Læknablaðið : fylgirit


Læknablaðið : fylgirit - 01.12.1994, Qupperneq 36

Læknablaðið : fylgirit - 01.12.1994, Qupperneq 36
36 LÆKNABLAÐIÐ 1994; 80 þegar við missum af spennandi aðgerðum eða tækifærum til að kynna okkur fræðin nánar. Suma dagana finnst mér raunverulegt læknis- fræðilegt framlag mitt vera í mesta lagi um 5% af vinnu minni, en helsta framlag mitt til mannkyns- ins vera að leggja mitt að mörkum til eyðingar regnskóganna. Ég nota meiri pappír í beiðna- skriftir á viku en fóru í glósurnar mínar allt sjötta árið. Pó hefur orðið ákveðin þróun í vinnu aðstoðar- lækna á þessari öld. Þegar læknir „ordinerar" krossprófi þá er „pípt“ á okkur aðstoðarlæknana, hvar sem við erum stödd í húsinu, til að koma og kvitta á beiðnina eða draga blóðið, en í tíð föður míns var það svo að aðstoðarlæknarnir fóru sjálfir í Blóðbankann til að sækja blóðið, og í tíð afa míns, þurftu þeir jafnvel sjálfir að gefa blóðið. Flestallir aðstoðarlæknar kannast við að hafa horft með tárin í augunum á eftir sérfræðingnum þegar hann gengur burt með læknanemana og leiðir þá í allan sannleika um ástand og fræðin í kringum sjúkdóm þess sjúklings, sem við sitjum sveitt eftir að skrifa beiðnir fyrir. Eitt er alveg einkennandi fyrir okkar stétt. Við kunnurn og getum gert flesta hluti án þess að hafa endilega lært eða fengið tilsögn í þeim. Til saman- burðar má geta þess að hjúkrunarfræðingar fá sex vikna aðlögun þegar þeir byrja á nýrri deild, en við erum jafnvel sett á vakt fyrsta daginn sem við komum í vinnuna. Það er nánast spaugilegt, að ef vön hjúkka gefst upp við að setja þvaglegg hjá sjúklingi þá pípir hún auðvitað í kandídatinn og þannig reynir hann jafnvel að setja upp legg í fyrsta sinn. Fyrsta öxlin sem ég sá sprautað í var öxlin sem ég sprautaði í, og flestir læknar geta sagt sambærilegar sögur af sjálfum sér. Aldrei var minnst á The Dumping Syndrome (T.D.S.) í læknadeild. En ég í minni barnslegu einfeldni hélt, að spítalar vildu fá til sín sjúklinga og reyna læknaþá. Flins vegargengurT.D.S. útá það að losa sig við sjúklinginn, fyrst reynt að koma honum yfir á annað sjúkrahús en ef það tekst ekki, þá bara yfir á aðra deild. Eykst þetta í réttu hlutfalli við fækkun rúma og sjúkrahúsa. Þegar ekki er unnt að beita T.D.S. og sjúkling- urinn leggst inn, þá er bara að útskrifa hann sem fyrst, en það heitir á fínu máli að stytta legutíma. Sá hugsunarháttur ríkir á sjúkrahúsunum að ef einhver verkefni falla til, sem enginn vill fram- kvæma, þá sé tilvalið að láta kandídatinn vinna þau. Það er hvort sem er alltaf einhver aðstoðar- læknir á vakt í húsinu. Má nefna, að þær blóðpruf- ur sem meinatæknar neita að taka tökum við. Póst sem þarf að sækja og flokka um miðja nótt, er tilvalið að láta „primerinn'1 gera. Yfirleitt er hlé milli klukkan fjögur og fimm á morgnana sem heppilegt er til að dunda sér við þetta. Svo eru það sólarhringsvaktirnar. Það er alveg einstakt fyrir okkar stétt að hún þarf ekkert að sofa og varla að borða, en getur unnið endalaust. í landslögum stendur að vinnutíma skuli haga þannig að á hverjum sólarhring fái starfsmenn að minnsta kosti 10 klukkustunda samfellda hvfld. Við erum nátturulega ekkert venjulegt fólk, þannig að við þurfum ekkert að fara eftir lögun- um. Felst ekki í því svolítið misræmi, að þó svo við myndum fyrst samþykkja vökulögin fyrir aðra, þá telst það enn í dag lífsnauðsynlegt fyrir grundvall- armenntun læknis að vinna samfleytt, að minnsta kosti 26 klukkustundir, því annars muni hann aldrei læra neitt. Mér er hugsað til þess að á eina slíka vakt hafði ég mætt hress og þokkalega útlítandi í vinnunna klukkan átta að morgni. Næsta morgun um klukkan fimm varð mér það á að líta í spegilinn í lyftunni. Læddist þá að mér sú hugsun að fyrst ég liti svona hræðilega illa út að utan, hvernig væri ég þá eiginlega orðin að innan. Það er nefnilega spurning hvað við hugsum skynsamlega eftir 20- 25 klukkustunda vinnudag. Svo eru það morgunfundirnir. I því sambandi ætla ég að vitna í grein í Chest frá ágúst 1985 (það er nefnilega svo fínt að hafa reference.) Greinin heitir, How to Survive a Case Presentation, og ætlaégaðvitna,áfrummáli,ítöflul. — Quibble’s Classification of Case Presentors, tilvitnun hefst með leyfi fundarstjóra: „ The Medical student: Presents too much information, only half of which is relevant, and does not know what any ofit means. The Intern: Obtains most ofthe information, and probably knows what most of it means, but falls asleep presenting it. The Resident: Presents all ofthe information and knows what most of it means, but prefers argwing about the night call schedule. The Chlinical Professor: Could obtain all ofthe information ifhe wanted to, butprefers to have others do itfor him. Yes, he knows what all ofit means too. “ Læknisstarfið er heillandi og auðvelt er að gleyma sér í vinnunni. Hins vegar má ekki van- rækja hina hliðina í lífinu, það er eigin heilsu, fjölskyldu og vini og jafnvel önnur áhugamál en
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76

x

Læknablaðið : fylgirit

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið : fylgirit
https://timarit.is/publication/991

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.