Læknablaðið : fylgirit - 01.12.1994, Page 30
30
LÆKNABLAÐIÐ 1994; 80
aret. Þau orð ættum við læknar jafnan að hafa í
huga. Okkur ber að forðast að vekja óraunhæfar
væntingar, en reyna að sjá starf okkar sem ívaf í
flóknu mynstri læknisfræðinnar, þar sem læknis-
fræðin er ívaf í enn fióknara mynstri þjóðfélags-
ins. Það er mannlegt að vilja gefa eigin ívafi sterk-
an lit og áberandi stað í mynstrinu, en því aðeins
verður það varanlegt, að liturinn sé ekta og stærð-
in falli í réttu hlutfalli inní myndflötinn.
Staða lækna og læknisfræði, er nú þannig, að
tæknilega virðast læknum lítil takmörk sett, og
fræðilega geymir læknisfræðin þekkingu á eðli
fjölda sjúkdóma og sjúkdómaflokka. Samt eru
ýmis stærstu heilbrigðisvandamál mannkynsins
enn óleyst, og sér ekki framá að þau verði leyst í
bráð. Við vitum til dæmis mikið um eyðni, en
samt er lækning ekki í sjónmáli. Þrátt fyrir tækni-
byltingu í skurðaðgerðum, tilkomu krabbameins-
lyfja og vitneskju um onkógen, eru fleiri krabba-
mein ólæknanleg en læknanleg, mannkyninu
fjölgar hraðar en möguleikunum til að brauðfæða
það, og meðal annars fyrir tilstilli læknavísind-
anna lengist meðalaldurinn, án þess að öldrunin
verði betri. Betur og betur verður mönnum ljóst,
að þessi vandamál verða ekki leyst með aðferðum
læknisfræðinnar einum, því þau eru hluti af
stjórnmála- og félagslegum aðstæðum, sem lækn-
ar almennt hafa skipt sér lítið af til þessa, og þá
kemur að stjórnmálalegu stöðunni. Læknastéttin
stendur höllum fæti stjórnmálalega af ástæðum,
sem ég minntist á hér að framan, en sérlega vegna
þess að hún hefur, sem heild, veigrað sér við að
taka afstöðu í heilbrigðispólitískum málum.
Þegar stjórnmálamenn taka vitlausar ákvarð-
anir í heilbrigðismálum, en það gera þeir oftar en
ekki, stundum að ráði lækna, láta samtök lækna
sjaldan í sér heyra, þögnin er túlkuð sem sam-
þykki og ábyrgðinni er velt yfir á læknana til að
greiða úr vitleysunni. Stjórnmálamennirnir þvo
hendur sínar, og hrósa læknum í sjómannadags-
stfl, þegar þeir eru ekki að heimta hærri laun.
Hafa læknasamtök heimsins barist fyrir friði í
heiminum? Hver hefur verið hlutur lækna í bar-
áttu gegn gjöreyðingarvopnum? Hvar standa
læknar í umræðunni um mengun andrúmsloftsins
og eyðingu ózonlagsins? Hverju svara læknar
spurningunni um óhóflega notkun sýklalyfja og
óþarfar lækningar? Sofa læknar almennt vært,
vegna fjölgunar aldraðra og þeim sívaxandi heil-
brigðisvandamálum, sem fylgja öldrun? í hvað
rfkum mæli hafa lyfjaframleiðendur og áhalda-
smiðir áhrif á starfshætti lækna? Þessum spurn-
ingum verður ekki reynt að svara hér, en mér
þætti vænt um, ef þær gætu haldið vöku fyrir
einhverjum ykkar um sinn.
Svo er það framtíðin. Það er ódýrt fyrir gamlan
niann að spá, því hann verður aldrei krafinn
reikningsskila.
Ég held að læknislistin verði, um ófyrirsjáan-
lega framtíð, blanda af blekkingu, þekkingu og
trú, og uppistaða verði áfram bein samskipti
sjúklings og læknis. Ivafið mun breytast, sérgrein-
ar munu koma og fara og með þeim tæknibrellur
og kennisetningar. Forvarnir munu verða vax-
andi þáttur í starfi lækna, en þær verður að byggja
á traustum vísindalegum grunni, en ekki kreddu.
Læknisfræðin stendur á tímamótum. Með að-
gerða- og líffræðitækni verður eflaust hægt að ná
enn lengra, á takmörkuðum sviðum. En það mun
ekki skipta sköpum fyrir stöðu læknastéttarinnar í
heiminum, hvort læknar geta fjarlægt eða lagfært
stærri og stærri líffæri gegnum minni og minni göt,
eða kafað dýpra og dýpra inní öreindaheim litn-
inganna. Hitt mun ráða úrslitum, hvort lækna-
stéttin með læknavísindin að vopni, er tilbúin til
að taka höndum saman við þau öfl, sem vinna að
réttlæti í heiminum, án tillits til þjóðernis, trúar-
bragða og landamæra, því stærstu heilbrigðis-
vandamál mannkynsins eiga rætur að rekja til
þjóðfélagslegra meinsemda. Hafi læknar kjark til
að vera þátttakendur í baráttunni við þær mein-
semdir, en láti ekki eigingjörn sjónarmið, sem
stundum eru kölluð fagleg, stjórna gerðum sín-
um, óttast ég ekki um stöðu og hróður læknastétt-
arinnar, ella bíður læknis framtíðarinnar hlutverk
þjónsins með framrétta hönd, í kerfi, sem byggt er
upp og stjórnað af fólki, sem lifir á heilbrigðis-
þjónustu, en hefur aldrei séð sjúklinga og veit
ekkert um sjúkdóma..
Heimildir
1. Singer M. Reinventing Medical Antropology: Towards A
Critical Realignment. Soc Sci Med 1990; 30:179-87
2. Rose G. Reflectons on the changing times. Br Med J 1990;
301: 683-7
3. Spaeth GL. The Nineties: A Critical Decade for Medicine
and Mankind. Opthalmic Surg 1990; 21: 6-7
4. Goldwyn RM. Better Care-More Hostility. Am J P1 Rec
Surg 1988; 83, 5: 884
5. Livingstone A, et al. The new new general practice: the
changing philosophies of primary care. Br Med J 1990; 301:
708-10
6. Matloff JM. The Practice of Medicine in the Year 2010. Ann
Thorac Surg 1993; 55:1311-25
7. Carric J. The past, present and future of Medicine. Med J
Aust 1991; 155: 731-2
8. Temple NJ. Towards a New System of Health: The Challen-
ge of Western Disease. Journal of Community Health 1993;
18: 37-47
9. Arnarson Ö. Illgresi.
10. BjörnssonÁ. Þekkingogblekking. Fréttabréflæknal988;5:
14-5