Læknablaðið : fylgirit - 01.12.1994, Side 35

Læknablaðið : fylgirit - 01.12.1994, Side 35
LÆKNABLAÐIÐ 1994; 80 35 Kristín Sigurðardóttir Lækningar, vinna og lífsstíll Einhverra hluta vegna, er ég stödd hér í dag til a •flytja ræ^u um efni sem engin leið er að gera skil á 10 mínútum. Þess vegna ætla ég að rifja upp stundina þegar ég var beðin um að spjalla um þessi atriði. ■ ,?ann fla® var e8 vakthafandi aðstoðarlæknir á > jadeild Borgarspítalans. Deildarvinnan var ° íáruð, hinn aðstoðarlæknirinn á deildinni far- >nn heim eftir vakt og ég á vaktinni. Símhringing- ai utan úr bæ, einhver að biðja um lækni heim út a sæimdum í hálsi og ég á leið niður á slysadeild ! a° fletta upp í eiturefnatölvunni á: chrysan- lemammonocaboxylic acid pyrethrolone ester sem fimm ára stúlka hafði tekið með morgun- niatnum. Maðurinn sem var að ganga inn með a 'verkinn varð að bíða, konan með krampann f^ i n fá Stesolid og brjóstverkurinn var g svo kom enn eitt „píp“. Það reyndist vera I ^annes<áóttir að spyrja hvort ég væri til í að ta a ræðu eftir sex mánuði, ég varð svo fegin að Pa var ekki sjúklingur að ég sagði bara já. aina stóð ég mig að því, í öllu annríki vaktar- nnai að vera fegin að það væri ekki enn einn f I,n®ur ,a leiðinni. Stundum hefur maður það e m ega á tilfinningunni að vera í færibanda- innu og að ekki sé unnt að afgreiða sjúklinginn b övf2'’3 flyrst er fá söguna, og á meðan er e • í hljóði um að sjúklingurinn sé að eðlisfari U j, °§ gagnorður og hafi að auki engin félagsleg andamá1 sem myndu stöðva færibandið. Síðan r að skoða, meta, greina, ákveða og fram- Lvæma, og svo er það næsti. Stundum verður hraðinn svo mikill að varla s timi til að tala við sjúklinginn, en það er nn sem læknisstarfið snýst um. í>að er einmitt h.f!nn ^iÞátturinn sem gefur starfinu gildi, og _ hhð má aldrei gleyma þó svo að erillinn í ™isstarfinu geti verið geysimikill. viö nn^ m*^^vægur þáttur er sú kunnátta sem yer um að afla og tileinka okkur til að geta liðsinnt sjúklingum okkar sem best. Við kynn- umst heillandi heimi vísindanna og þvflík forrétt- indi eru það að fá nasasjón af því hvflíkt meistara- virki mannslíkaminn í raun er. Að vísu vekja þessi óendanlega flóknu ferli í mannslíkamanum og allir þeir sjúkdómar sem við kynnumst spurningar um, hvort hraust fólk sé raunverulega til. Hefur það aldrei hent ykkur að ganga Austurstræti og undrast yfir því hvað allir eru sællegir, eða fara í leikhús og sjá allt þetta fólk og finnast það skrítið að það lítur út eins og sjúk- lingarnir en er bara hresst? Þetta er líkt og á fósturfræðikúrsinum á fyrsta ári í deildinni, þar sem við lærðum að það væri nánast ómögulegt að geta barn. Enda held ég að flest afkvæmin hafi fæðst á öðru ári. Læknisfræðin er ævilangur skóli og virðist að því meira sem við lærum því minna kunnum við. Það kom á óvart hvað menn kunna í raun og veru lítið eftir háskólanámið, þar virtumst við fyrst og fremst læra stafrófið, en það er fyrst eftir útskrift, sem við lærum að lesa. Skilningur okkar á við- fangsefnum læknisfræðinnar er eflaust sambæri- Iegur við efsta hlutann af ísjakanum sem rétt stendur upp úr. Því er það ekki einleikið hvað virðist einkenna marga úr okkar stétt að geta tjáð sig um allt milli himins og jarðar, verða aldrei svarafátt, hafa alltaf réttustu skoðanirnar og vita alltaf aðeins betur. Eina stéttin sem kemst í hálfkvist við okkur, hvað þetta varðar, eru vel- vakandi húsmæður í vesturbænum. Ég held að flestir sem fara í læknisfræði geri sér háleitar hugmyndir um starfið og útskrifast með tilhlökkun um að takast á við geysispennandi starf. En raunveruleiki aðstoðarlæknisins er oft annar. Fyrstu árin eftir útskrift gerum við margt annað en að stunda læknisfræði, hluti sem ekki þarf 20 ára skólagöngu til að sinna. Sérstaklega er þetta svekkjandi þegar ekki gefst tími til nægra sam- skipta við sjúklingana eða aðstandendur þeirra og

x

Læknablaðið : fylgirit

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið : fylgirit
https://timarit.is/publication/991

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.