Læknablaðið : fylgirit - 01.12.1994, Side 50

Læknablaðið : fylgirit - 01.12.1994, Side 50
50 LÆKNABLAÐIÐ 1994; 80 fræðilegum rannsóknum. Þannigskrifaði prófess- orinn í skurðlækningum fyrir aðeins tveimur ár- um: „Ætli íslenskir skurðlœknar að láta taka mark á sér, verða þeir að byrja að huga að rannsóknum. Slíkt leiðir til meiri áhuga á kennslu, meiri þekk- ingar á árangri meðferðar, og skapar á allan hátt betra andrúmsloft (5) Um fræðin, vísindin og Læknablaðið vil ég sjálfur segja þetta: Við getum rannsakað sjúk- linga með tvö markmið í huga, annars vegar er verið að greina sjúkdóma og vandamál tiltekins sjúklings, til þess að hann fái þá bestu meðferð sem við eigum völ á, hins vegar er verið að afla fræðilegrar vitneskju um sjúkdóma eða tiltekin vandamál, til þess að aðrir (sjúklingar, læknar) njóti þeirrar vitneskju sem með rannsóknunum fæst. Fyrra markmiðið tilheyrir þjónustulæknis- fræði en það síðara vísindalæknisfræði. Ég trúi því að hvorugt geti án hins verið, þjónustan við hina sjúku og iðkun vísindanna. Þess vegna eigum við læknar, hvert sem starfssviðið er, stöðugt að leit- ast við að ástunda hvort tveggja og það á þetta málgagn okkar, Læknablaðið, einmitt að endur- spegla (sjá mynd 5). Efni Læknablaðsins 1992 Til að fylgja þessari hugsun eftir og til þess að kanna hvort Læknablaðið endurspeglaði störf ís- lenskra lækna á þessum tveimur sviðum þjónustu og vísinda, skoðaði ég sérstaklega fræðigreinar, sem birtar voru í blaðinu árið 1992 (tafla II). Af 53 slíkum greinum fjölluðu 39 (74%) um vísinda- rannsóknir, en 12 (23%) um sjúkratilfelli eða hagnýtar kynningar. Af þessu verður að draga þá ályktun að Læknablaðið sé nú fyrst og fremst vísindalegt rannsóknarit en síður almennt fræðirit í læknisfræði. Til gamans var einnig kannað hvert væri hlut- fall svonefndra framskyggnra og afturskyggnra rannsókna og kom þá í ljós að Læknablaðið er í mun meira mæli vettvangur birtingar aftur- skyggnra rannsókna (retrospective studies). í þremur tilvikum var aðferðum svo óljóst lýst að mjög erfitt var að ákvarða hvorrar tegundar rann- sóknin hefði verið. „Uppgjör" voru þær rann- sóknir kallaðar, sem gáfu almennt yfirlit um efni- viðinn, en „kannanir" þær, sem virtust beinast að því að leita svara við tilgreindum spurningum. Þannig má sjá að vísindaleg ritverk í Læknablað- inu eru fyrst og fremst byggð á afturskyggnum yfirlitsrannsóknum. Hvort Læknablaðið endurspeglar réttilega vís- indarannsóknir íslenskra lækna verður ekki full- yrt hér, þar sem ritverk íslenskra lækna í erlend- Fjöldi Mynd 5. Ár Hundraðshlutföll fræðilegs efnis i Læknablaðinu tíunda hvert ár 1922-1992. Tafla II. „Tegundir" fræðigreina íLœknablaðinu 1992. Fjöldi greina Afturskyggnar rannsóknir 28 Uppgjör 26 Könnun 2 Framskyggnar rannsóknir 11 Könnun 9 Uppgjör 2 Kynningar 6 Tilfelli 6 Söguleg grein 1 Fræðileg hugleiðing 1 Samtals 53 Tafla III. Huglœgt mat á því fyrir hverja frœði- greinar íLœknablaðinu 1992 hefðu verið skrifaðar Fjöldi greina (%) Höfundana 30 (57) Lækna almennt 4 ( 8) Sérhópa lækna 10 (19) Aðra heilsugæsluaðila 9 (17) Samtals 53 um fræðiritum voru ekki könnuð. Hitt virðist þó ljóst að Læknablaðið endurspeglar ekki réttilega störf íslenskra lækna í þjónustulæknisfræði, því að ósennilegt er að 74% af starfstíma þeirra séu á sviði vísindarannsókna. Það fór ekki hjá því, meðan framangreindar

x

Læknablaðið : fylgirit

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið : fylgirit
https://timarit.is/publication/991

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.