Læknablaðið : fylgirit - 01.12.1994, Síða 67

Læknablaðið : fylgirit - 01.12.1994, Síða 67
LÆKNABLAÐIÐ 1994; 80 67 5. Siðfræðilegt mat varðandi val á þeim sem ættu að njóta tækninnar, dreifingu úrræða og rétt annarra sjúklinga til heilbrigðisþjónustu. Ef ekki er tekin afstaða til þessara þátta verður mjög erfitt að segja fyrir um langtímaáhrif þess að taka upp nýjungar. Þrátt fyrir þessa staðreynd, er sífellt verið að taka í notkun tækninýjungar, sem ekki hafa verið rannsakaðar nægilega vel. Upp- fylli nýjungin ekki framangreind skilyrði ætti aldrei að nota hana, nema sem hluta af skipu- lagðri rannsókn til að safna upplýsingum. Það verður að telja frumskilyrði að framleiðendur slíkrar tækni kosti rannsóknir og athuganir á þess- um þáttum. Að taka upp nýja tækni án þess að gerðar hafi verið viðeigandi rannsóknir og saman- burður við aðrar aðferðir við rannsóknir og með- ferð er óviðunandi til lengdar. Lokaorð Ég hef hér reynt að ræða um nokkur atriði, sem mér finnast skipta máli í sambandi við forgangs- röðun í heilbrigðiskerfinu. Ég vil að lokum segja að það virðist skynsamlegt að koma á forgangs- röðun sjúkdóma í kerfinu. Hins vegar ber að geta þess, að ekki er til neinn gildur gullstaðall fyrir þessa röðun, það er heldur ekki til neinn einn réttur listi eða leiðbeiningar. Forgangslistar og leiðbeiningar verða alltaf gallaðar og þarfnast endurskoðunar í tímans rás. Þó að mörg vandamál séu fólgin í ákveðnari forgangsröðun sjúklinga og sjúkdóma en tíðkast hefur, er hún álitlegur valkostur til að gera heil- brigðiskerfið skilvirkara. Ég tel, að brýnt sé að hefja ýtarlega og ábyrga umræðu um valkosti í heilbrigðisþjónustu, með þátttöku stjórnmála- manna, heilbrigðisstarfsfólks og almennings, en í þeirri umræðu verða læknar að taka virkan þátt. Það er ekki fullljóst, hvernig slík umræða færi best fram, en benda mætti á ýmsa þætti til um- ræðu. Hins verður að gæta, að umræðan fari fram af varúð vegna þess hve viðkvæmt málefnið er. Að lokum er ein spurning, sem ég vil beina til Henrik R. Wulff: Hvort og þá hvernig er hægt að tryggja réttláta skiptingu heilbrigðisþjónustu ? Heimildir: 1. Thwaites B. The NHS; the end of the rainbow. Southamp- ton: Institute for Health Policy Studies 1987. 2. Banta HD, Kemp K. The Management of health care technology in nine countries. New York: Springer Publis- hing Company, 1982. 3. Oregon-report. Oregon: Health Services Commission, 1991. 4. Hadorn DC. Setting Health Care Priorities in Oregon Cost- effectiveness Meets the Rule of Rescue. JAMA 1991; 265: 2218-25. 5. Choices in Health Care. A Report by the Govemment Committee on Choices in Health Care. Holland: Zoeter- meer, 1992. 6. Jonsson E. Studies in health economics. Stockholm: The Economic Research Institute, Stockholm School of Econ- omics, 1980. 7. Kirkman-Liff B, Schneller E. Health Care Manage Rev 1992; 17: 59-70. 8. Detsky AS, Naglie IG. A Clinician’s Guide to Cost-effecti- veness Analysis. Ann Int Med 1990; 113: 147-54. 9. Williams A. Cost-effectiveness analysis: is it ethical? J Med Ethics 1992; 18: 7-11. 10. Loomes G, McKenzie. The Use of QALY’s in Health Care Decision Making. Soc Sci Med 1989; 28: 299-308. 11. Wulff HR, Pedersen SA, Rosenberg R. Heimspeki læknis- fræðinnar-kynning. Reykjavík: Iðunn, 1991. 12. Eddy DM. Clinical decision making; from theory to practice. JAMA 1990; 263: 441-3. 13. Evans RW. Health Care Technology and the Inevitability of Resource Allocation and Rationing Decisions. JAMA1983; 249; 2041-53.

x

Læknablaðið : fylgirit

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið : fylgirit
https://timarit.is/publication/991

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.