Læknablaðið : fylgirit


Læknablaðið : fylgirit - 01.12.1994, Qupperneq 65

Læknablaðið : fylgirit - 01.12.1994, Qupperneq 65
LÆKNABLAÐIÐ 1994; 80 65 Tafla I. Forgangsröðun nokkurra lœknisaðgerða í Oregon. Meðferð Röðun Rótfylling tanna 371 Aðgerð vegna utanlegsþykktar 372 Aðgerðir á kjálkalið 376 Botnlangataka 377 Tafla II. Endurskoðuð forgangsröðun í Oregon. 1. Meðferð lífshættulegra sjúkdóma þar sem meðferð bjargar lífi og fyrri heilsu er náð. 2. Fæðingarhjálp ásamt meðferð nýfæddra. 3. Meðferð bráðra lífshættulegra sjúkdóma þar sem meðferð bjargar lífi en fyrri heilsu er ekki náð. 4. Fyrirbyggjandi meðferð hjá börnum. 5. Meðferð langvinnra sjúkdóma sem valda dauða, þar sem meðferð lengir og bætir líf. 6. Getnaðarvarnir. 7. Líknandi meðferð. 8. Fyrirbyggjandi tannlækningar. 9. Fyrirbyggjandi meðferð fullorðinna. 10. Meðferð bráðra sjúkdóma sem ekki valda dauða en læknast ekki af sjálfu sér en fyrri heilsu er náð. 11. Meðferð sjúkdóma sem ekki valda dauða þar sem meðferð er gefin einu sinni og bætir líf. 12. Meðferð bráðra sjúkdóma sem ekki valda dauða þar sem meðferð bætir líf en fyrri heilsu er ekki náð. 13. Endurtekin meðferð langvinnra sjúkdóma, sem ekki valda dauða, bæta líf en gefa skamm- vinnan árangur. 14. Meðferð bráðra sjúkdóma sem ekki valda dauða og lagast af sjálfu sér þar sem meðferð flýtir fyrir bata 15. Ófrjósemisaðgerðir. 16. Fyrirbyggjandi meðferð fullorðinna þar sem ávinningur er vafasamur. 17. Meðferð sjúkdóma þar sem lágmarks eða engin betri lífsgæði eða lengra líf hlýst af meðferð. Tafla III. Með sérstöku tilliti til samstöðu í þjóðfé- laginu og vissum takmörkunum réttinda eiga þess- ar síur að skapa grundvöll réttinda í heilbrigðis- þjónustu Holllendinga. Fyrsta sía Nauðsynleg meðferð Önnur sía Virkni (effectiveness) Þriðja sía Hagkvæmni (efficiency) Fjórða sía Ábyrgð einstaklingsins 2. Raða greininga-meðferðarhópunum eftir ávinningi. 3. Meta niðurstöður röðunarinnar eftir því, hversu skynsamleg hún væri (reasonableness). En í því mati yrði tekið tillit til áhrifa á heilsufar almennings, kostnaðar við meðferð, fjölda sjúk- linga, árangurs meðferðar og félagslegra afleið- inga þess að meðhöndla eða meðhöndla ekki. Úr þessu hefur orðið til annar listi (tafla II). Ljóst er að þessi síðari listi er málamiðlun og niðurstaða mikillar umræðu, hann er hinsvegar einungis að litlu leyti byggður á tölulegum upplýsingum og mati á ávinningi meðferðar, þó að slíkar upplýs- ingar þyrftu ef til vill að vera grundvöllur for- gangsröðunarinnar. Hollendingar hafa nokkuð aðrar hugmyndir, en þar í landi er verið að setja saman grunntrygg- ingu, sem verður sameiginleg öllum þegnum. Niðurstöður nefndar, sem fjallaði um þetta mál birtust í ágúst 1990, í greinargerð: Choices in Health Care. í þeirri skýrslu er heilbrigði skil- greint, eins og Örn Bjarnason greindi frá (sjá mynd á bls. 70), á þrennan hátt. Frá sjónarhorni einstaklingsins, sjónarmiði lækna og annars heilbrigðisstarfsfólks og frá sjón- armiði samfélagsins og er niðurstaða þeirra að til að gæta réttlætis eigi að nota síðast töldu skil- greininguna (11). í>á er niðurstaða þeirra einnig sú, að til staðar eigi að vera lögbundin grunn- trygging fyrir alla og að ekki sé viðunandi að skera þau réttindi niður, sem fólk hafi samkvæmt þeim lögfesta grunni. Til að búa til slíkan grunn er notast við það, sem nefna mætti síur (tafla III). Fyrsta sían heldur eftir ónauðsynlegri þjón- ustu, en nauðsynleg þjónusta er þá skilgreind, sem þjónusta sem gerir þátttöku í samfélaginu mögulega. Önnur sían velur eftir árangri meðferðar og sleppir aðeins í gegn meðferð, sem er sönnuð áhrifarík. Þriðja sían velur eftir kostnaði og árangri, sem mæla má með kostnaðar- og virknigreiningu. Loks er sía, sem skilur frá þá meðferð, sem einstaklingar geta sjálfir staðið straum af Grundvöllur þessarar niðurstöðu eru fjögur atriði: 1. Nauðsynlegar lækningar eru teknar fram yfir minna nauðsynlegar. 2. Áhrifarík meðferð er tekin fram yfir meðferð sem ekki er eins áhrifarík. 3. Viðeigandi meðferð er tekin fram yfir minna viðeigandi meðferð. 4. Meðferð sem einstaklingar geta ekki séð um sjálfir er tekin fram yfir aðra. Hér birtast raunar aftur vandamál, sem ég hef
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76

x

Læknablaðið : fylgirit

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið : fylgirit
https://timarit.is/publication/991

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.