.
ana getið þið lesið af bókum, en mig langar að
reyna að skoða, hver áhrif þróun hennar hefur
ia t á viðhorf hins venjulega borgara til lækna-
stéttarinnar og læknavísindanna. Þá langar mig til
að skoða, hvar læknisfræðin stendur í pólitísku
umhverfi nútímans og loks hvers er að vænta og
hvert verður hlutverk læknastéttarinnar með
læknisfræðina og læknavísindin í farteskinu í
þjóðfélagi framtíðarinnar.
Það sem hér verður sagt eru mínar skoðanir
sem ég einn ber ábyrgð á og ætlast ekki til, að
menn séu sammála. Sumt af því sem ég segi er
ekki stutt pottþéttum rökum, en það er ætlað til
að vekja umræðu, svo einhverjar sofandi sálir
megi rumska, þó ekki sé nema til þess að mót-
mæla.
Ég held að enginn læknir, sem lifað hefur langa
ævi, velkist í vafa um að viðhorf almennings til
lækna og læknisfræði hafa breyst á síðustu áratug-
um og það er ástæða til að skoða, hvort sú við-
horfsbreyting stafar af breytingum á læknisfræð-
inni, eða breytingum á þörfum almennings fyrir
læknisfræði, vegna breytinga á þjóðfélaginu. Nú
tala menn oftast um læknisþjónustu, þegar störf
lækna eru rædd, en áður var talað um læknishjálp.
Þar með hefur læknisstarfinu verið skipað í flokk
þjónustustarfa. Frá upphafi vega hafa læknar
veitt þjónustu, en sú þjónusta hefur þótt merki-
legri en að rétta drykki yfir barborð, eða losa
stíflu úr skólpröri.
Sivert Lindvall, yfirlæknir í Södertalje, sem
kenndi mér almenna kirurgiu og margt annað
gott, svo sem að éta humar og síld, sagði ein-
hverntímann, í hádegisverðarumræðu. „Víst
þjónum viðfólkinu, en við erum ekki skyldugir til
að hneigja okkur og rétta fram lófann, að loknu
verki“. Læknishjálp hefur hingað til verið metin
meira en önnur þjónusta, en er þetta viðhorf að
breytast og þá hvernig?
Sú óttablandna virðing, sem borin var fyrir
lækninum, meðan hann hafði lítil sem engin áhrif
á gang sjúkdóma en var fyrst og fremst huggari, er