Læknablaðið : fylgirit - 01.12.1994, Side 70

Læknablaðið : fylgirit - 01.12.1994, Side 70
70 LÆKNABLAÐIÐ 1994; 80 Einstaklings- nálgun Heilbrigöi: Hæfnin til eöli- -legrar þátttöku í samtélaginu. Liffræðileg nálgun Heilbrigði er Jafnvægi milli þess sem ein- staklingurinn ætlar sér og þess sem hann getur Heilbrigði er að sjúkdómar og hrumleiki eru fjarri Markmið einstaklinga Liflæknisfræðilegar ákvarða þarfir takmarkanir ákvarða þarfir Umönnun fullnægir óskum einstakl- ingsins Umönnun nemur brott liflæknisfræðilegar takmarkanir Félagsleg nálgun I Heilbrigði er þátttaka i samfélaginu 1 Óhæfi til þátttöku i samfélaginu ákvaröar þarfir Umönnun gerir þátttöku í samfé- laginu mögulega Nauösynleg þjónusta^ Heilbrigði og nauðsynleg heilbrigöisþjónusta Áætlun Beveridge skoðuð af nýju I opinberu heilbrigðiskerfi eru það aðallega tveir samverkandi þættir, sem valda kostnaðar- aukningunni: * Annar er síaukið framboð á heilbrigðisþjón- ustu. * Hinn er tryggingakerfi, sem greiðir áfallinn kostnað, þegar sjúkdómar og annað neikvætt ástand steðjar að. Þetta er arfurinn frá Beveridge: Mönnum skal látin í té víðtæk heilbrigðisgæzla, í heimahúsum og sjúkrahúsum, af almennum læknum og sér- fræðingum. Beveridge segir orðrétt: „Það ætti að vera lágmarkskrafa hvers borgara, að hann sé heilbrigður, að svo miklu leiti sem vísindin eru þess megnug. Þetta er heilbrigðishliðin á tillögum mínum" (4). Beveridge segir í skýrslu sinni, að frumáhuginn beinist ekki að einstökum atriðum í heilbrigðis- þjónustu fyrir alla landsmenn né að fjármögnun þess. Hann beinist að því, að finna heilbrigðis- kerfi, sem dregur úr sjúkdómum með forvörn og lækningu (2) og síðar sagði hann: „Það má svo að orði kveða, að í skýrslu minni séu tryggingamál- unum gerð full skil, en heilbrigðismálunum aðeins til hálfs“ (9). Eg held að tryggingahugmyndir Beveridge séu enn í fullu gildi og það er ekki við hann að sakast, þó við séum í ógöngum í dag. Við höfum nefnilega ekki lokið við það, sem honum vannst ekki nema til hálfs. Við höfum trúað því, að sjúkleiki og heilsuleysi væru þokkalega rakin fyrirbæri: Tímabundin og auðþekkjanleg frávik frá eðlilegu heilbrigðis- ástandi. Við höfum einnig trúað því, að forvarnarstarf gæti leitt til þess, að hægt væri að draga verulega úr þjónustu. Vissulega hefir ýmislegt á unnizt, en siðmenningin hefir skapað okkur ný verkefni. Við höfum þar að auki trúlega lækkað greini- mark sjúkdóma, eftir því sem heilbrigðisþjónust- an hefir þanizt út (12) og okkur hefir mistekist að anna eftirspurninni vegna þess að við höfum, eins og Þór forðum, reynt að drekka í botn það horn, sem hefir annan endann úti í hafi (13). Viðeigandi heilbrigðisþjónusta í forgangsröðuninni í dag, verðum við því að byrja á því að gera okkur grein fyrir, hvaða þjón- ustu við getum veitt. Við þurfum með öðrum orðum að skilgreina þá grunnþjónustu, sem við höfum ráð á að veita. Þegar við að auki stöndum frammi fyrir því, að um sinn er talið nauðsynlegt að skerða framlög til

x

Læknablaðið : fylgirit

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið : fylgirit
https://timarit.is/publication/991

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.