Læknablaðið : fylgirit - 01.12.1994, Qupperneq 57
LÆKNABLAÐIÐ 1994; 80
57
segja: „En læknir. það getur varla verið, að mér
þurfi að líða svona illa.“ Menn vænta þess nú, að
læknar geti fjarlægt öll einkenni og að hægt sé að
leysa tilvistarvanda og aðrar gátur, sem ekki falla
innan marka læknisfræðinnar. Greininguna á að
gera með nútímatækni og vandann á að leysa með
lyfjum. Ef menn misskilja skilgreiningu Heil-
brigðisstofnunar þjóðanna á heilbrigði og heim-
færa hana gagnrýnilaust á einstaklinga, verður
ávallt úrræðabrestur í heilbrigðisþjónustunni (sjá
bls. ).
Lífsstfll, erfðafræði og umhverfi
Nú á tímum þegar allt snýst um lífsstíl og erfða-
fræði, eigum við til með að gleyma, að sjúkdómur
er fyrst og fremst samspil einstakra lífvera og
umhverfis þeirra. Maðurinn er sífellt að breyta
umhverfi sínu og þess vegna munu stöðugt koma
fram nýir sjúkdómar. Eyðni er að sjálfsögðu ekki
síðasta áfallið, sem mannkynið fær í þessum efn-
um. Okkur ber að berjast gegn sjúkdómum, en
það er sama hver fjáfestingin er: Okkur tekst
aldrei að útrýma sjúkdómunum.
Við eigum líka í erfiðleikum með að sætta okk-
ur við þá staðreynd, að öll eigum við að deyja og
það er mikilvægara að eiga gott líf en mjög langt
líf. Nútíma læknisfræði er oft svo fyrir að þakka,
að við getum sagt um mannveru sem okkur þótti
vænt um: Hann eða hún átti gott líf nema síðustu
árin. sem voru býsna erfið. Við erum nú orðið
betur meðvita þessa en áður, en við verðum að
venja okkur af því að líta á hvert andlát, sem tákn
um læknisfræðilegan ósigur.
I vestrænni menningu felst staðleysuhorf við
sjúkdómi, við dauða og við tiltökum læknavísind-
anna og þau horf eru meðal þeirra þátta, sem
koma í veg fyrir raunsýna umræðu um forgangs-
röðun.
Að sjálfsögðu væri hægt að ræða miklu fleiri
hliðar þessa máls, en tíminn leyfir það ekki. Ég vil
aðeins segja, að ég held, að á ýmsum sviðum
gætum við, með hagsýni og viðhorfsbreytingum,
minnkað misgengi milli þeirra úrræða sem við
ráðum yfir og þarfa fólksins fyrir heilbrigðisþjón-
ustu, en ég held að það sé of mikil bjartsýni að
®tla, að við komumst nokkru sinni af án forgangs-
röðunar.
Réttlát útdeiling?
Þá er komið að næstu spurningu: Ber okkur að
stefna að réttlátri útdeilingu takmarkaðra úr-
ræða?
Svarið við þessari spurningu liggur á engan hátt
> augum uppi. Úrræði eru víða mjög takmörkuð
°g í fjölmörgum löndum dettur mönnum ekki í
hug að tryggja neitt það, sem minnt gæti á réttlæti.
Eigi maður peninga, fær maður góða meðhöndl-
un. Ef ekki þá er það bara svona — „just too
bad“. Við þekkjum vel aðstæðurnar í Bandaríkj-
unum — ríkasta landi heims, þar sem margir fá
ekki nauðsynlega hjálp.
Það er heldur ekki sjálfgefið á sumum Norður-
landanna, að fullt réttlæti eigi að ríkja. Ég hefi á
starfsferli mínum kynnst spítalalæknum, sem
stjórnuðu deildum með langa biðlista og þeir
töldu það afar eðlilegt, að einkasjúklingar þeirra
gengju fyrir öðrum. Ég hefi einnig kynnst yfir-
læknum, sem létu yngstu læknana á deildinni sjá
um göngudeildirnar, meðan þeir stunduðu einka-
praksís síðdegis.
Meðal fólksins er óskin um réttlæti heldur ekki
einráð. í Danmörku hafa risið litlir einkaspítalar
og ef til vill verða þeir fleiri. Þeir eru tákn þess, að
sumu fólki finnst, að sé buddan í lagi, eigi það rétt
á að kaupa betri meðferð en hinir.
Ég reyni von bráðar að skilgreina, hvað ég á við
með réttlæti, en ég get strax látið þess getið, að
réttlæti hefir samheldni að forsendu og hún er alls
ekki einróma. En á því gátum við nú heldur ekki
átt von.
Fyrir því mætti svo færa rök, að við verðum að
vera reyndarhyggjusinnar og aðeins leitast við að
halda uppi réttlæti að vissu marki!
En hér verðum við að gæta okkar.
Astandið í Stóra-Bretlandi skýtur mönnum
skelk í bringu. Ekki er vafi á, að 1948 heppnaðist
að byggja upp virka heilbrigðisþjónustu fyrir alla
landsmenn, þar sem réttlæti sat í fyrirrúmi.
En hvernig fór?
Smátt og smátt hefir hlutur einkareksturs auk-
ist og ástandið innan hinnar opinberu heilbrigðis-
þjónustu hefir stöðugt versnað. Á einn eða annan
hátt hafa Bretar lent í vítahring. Ég hefi heyrt þá
sennilegu skýringu, að verulega hafi farið að halla
undan fæti, þegar þeim sem báru ábyrgðina, og
það á fyrst og fremst við um stjórnmálamennina,
fannst að þeir væru ekkert upp á þessa þjónustu
komnir. Þeir vissu, að yrðu þeir eða þeirra nán-
ustu sjúkir, þá áttu þeir víst pláss á einkasjúkra-
húsi. Við náum aldrei fullu réttlæti, en ég held að
það sé mikilvægt, að þeir, sem stjórna þjóðfélag-
inu, stjórnmálamennirnir, forystumenn hags-
munafélaga og svo framvegis, séu þess meðvita,
að þeir séu háðir hinu opinbera heilbrigðiskerfi.
Ella fer illa.
Við þurfum því að vera á verði, en við megum
heldur ekki vera allt of svartsýn. Ég trúi því, þrátt
fyrir allt, að á Norðurlöndunum sé almennt fylgi
við þá hugsýn, að sjúkt fólk eigi rétt á meðferð
hvað sem líður þykkt veskisins eða þjóðfélags-