Læknablaðið : fylgirit - 01.12.1994, Blaðsíða 64

Læknablaðið : fylgirit - 01.12.1994, Blaðsíða 64
64 LÆKNABLAÐIÐ 1994; 80 fremur hafi verið um skömmtun þjónustu að ræða, en markvissa röðun sjúklinga eftir forgangi. Akvarðanir eru að sjálfsögðu stöðugt teknar um meðferð eða ekki meðferð, um ýmsar lækninga- aðferðir og lyf. Skömmtun af þessu tagi getur oft verið handahófskennd og tryggir því ekki að allir sitji við sama borð þegar kemur að vali meðferð- ar. Valið er háð einstökum læknum eða með- ferðaraðilum og því ekkert sameiginlegt viðhorf, sem ræður því hvaða ákvarðanir eru teknar í hverju einstöku tilfelli. í þessu sambandi má minna á, að fjöldi rannsókna hefur sýnt fram á mismunandi ábendingar fyrir meðferð. Þannig hefur verið sýnt fram á tvö til fimmfaldan mun (2), á aðgerðum við sömu sjúkdómum, á milli landa og svæða, en tæplega er hægt að halda því fram, að á báðum stöðum sé rekin optimal læknis- fræði. Þar með er ekki sagt, að meðferð sjúklinga hafi verið ómarkviss eða handahófskennd, en nauðsynlegt er að tryggja að allir fái nauðsynlega meðferð, þó að samdráttur verði enn meiri en áður. Þá verður að horfast í augu við þá staðreynd að ekki er hægt að veita hömlulausa hátækni læknisþjónustu og venja okkur við tilhugsunina um að þurfa að velja og hafna. Eins og drepið var á hér er kostnaðaraukning í heilbrigðisþjónustu ekki séríslenskt fyrirbæri. Það eru því margar þjóðir, sem tekist hafa á við þann vanda og reynt að finna leiðir til réttlátrar dreifingar þjónustunnar og hafa reynt ýmsar leið- ir að markinu. I Oregon í Bandaríkjunum var reynt að setja upp forgangsröðunarlista (3,4), um þá þjónustu sem tryggingar myndu veita. Hol- lendingar (5) og Ný Sjálendingar eru að vinna að kjarnapakka, þar sem skilgreind er sú þjónusta, sem ríkið veitir þegnum sínum, og þar með sú þjónusta, sem ekki er veitt. Þá má einnig minnast á tilraunir til minnkunar kostnaðar, eins og í Sví- þjóð (6) og í Bretlandi (7), sem ekki hafa skilað viðunandi árangri. Það er sjálfsagt, að athuga hvaða leiðir þessir aðilar hafa reynt og hafa til viðmiðunar og ef til vill varnaðar. Við skulum líta hér á eftir sérstaklega á það, sem gert hefur verið í Oregon og Hollandi. Hvaða skilmerki er hægt að nota ? Fyrst er þó ef til vill rétt að reyna að gera grein fyrir þeim verkfærum, sem við getum notað og þeim vandamálum, sem verða á vegi okkar við notkun þeirra. Til þess að geta forgangsraðað er nauðsynlegt að koma sér upp ákveðnum skil- merkjum og kröfum um meðferð og árangur hennar. I þessum tilgangi hafa kannski fyrst og fremst verið notaðar kostnaðar- og nytjagreining (cost benefit) og kostnaðar- og virknigreining (cost ef- fectiveness analyse), þessar aðferðir við mat eru skyldar, en ekki eins (8,9). I kostnaðar- og nytja- greiningu þarf að meta bæði kostnað og ávinning í peningum, sem oft á tíðum veldur erfiðleikum, einkum mat ávinnings. Kostnaðar- og virknig- reining krefst þess hins vegar ekki að beint pen- ingalegt mat sé lagt á bæði kostnað og ávinning, aðalvandamál slíkrar greiningar er að meta ávinn- ing meðferðar í sambærilegum einingum. í þeim tilgangi hefur verið tekið upp mat á svonefndum QALY’s eða Quality Adjusted Life Years (10), sem mætti nefna gæðastuðluð lífár, þar sem leitast er við að setja mælikvarða á bæði lengd og gæði þess lífs, sem einstaklingar lifa eftir meðferð og án meðferðar. Slíkt mat er að sjálfsögðu í besta falli erfitt og veldur deilum um gildi mælieiningarinn- ar, þó ekki verði farið nánar út í þá sálma hér, þá þykir mælikvarðinn enn of grófur og byggir þar að auki ekki á nægilega miklum rannsóknum. Það er þó ljóst, að allar aðferðir, sem notaðar hafa verið eru einungis nálgun við vandamálið gerðar til að auðvelda erfitt verkefni. Eitt aðal- vandamálið í slíku mati er þó beinlínis skortur á nægilegum upplýsingum um kostnað og ávinning af meðferð sjúklinga. Hvernig gæti slík forgangsröðun orðið ? Víkjum þá aftur að Oregon og Hollandi. í Oregon var gerð tilraun til að kanna mat borgaranna á lífsgildi, með spurningalistum, þær niðurstöður voru síðan notaðar til mats á lífsgæð- um. Upphaflegar tillögur um forgangsröðun byggðu á tveimur þrepum: 1. Að skilgreina greininga-meðferðahópa, sem gefa mismiklar líkur á heilbrigðisávinningi. 2. Að raða greininga-meðferðahópunum eftir kostnaði og ávinningi. Veruleg gagnrýni kom fram eftir að tillögurnar voru birtar, einkum vegna þess að oft var alls ekkert tillit tekið til þess, hvort meðferðin var nauðsynleg eða ekki. Dæmin um tannviðgerðir annarsvegar, botnlangabólgu og utanlegsþykkt hinsvegar eru fræg dæmi úr þessari umræðu (tafla I). Þarna hafði gleymst eitt grundvallaratriði, sem var reglan um björgun mannslífa. I framhaldi af þessari umræðu breytti nefndin tillögum sínum og lagði til að eftirfarandi skil- merkjum yrði beitt við forgangsröðun. 1. Setja greininga-meðferðarsamsetningar í hópa og raða hópunum eftir: a) Nauðsyn meðferðar. b) Gildi fyrir sjúklinginn. c) Gildi fyrir samfélagið.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Læknablaðið : fylgirit

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið : fylgirit
https://timarit.is/publication/991

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.