Læknablaðið : fylgirit - 01.12.1994, Page 34

Læknablaðið : fylgirit - 01.12.1994, Page 34
34 LÆKNABLAÐIÐ 1994; 80 gert til þessa og er ein af orsökum þess að hinn öflugi flokkur ungra lækna í biðstöðu úti í heimi telst frekar vandamál en auðlegð. Oft er vísindalegri aðferð og húmanisma í lækn- isfræði teflt fram sem andstæðum. Talað er um læknislist þar sem vísindum sleppir við rúmstokk- inn. Ymsir höfundar og fræðimenn hafa bent á að þessi skipting sé ekki endilega rökrétt heldur reist á óeðlilega þröngri skilgreiningu á því hvað séu vísindi, hvað sé vísindaleg aðferð og í reynd sé mikil þörf fyrir vísindalega ögun í hinum gífurlega mikilvæga mannlega samskiptaþætti, sem er miðpunktur, upphaf og endir hvers fundar sjúk- lings og læknis. Reyndar er hér hvorki ný hugsun né frumleg á ferðinni. Liðin eru 83 ár síðan Abra- ham Flexner sagði í skýrslu sinni sem fyrr er getið, að enginn raunverulegur munur væri á aðferð og hugsunarhætti vísindamanns og góðs klínikkers og báðir notuðu sama grundvallartækið, vinnutil- gátuna. Þessi voru hans óbreytt orð í lauslegri þýðingu: „Vísindarannsóknir og skynsamleg lœknisþjónusta nota nákvœmlega sömu tœkni. Til að geta beittþeirri tœkni, hvort sem er írannsókn- um eða læknisstörfum, verður lœknaneminn aðfá þjálfun í að beita ályktunargáfu sinni og rökvísi. Fagleg hœfni, byggð á vísindalegri aðferð, mun síðan hafaþau áhrifað sérhvert viðvik ístarfi mun verða þáttur í stöðugri og endalausri menntun lœknisins. “ Þetta voru orð Abrahams Flexner árið 1910. Á okkar tímum hefur George Engel kveðið sér hljóðs með hressilegum hætti um þessi mál, en hann starfar við háskólann í Rochester í New York fylki þar sem ýmsir kollegar hér í salnum hafa stundað sitt framhaldsnám. í erindi árið 1986 hélt Engel því fram að þessi skilningur Flexner hafi enn ekki unnið sigur. Að vísu hafi sprottið upp vel menntaðir og hæfir vísindamenn í lækna- stétt en fáir vísindlegir læknar. Hann gerir grein- armun á þessu tvennu: á ensku physician scientist og scientific physicicians. Hinir fyrrnefndu geta sinnt hinum mannlega þætti óaðfinnanlega, við rúmstokk, á stofu eða hvar sem er, en grundvall- aratriði í skilgreiningu hans er að þessir mannlegu eiginleikar byggist á mannkostum, reynslu og inn- sýn en ekki vísindalegum grundvallaratriðum sem unnt sé að skilgreina og prófa á kerfisbundinn hátt. Hann auglýsir eftir nýju læknisfræðilegu- vísindalegu módeli með þessum orðum: „Það er brýn þörffyrir víðtækara vísindlegt módel í lœkn- isfrœði, módel sem beitir vísindalegri aðferð á hin- um húmanistísku sviðum lœknisfrœðinnar. Þá fyrst mun hin ósanna aðgreining vísinda og húma- nisma í lœknisfrœði liða undir lok. “ Þannig eru kröfur um vísindalega nálgun lækn- isfræðinnar víðtækar og óumflýjanlegar. Og þær ná ekki aðeins til lífvísinda þar sem þekkingin eykst með ógnarhraða , heldur einnig til heil- brigðiskerfisins, skipulags og framkvæmdar heil- brigðisþjónustu og jafnvel til hinna mannlegu samskipta milli sjúklings op læknis, sem eru kjami heilbrigðisþjónustunnar. Á öllum þessum sviðum er rannsókna þörf og kennslu á þessum sviðum má ekki slíta úr samhengi við rannsóknirnar, þekkingarleitina sjálfa.

x

Læknablaðið : fylgirit

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknablaðið : fylgirit
https://timarit.is/publication/991

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.