Læknablaðið : fylgirit - 01.12.1994, Blaðsíða 28

Læknablaðið : fylgirit - 01.12.1994, Blaðsíða 28
28 LÆKNABLAÐIÐ 1994; 80 að mestu horfin í hinum vestræna heimi. Þess í stað er komin krafa um lækningu. Ástæðan er bæði breyting á þjóðfélaginu og breyting á læknis- fræðinni. Á fyrri hluta þessarar aldar var komið á al- mannatryggingum á flestum Vesturlöndum. Með þeim varð læknishjálp réttur, án tillits til efnahags og þjóðfélagsstöðu. Við það breyttist staða lækn- isins gagnvart sjúklingnum. Hann varð skyldugur til að sjá sjúklingum sínuin fyrir þeirri læknisþjón- ustu, sem hann vissi besta, á hverjum stað og tíma og sjúklingurinn gat leitað annað, ef hann var ekki ánægður með veitta þjónustu. Aldrei í sögu mannkynsins hafa orðið jafn mikl- ar framfarir í læknisfræði og á síðari hluta þessar- ar aldar, mestar í lækningatækni og lækninga- rannsóknum. Áður óframkvæmanlegar aðgerðir eru næstum hversdagslegar. Með sýklalyfjum er hægt að vinna á flestum sýkingum. Með geislum og krabbameinslyfjum er hægt að lækna nokkur, áður ólæknandi krabbamein, og lengja og stund- um létta lífið hjá öðrum krabbameinssjúklingum. Með nýjum líftækniaðferðum í erfðafræði og ónæmisfræði, hefur tekist að nálgast rætur ýmissa sjúkdóma, sem um aldir hafa hrjáð mannkynið. Barnadauði hefur minnkað og mannsævin lengist jafnt og þétt. Aldrei hefur jafn mikið verið ritað og rætt um framfarir og afrek í læknavísindum og á okkar tímum. Þrátt fyrir þessi afrek og loforð um lækn- ingu við enn fleiri sjúkdómum, finnst mér að læknar nútímans njóti minni virðingar en fyrir- rennarar þeirra, sem urðu að láta sér nægja samúð í stað tækni og handayfirlagningu, í stað þess að ýta á tölvutakka. Sú sérkennilega staða hefur komið upp, að vegur Iæknavísindanna hefur auk- ist, en vegur læknastéttarinnar minnkað. Læknar hafa ekki lengur einokunaraðstöðu um lækningar. Hjálparstéttir, sem læknar hafa sjálfir búið til til að létta sér störfin, sækja inn á svið lækna í heilbrigðiskerfinu og vilja taka að sér lækningar og ákveðna þætti í stjórnun lækninga. Kostnaður við heilbrigðisþjónustu er sívaxandi hluti af samneyslu þjóðfélagsins. Stjórnmála- menn hafa komið auga á stjórnmálalega þýðingu heilbrigðismála og sótt þar til valda, að sínum hætti, á þeim forsendum, að læknum sé ekki treystandi til að stýra því mikla fjármagni, sem heilbrigðisþjónustan veltir. Vegna þess hve lækn- ar hafa verið tómlátir um stjórnun hafa aðrar stéttir, svo sem hagfræðingar, verkfræðingar og fleiri, haslað sér völl á sviði heilbrigðismála. Þetta fólk kallast heilsuhagfræðingar, spítalastjórar og rekstrarfræðingar. Það hefur tekið að sér að vera milliliðir milli stjórnmálamannanna og læknanna. Læknar hafa sætt sig við þessa skipan, en um leið hafa völd þeirra og áhrif minnkað. Þekkingar- forði mannkynsins hefur margfaldast á þessari öld, ekki aðeins í læknisfræði, heldur einnig í öllum öðrum vísindum. Þrátt fyrir þennan þekk- ingarforða, stendur mannkynið litlu nær því að leysa ýmis alvarlegustu vandamál sín en í byrjun aldarinnar, og önnur hafa bæst við. Þrátt fyrir vísindin hefur ekki tekist að létta af mannkyninu oki styrjalda, en þau hafa verið not- uð til að þróa dráptækni, sem gert hefur styrjaldir þyngra böl en nokkru sinni, jafnvel ógnað mann- kyninu með gjöreyðingu. Með þeim hefur heldur ekki tekist að útrýma hungri í heiminum, eða sjá íbúum jarðar fyrir neysluhæfu drykkjarvatni. Af- urðir vísindanna menga andrúmsloftið, höfin og jarðveginn, svo að rætt er í alvöru um það, hve lengi jörðin verði byggileg. Með vísindunum hef- ur ekki tekist að minnka bilið milli ríkra þjóða og fátækra, en hinsvegar eru þau notuð til að þróa vopn handa fátæku þjóðunum, svo þegnar þeirra geti tortýmt hverjir öðrum. „Vísindin efla alla dáð“, sagði listaskáldið Jón- as 1839 í barnslegri trú, sem þá ríkti á mætti vísind- anna, og þeirra máttur er mikill. Með vísindunum hefur lífinu á jörðinni og ásjónu jarðar verið breytt, ekki alltaf til bóta, en mistökin eru ekki vísindunum að kenna. Þar er við manninn að sakast, en siðferðisþroski hans hefur ekki fylgt þekkingunni eftir. Skáldið Örn Arnarson, lýsir apanum, sem alfaðir fann í Eden og ætlaði að gera úr mann, í þessu vísubroti. „Að hálfu leyti api enn eðlin geymir tvenn og þrenn, lítil von hann lagist senn, lengi er Gað að skapa menn Hjól tímans verður ekki stöðvað, eða því snúið tilbaka. Gert er gert, en framtíð mannkynsins byggist á því, að manninum auðnist að nota vís- indin til að bæta fyrir brot í fortíðinni og beita þeim til jákvæðra verka í framtíðinni. Hvernig hefur okkur þá tekist með læknisfræð- ina? Samskipti læknis og sjúklings er grunneining lækninga, og hefur verið það frá upphafi, löngu áður en læknavísindi urðu til. Ég sagði einu sinni, að læknislistin væri blanda af blekkingu, þekk- ingu og trú. Frumefnin í blöndunni hafa ekki breyst, síðan Hippocrates samdi læknaeiðinn, en hlutföllin eru ekki hin sömu og þá. Hlutur þekk- ingarinnar hefur stækkað jafnt og þétt, en það gerir ekki hina hlutana óþarfa. Það sem bindur þætti læknislistarinnar saman eru siðareglur lækna, því þær árétta skyldur þeirra, sem hana
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Læknablaðið : fylgirit

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið : fylgirit
https://timarit.is/publication/991

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.