Kjarninn - 29.08.2013, Side 4
Ósigrandi draugur
Leiðari
Magnús Halldórsson
magnush@kjarninn.is F
orsendubrestur er það orð sem skipti sköpum í
kosningabaráttunni. Með honum er átt við það að
verðbólguskotið eftir fall krónunnar í aðdraganda
og kjölfar bankahrunsins hafi valdið því að
forsendur fyrir verðtryggðum húsnæðislána-
samningum séu brostnar. Verðbólgan fór í 18,9 prósent
í janúar 2009 en mælist nú 3,8 prósent. Það er víðsfjarri
verðbólgu markmiði Seðlabanka Íslands, sem er 2,5 prósent.
Verðbólguskotið leiddi til nafnverðshækkunar höfuðstóls
verðtryggðra lána. Ríkisstjórnin, undir forystu Sigmundar
Davíðs Gunnlaugssonar forsætisráðherra, ætlar sér að ráðast
gegn þessari hækkun á lánum með því að nýta fé sem fæst
út úr samningaviðræðum við kröfuhafa í þrotabú erlendu
bankanna. Til þessa hefur ríkisstjórnin ekki sýnt á spilin
hvað útfærslu varðar, en Sigmundur Davíð sagði í viðtali við
Ríkisútvarpið síðastliðinn laugardag að allir þeir sem hefðu
„orðið fyrir forsendubrestinum“ myndu fá skuldalækkun, eða
leiðréttingu eins og það hefur verið kallað í daglegu tali.
Það sem liggur að baki aðgerðinni um skuldalækkun
er réttlæti; að þeir sem hafi orðið fyrir barðinu á
forsendubrestinum eigi það skilið að skuldir þeirra verði
lækkaðar.
Vandinn við forsendubrestinn, sem grundvallaður er af
því að verðbólga hafi verið hærri en eðlilegt getur talist, er
að allir eru undir sem þolendur. Ekki aðeins þeir sem skulda
verðtryggt í húsnæði heldur líka leigjendur, og raunar allir
aðrir. Verðbólga étur upp kaupmátt allra. Hún rýrir greiðslur
til öryrkja, grefur undan rekstri heilbrigðisstofnana, skilur
langveika eftir með minna milli handanna en ella og hefur
almennt áhrif á hegðun þeirra sem fjárfesta. Sumir halda að
sér höndum ef verðbólga er mikil og bíða þess að aðstæður
batni, á meðan aðrir ráðast í fjárfestingar með lánum þrátt
fyrir mikla verðbólgu.
Vandinn við forsendubrestinn,
sem grundvallaður er af því að
verðbólga hafi verið hærri en
eðlilegt getur talist, er að allir
eru undir sem þolendur.
Spurningin sem blasir við þegar kemur að lækkun allra
verðtryggðra skulda er hvort allir sem orðið hafa fyrir
áhrifum af mikilli verðbólgu vegna falls krónunnar eigi rétt
á allsherjarleiðréttingu á sínum lífskjörum, fyrst stjórnvöld
líta svo á að verðbólguskotið feli í sér forsendubrest. Óttarr
Proppé, þingmaður Bjartrar framtíðar, orðaði þetta vel í
kjarnyrtri stefnuræðu sinni á Alþingi 10. júní. „Það er mikil-
vægt að muna að það hafa fleiri upplifað brostnar fjárhags-
legar forsendur en skuldarar. Það hafa til dæmis leigjendur,
öryrkjar og aldraðir einnig gert í formi hærri gjalda
samfara lækkandi kaupmætti. Ég brýni ríkisstjórnina að
undanskilja ekki suma hópa umfram aðra í aðgerðum sínum.
Forsendubresturinn er víða.“
Þessi orð Óttars eru kjarni vandamálsins sem stjórnvöld
standa frammi fyrir þegar kemur að því að grípa til aðgerða
á grundvelli forsendubrests sem markast af óvenjulega hárri
verðbólgu. Reyndar má deila um hvað telst vera óvenjulega
há verðbólga þegar horft er yfir Íslandssöguna. Árið 1991 fór
hún hæst í 23,7 prósent. Á þeim tíma voru verðtryggð lán líka
áberandi en þó var ekki gripið til almennra skuldalækkana
allra þeirra sem voru með verðtryggðar fasteignaskuldir.
Ekki verður heldur séð hvernig hægt verður að
grípa til almennra skuldalækkana þannig að farið
sé fram með jafnræði að leiðarljósi, eins og kveðið
er á um í stjórnarskránni og nefnt er sérstaklega í
stjórnarsáttmálanum. Fólk er í misjafnri stöðu og misjafnar
forsendur eru fyrir henni og flöt lækkun skulda mun alltaf
koma fram með misjöfnum hætti. Sumir sem þurfa ekki á
neinni hjálp að halda gætu fengið mikla fjárhagslega aðstoð
á meðan aðrir sem eiga erfitt með að láta enda ná saman fá
ekkert.
Enginn efast um nauðsyn þess að grípa til aðgerða gegn
þeim mikla skuldavanda sem hrjáir þjóðarbúið í heild, ríki
og sveitarfélög og einstaklinga. Samningar við kröfuhafa
um erlenda krónueign gætu skilað ríkissjóði miklum
ávinningi, jafnvel 200 til 300 milljörðum. Þessir fjármunir
munu koma sér vel við að bæta stöðuna. En ríkisstjórnin
verður að muna að verðbólgudraugurinn er ósigrandi. Það
er aðeins hægt að halda honum í skefjum, ekki drepa hann.
Þrátt fyrir gríðarlegt umfang aðgerða þegar kemur að
skuldalækkunum fyrir heimili, og ekki fordæmi hvert sem
litið er, gætu aðgerðirnar reynst árangurslitlar þegar upp er
staðið. Verðbólgu draugurinn gæti farið á kreik á nýjan leik
og eyðilagt allt saman. Enn eina ferðina.
Laugavegi 71, 101 Reykjavík
Sími 551-0708
kjarninn@kjarninn.is
www.kjarninn.is
Ritstjóri: Þórður Snær Júlíusson
Framkvæmdastjórar: Gísli Jóhann
Eysteinsson og Hjalti Harðarson
Kjarninn miðlar ehf.
gefa Kjarnann út.