Læknablaðið : fylgirit - 01.12.1994, Page 47

Læknablaðið : fylgirit - 01.12.1994, Page 47
LÆKNABLAÐIÐ 1994; 80 47 Jóhann Heiðar Jóhannsson Læknablaðið sem vísindarit Erindi á umræðufundi Læknablaðsins og Námskeiðs- og fræðslunefndar læknafélaganna um útgáfumál, föstu- daginn 17. sept. 1993 á Hótel Loftleiðum í tilefni af 75 ára afmæli Læknafélags ís- lands. Fyrst af öllu vil ég óska Læknafélagi Islands, stjórn þess og aðildarfélögum öllum til hamingju með 75 ára afmælið. Þá vil ég bera fram þakkir til ritstjórnar Læknablaðsins og Námskeiðs- og fræðslunefndar læknafélaganna fyrir það að efna til þessa fundar um útgáfumál og einnig persónu- legar þakkir fyrir það traust sem mér er sýnt með því að fela mér framsögu á fundinum. Reyndar fór það svo, eftir að undirbúningur erindisins hófst, að mér fannst ég hlyti að vera í hlutverki litla, gula sakleysingjans sem alltaf sagði; „Það vil ég!“ eftir að allir hinir höfðu sagt: „Ekki ég, ekki ég!“ Inngangur Mér var falið að fjalla um Læknablaðið sem visindarit. Fyrstu viðbrögð nefndarmanns úr Orðanefnd læknafélaganna eru þau að gera til- faun til að skilgreina orðin og afmarka hugtökin, sem felast í titli erindisins. Um fyrsta orðið má se&ja þetta: Læknablaðið er tímarit, sem gefið hefur verið ut af íslensku læknafélögunum reglubundið síðan 1 janúar 1915. Heiti blaðsins er gagnsætt, að því leyti að það ber með sér fyrir hverja eða hverra það er, en ákveðni greinirinn virðist gefa í skyn að þetta blað sé hið eina á íslandi, sem ætlað er lasknum. Um síðasta orðið í titlinum má svo segja þetta: Fleirtöluorðið vísindi merkir, í víðum skilningi, íræði eða fræðigrein (t.d. læknavísindin) og nær því gjarnan yfir hvers kyns umfjöllun um við- fangsefni ákveðinnar fræðigreinar. Orðið vísindi, í þrengri skilningi, er eingöngu notað um: athugunanir eða rannsóknir, svo- nefndar vísindarannsóknir, sem gerðar eru með hinni „vísindalegu aðferð". það er að segja á sér- staklega kerfisbundinn og óhlutdrægan hátt til að sannprófa fræðilegar tilgátur og til að afla nýrrar þekkingar í fræðigrein. Titilinn „Læknablaðið sem vísindarit" má því túlka á tvo vegu, annars vegar gæti verið átt við: „Læknablaðið sem almennt fræðirit í læknis- fræði“, en hins vegar gæti einnig verið átt við „Læknablaðið sem vísindalegt rannsóknarit í læknisfræði". Það skiptir nokkru máli fyrir þá, sem ætla að skiptast á skoðunum um ágæti eða ókosti Læknablaðsins, að gera sér grein fyrir þess- um merkingarmun þegar orðið „vísindi" er not- að. Hafi titillinn verið hugsaður sem spurning, þá er óhætt að svara spurningunni játandi þegar í stað. Læknablaðið er vísindarit!, hvor merkingin sem notuð er. En látum ekki þar við sitja, spyrjum að bragði: „Hvers konar vísindarit er Læknablað- ið?“ og „Hvers konar vísindarit á það að vera?“ Brot úr sögu Læknablaðsins Læknablaðið kom fyrst út í janúar árið 1915 og var þá gefið út af Læknafélagi Reykjavíkur, sem orðið var sex ára gamalt. Fyrsta íslenska lækna- blaðið var þó nokkru eldra. Guðmundur Hannes- son, þá læknir á Akureyri, síðar prófessor, hand- skrifaði og fjölritaði, árin 1901-1904, blað fyrir lækna á Norðurlandi, sem hann nefndi „Lækna- blaðið“. Hann er sagður hafa hætt útgáfunni vegna áhugaleysis annarra lækna (1). Síðan liðu 10 ár án blaðs, en ekki endilega án áhuga. Stofnun læknablaðs var rædd á félagsfundum í Læknafélagi Reykjavíkur árið 1914, væntanlega mest að undirlagi Guðmundar Hannessonar. Bréfleg skoðanakönnun meðal lækna fór fram í desember 1914 og leiddi hún í ljós að flestir voru þeir samþykkir útgáfu læknablaðs og þeirri skuld- bindingu að skrifa í blaðið fréttir af heilsufari í

x

Læknablaðið : fylgirit

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknablaðið : fylgirit
https://timarit.is/publication/991

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.