Læknablaðið : fylgirit - 01.12.1994, Side 51

Læknablaðið : fylgirit - 01.12.1994, Side 51
LÆKNABLAÐIÐ 1994; 80 51 kannanir fóru fram. að á huga minn leitaði spurn- mgin: Fyrir hverja eru greinarnar skrifaðar? Greip ég þá til þess ráðs að kanna aftur greinar arsins 1992 með þá spurningu í huga. Niðurstaðan sést í töflu III. Rétt er að benda á að matið er huglægt og hugsanlega bjagað af mínum eigin áhugasviðum, þó af fullri einlægni hafi það verið unnið. Ekki skal gert lítið úr því að íslenskir læknar hafi þörf fyrir að koma fræðilegum ritverkum sín- um og rannsóknaskýrslum á framfæri. Lækna- blaðið á einmitt að vera vettvangur íslenskra lækna. Séu gæðakröfur í heiðri hafðar þarf ekki að hafa áhyggjur af því að stöðugt sé verið að birta léttvægt efni, sem ekki fáist birt annars staðar. Hins má þó spyrja: Hverjum er ætlað að lesa greinarnar í Læknablaðinu? og; hverjir lesa þær? Hlutverk læknablaðsins, fræðilegt — félagslegt I upphafi var því slegið föstu að Læknablaðið hefði bæði fræðilegu og félagslegu hlutverki að gegna. Það hefur síðan margoft verið ítrekað, til dæmis á árunum eftir 1972 með þeirri ráðstöfun að hafa ritstjóra blaðsins tvo, annan tii að sjá um fræðilega efnið og hinn til að sjá um það félagslega (6). Síðufjöldi sá, sem lagður var undir félagslegt efni á þessum tíma (myndir 2 og 4), bendir til þess að síðarnefnda hlutverkinu hafi verið sinnt af fullri alvöru. Árið 1983 var þessurn tveimur aðal- hlutverkum Læknablaðsins svo skipt, þegar Fréttabréf lækna kom út í fyrsta sinn, en þar skyldi hinu félagslega hlutverki sinnt og hið gamla og hefðbundna Læknablað að mestu helgað fræð- unum. Virðist það hafa gengið eftir. Fræðilegt hlutverk Læknablaðsins felst meðal annars í því að birta og varðveita séríslenskt efni, það er að segja upplýsingar um útbreiðslu og hegðun sjúkdóma á íslandi og rannsóknaniður- stöður tengdar þeirn. Þetta sjónarmið er greini- *ega í heiðri haft hjá ritstjórn Læknablaðsins. „Sérhverjum höfundi er frjálst að velja birting- arstaðfyrir eigin skrif. Eigi efni erindi á alþjóðleg- an markað er sjálfsagt að reyna að koma þvíþang- cð. Hlutverk Lœknablaðsins er hins vegar að birta séríslenskt efni. “ (7) Ekki er síður nauðsynlegt að gerð sé grein fyrir arangri íslenskra lækna á sviði þjónustulæknis- fræði. Siðareglur lækna banna að vísu að þeir auglýsi þjónustu sína, en það bann ætti hvorki að utiloka óhlutdrægar frásagnir af árangri þeirrar meðferðar, sem beitt er á hverjum tíma, né hreinskilnar umræður um kosti og galla mismun- andi meðferðarmöguleika. „Skurðlceknum, eins og öðrum lœknum, ber skylda tilþess að gera greinfyrir árangri lœknisað- gerða sinna ... Einnig er bráðnauðsynlegt að upplýsa aðra lœkna um árangur og á hvaða deild- um honum sé náð. Heilbrigð og fagleg samkeppni kemur sjúklingum örugglega til góða. “ (5) í þriðja lagi felst fræðilegt hlutverk Lækna- blaðsins í því að vera vettvangur þess, sem ís- lenskir læknar vilja láta frá sér fara um fræðistörf sín eða vísindarannsóknir, og vettvangur þjálfun- ar í birtingu fræðigreina. Ég hef leyft mér að kalla þetta hlutverk Læknablaðsins það að vera „æf- ingavöllur landsliðsins", en landsliðsmennirnir eru þeir, sem fara til keppni á erlendri grundu. Einnig þetta er þegar í heiðri haft hjá ritstjórn. „í annan stað liafa lœknar getað nýtt Lœkna- blaðið til að öðlast þjálfun í ritun greina. Það er ekki síst að þakka aukinni vinnu ritstjórnar við gagnrýni og leiðbeiningar til höfunda. Okkur hef- ur tekist að koma á virku kerfi ritdómara og fyrir bragðið geta höfundar tamið sér vinnubrögð sem gerirþá gjaldgenga á alþjóðlegum vettvangi. “ (7). í fjórða lagi getur Læknablaðið verið formlegur vettvangur skoðanaskipta um íslenska læknis- fræði og lækningar. Fræðileg skoðanaskipti eru reyndar sjaldgæf í Læknablaðinu, en þau mætti efla, til dæmis með því að gefa kost á birtingu lesendabréfa eins og gert er í mörgum erlendum ritum. Svo virðist sem Fréttabréf lækna hafi að nokkru leyti tekið við þessu hlutverki (9), ef til vill vegna þess hve langan tíma það tekur að fá efni birt í hinu hefðbundna blaði. í fimmta lagi gæti Læknablaðið verið vettvang- ur fræðilegrar upprifjunar og hagnýtrar fræðslu með því að birta reglulega yfirlitsgreinar um sjúk- dóma, sjúkdómsgreiningar og lækningar. Ein nið- urstaðan úr könnun minni á efni Læknablaðsins 1992 (tafla II) var sú að slíkar yfirlitsgreinar skorti. Ljóst er þó að ritstjórninni er mikill vandi á höndunt vegna fjölda sérsviða og sérgreina. Ástæða er til að benda aftur á nokkra efnisflokka sem tíðkuðust í fyrstu árgöngum blaðsins, til dæmis flokkinn „Ur útlendum bókum og blöð- um“ og flokkinn „Smágreinar og athugasemdir.“ Hvert á þá efni Læknablaðsins að vera? Æskilegt er að Læknablaðið geti sinnt þörfum sem flestra íslenskra lækna, en það er greinilega enginn leikur. Samkvæmt Læknaskrá Landlæknis (8) eru sérgreinar og undirsérgreinar íslenskra lækna nú um 80 talsins. Sérgreinar með 10 lækn- um eða fleiri eru taldar 23. Mannflesta sérgreinin er heimilislækningar, en þar eru sérfræðingar 110.

x

Læknablaðið : fylgirit

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið : fylgirit
https://timarit.is/publication/991

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.