Læknablaðið : fylgirit - 01.12.1994, Page 60

Læknablaðið : fylgirit - 01.12.1994, Page 60
60 LÆKNABLAÐIÐ 1994; 80 kvæmt þessari meginreglu komið á þrælahaldi á ný. A hinn bóginn finnst okkur flestum væntan- lega, að það væri ekki beinlínis réttlátt. Innan heilbrigðiskerfisins myndu heillareikn- ingar af þessu tagi hafa afleiðingar, sem flestum okkar munu þykja óréttlátar. Par myndu þeir leiða til misréttis gegn eldri borgurum, sem að öðru jöfnu eiga ekki svo mörg ár ólifuð. Heilbrigðiskerfið getur þess vegna til dæmis ekki kallað fram eins mörg lífsgæðastöðluð ár hjá eldri borgara og hjá unglingi. Þeir myndu einnig leiða til mismununar gagn- vart fötluðum, þar sem fötlun þeirra veldur því, að þeir geta ekki náð sömu aukningu lífsgæða og þeir sem ófatlaðir eru. Að síðustu myndu heillareikningar gera þeim lægra undir höfði, sem í dreifbýli búa, vegna þess að hver króna hlýtur að skapa meiri lukku í bæj- um heldur en í afdölum og á útnesjum, þar sem langt er til læknis eða á spítala. í þessu tilliti myndu heillareikningar leiða til forgangsröðunar, sem stríðir gegn meginreglunni um jafnrétti. Það fráleita við hugmyndina er einfaldlega, að menn eru að reyna að finna leiðir til þess að reikna út summu heilla, sem eru í besta falli dularfullt, óhlutstætt hugtak, sem engin leið er að henda reiður á. Önnur gild mótrök gegn lífsgæða- reikningum hafa verið sett fram, en ég vil aðeins minna á, að málið er ekki einfalt viðureignar. En eitt er víst, að siðfræðileg vandamál verða ekki leyst með vasareikni og jafnvel ekki í kerfistölvu. Á þessari stundu eða í framtíðinni? Vandamálin eru miklu djúpstæðari og ég verð hér að vekja athygli á úrlausnarefni, sem sjaldan er rætt. Hér á ég við það, að meginreglan um þarfir hefir tvö horf. I fyrsta lagi er það sem ég vil kalla stundarhorf- ið, sem tekur mið af því, hvað við eigum að gera hér og nú. Við höfum þá í huga allt sjúkt fólk í landinu og við tökum tillit til þess að við höfum tiltekin úrræði, ákveðna fjármuni, húsnæði, bún- að, mannafla og því um líkt. Við gerum okkur þá grein fyrir því, að úrræðin eru ekki nægjanleg og við ræðum það, hvernig megi skipta úrræðunum eins réttlátlega og kostur er. Við horfum á vanda- málið frá sjónarhorni hinnar sjúku mannveru. En til er annað sjónarhorn, sem ég ætla að kalla framtíðarhorfið. Nú hugsum við okkur hóp manna, sem við biðjum að svara spurningunni: Hvers krefst ég af heilbrigðisþjónustunni, til þess að ég geti fundið til öryggis um framtíðina fyrir mig og mína? Eg ætla ekki að bera þessi tvö horf saman í heimspekilegu tilliti, en ég vil aðeins nefna, að flestir heimspekingar hafa lagt sér til stundarhorf- ið. Þeir reyna að greina réttlætishugtakið, þegar menn hér og nú eiga að útdeila einhverjum gæð- um á réttlátan hátt. En til er þekktur heimspek- ingur, sem hefir tileinkað sér framtíðarhorfið, Bandaríkjamaðurinn John Rawls, en kenningar hans hafa fengið umfjöllun í bókinni Siðfræði og siðamál lækna (1). Dæmi í anda John Rawls John Rawls setur í meginatriðum fram þessa spurningu: Ef ég ætti ásamt öðrum að byggja upp nýtt samfélag, hvers myndi ég krefjast af því, þegar ég hefi í huga það samspil tilviljana, heppni og óhappa, sem einkennir líf okkar mannanna? Þetta horf hefir mikið vægi, þegar við ræðum heilbrigði og sjúkdóma. Ekkert okkar þekkir það sem í vændum er. Fæ ég bráðan, alvarlega kvilla á morgun? Þarf ég að þola langvinnan sjúkdóm, sem krefst stöðugrar meðferðar? Eignumst við barn með meðfætt mein, sem veldur því að það þarf samfellda sérmeðferð? Mun ég, þegar við eldumst, eiga maka, sem getur annast um mig, eða verð ég einn og yfir- gefinn? Heilbrigðiskerfinu ber ekki einasta að vera til taks, þegar meðhöndla skal sjúkdóm. Það á einn- ig að skapa öryggiskennd hjá heilbrigðu fólki. Ég ætla að reyna að skýra vandann með dæmi í anda Rawls. Við skulum hugsa okkur ungt fólk, sem fer til þess að byggja upp nýtt samfélag á eyðieyju. Þau eiga lífið fyrir sér, en þekkja ekki framtíðina, að því er varðar heilbrigði og sjúk- dóma og þau vita heldur ekki hvernig efnahagur þeirra muni verða. Hvers munu þau krefjast af heilbrigðisþjónustunni í nýja samfélaginu? Ég held, að það sem þau muni láta ganga fyrir öðru, sé það að tryggja að þau verði aldrei svikin, lendi þau í vandræðum. Sama á hverju gengur, geti þau verið viss um að fá manneskjulega með- ferð og umönnun, hjálp við persónulegt hreinlæti, verkjastillandi lyf og svo framvegis. Þau vilja alls ekki, að þau verði skilin eftir einmana við ómann- sæmandi aðstæður. Þessu næst munu þau gera kröfu til virkrar og skjótrar meðferðar, ef bráður, alvarlegur sjúk- dómur steðjar að eða þau verða fyrir slysi, sér- staklega ef þessi meðferð getur bjargað lífi þeirra eða tryggt að ástandið leiði ekki til fötlunar. Síðan held ég, og er hér á hliðarspori, að þau muni krefjast samfélags, þar sem úthýst er ýmsum almennum þáttum, sem augljóslega valda sjúk- dómum. Vatnið á að vera hreint, sláturhúsin án

x

Læknablaðið : fylgirit

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknablaðið : fylgirit
https://timarit.is/publication/991

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.