Læknablaðið : fylgirit - 01.12.1994, Side 45

Læknablaðið : fylgirit - 01.12.1994, Side 45
LÆKNABLAÐIÐ 1994; 80 45 þjóðfélagi sem á sér félagsmiðil. Flestar heilbrigð- ísstéttir eða aðrar stéttir háskólamenntaðra rnanna eiga til dæmis sína félagsmiðla. Það kemur hins vegar á daginn að þrátt fyrir allt eru félags- störf lækna og félagsleg tjáning lækna um margt miklu ríkari heldur en annarra og því er útgáfa Læknablaðsins langt umfram útgáfu félags-, fræðslu- og vísindamiðla annarra samtaka í land- inu. Þar erum við í fararbroddi og langt á undan. Þá er það einnig svo að læknasamtök í nágranna- löndum okkar eða þar sem við miðum okkur við hvort heldur er á Norðurlöndunum, í Bretlandi, Bandaríkjunum, Kanada eða öðrum löndum, gefa einnig út rit sín sjálf með beinum eða óbein- um hætti og sameina flest fremur en að aðskilja í einu blaði en með tíðari útgáfu jafnt félags- og fiæðslumiðils. í öllum þessum löndum þykir þessi útgáfa svo sjálfsögð að hún er sennilega ekki til sérstakrar umræðu á málþingum og það þykir jafn sjálfgefið að læknafélögin sjálf ábyrgist að þessi útkoma fái staðist og þá meðal annars með því að kosta hana af skattheimtu hjá læknum það er að segja með félagsgjöldum. Það er alveg Ijóst að útgáfa félagsblaðs af óviðkomandi aðila sem yggir á markaðslögmáli einu saman væri tvísýnt uppátæki og gæti veikt samtökin alvarlega ef origðist. f>á er einnig af og frá að treysta því að uðiir miðlar — hinir almennu fjölmiðlar — geti með nokkrum hætti annað því upplýsinga- og skoðanaskiptahlutverki sem félagsmiðli erætlað. Hvert er þá hlutverk félagsmiðils annað en það aö vera óhjákvæmilega um leið einnig ásýnd sam- taka sem eru styrk og virk? Hann er vettvangur yi ir skoðanir lækna og fyrir skoðanaskipti þeirra. blík umræða er oftast nauðsynlegur undanfari far- sællar niðurstöðu og umræðan er eðli málsins samkvæmt um þau efni sem lækna varða bæði inn a við og út á við. Verði umræða ekki með þessum tætti eru alltaf líkur á því að ákvarðanir verði t' viljanakenndari en ella og þjóni tímabundnum einstaklingshagsmunum innan stéttarinnar frem- ui heldur en heildarhagsmunum. Hin augljósu umræðuefni hljóta að vera skipulag heilbrigðis- mála, félags- og menntamál jafnframt siðfræði- umfjöllun auk aðskildrar kjaramálaumræðu, en Jör eru auðvitað ekki launin ein saman. Ótalin e'u Þa innri skipulagsmál. Hitt meginhlutverk félagsmiðils er upplýsinga- staif. Nauðsynlegt er að allir læknar hafi sem estar upplýsingar hverju sinni um það sem fram ei í félagsstarfinu. Koma þarf á framfæri greinar- tCiðum frá hinum einstöku nefndum læknasam- Lmarma, kjaranefndum, fræðslunefnd, siðfræði- ia i, siðanefnd, orlofsnefnd, útgáfustjórn svo og 'a íinum einstöku sjóðsstjórnum. Þetta verður Sverrir Bergmann ávarpar gesti á hátíðarfundin- um i Borgarleikhúsinu. með engum hætti betur gert heldur en með félags- miðli. Ekki þarf aðeins að koma þessum upplýs- ingum áleiðis heldur þyrfti sömuleiðis meira að komast inn í félagsmiðil um starfsemi stjórna fé- laganna og þar með um afgreiðslu á þeirn fjöl- mörgu málum sem stjórnirnar fjalla um hverju sinni. Hið sama á við hvað varðar greinargerðir um alþjóða samskipti og alþjóðasamþykktir sem við erum aðilar að. Þá hljóta einnig hverju sinni að þurfa koma fram í félagsmiðli ýmsar félags-, almennt þjóðfélagslegar- og heilbrigðismálalegar staðreyndir. Þá þjónar félagsmiðill auðvitað einn- ig þeim tilgangi að þar séu auglýstar stöður, styrk- ir, þing, ráðstefnur og svo framvegis. Læknasamtökin eru svo öflug og svo mikilsverð á innlendum sem erlendum vettvangi að þau geta einfaldlega ekki án félagsmiðils verið. Líklegt er að hlutverk hans fari vaxandi og hann eflist og þörf verði á tíðari útkomu heldur en nú er. Mikil- vægt er að hvetja lækna til þess að láta skoðanir sínar heyrast og vissulega mætti haga útgáfunni meira í viðtalsformi við lækna heldur en nú er um margvísleg málefni meðal annars stjórnanna og einstakra nefnda. Vonandi verður því áfram útgáfa á líflegum félagsmiðli, málgagni lækna til þess að styrkja enn frekar samtök okkar og gera sem flesta og helst alla lækna meðvitandi um það sem fram fer hverju sinni og gefa þeim um leið tækifæri til þess að hafa sem mest áhrif áfram á þessum vettvangi jafnt sem öðrum innan samtakanna.

x

Læknablaðið : fylgirit

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið : fylgirit
https://timarit.is/publication/991

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.