Kjarninn - 29.08.2013, Side 12

Kjarninn - 29.08.2013, Side 12
Allt breytist með Ólafi Ragnari Árið 1996 var Ólafur Ragnar Grímsson kjörinn forseti. Á svipuðum tíma var netnotkun að verða almenn og samhliða varð auðveldara fyrir fólk sem hafði sameiginlega skoðun á ákveðnum málum að ná saman og mynda fylkingar. Í maí 2004 reyndi í fyrsta sinn af alvöru á það hvort Ólafur Ragnar myndi nota málskotsréttinn. Þá safnaði félagsskapur sem kallaði sig Fjölmiðlasambandið 31.752 undirskriftum á tólf dögum. Hópurinn vildi að Ólafur Ragnar neitaði að undirrita lög um fjölmiðla sem Alþingi hafði skömmu áður samþykkt, en þau takmörkuðu eignarhald á fjölmiðlum þannig að enginn mætti eiga meira en fjórðungshlut í slíkum rekstri. Annan dag júnímánaðar boðaði forsetinn til blaðamanna- fundar á Bessastöðum og tilkynnti að hann hefði ákveðið að staðfesta ekki lögin. Í yfirlýsingu Ólafs Ragnars kom meðal annars fram að „því miður hefur skort á samhljóminn sem þarf að vera milli þings og þjóðar í svo mikilvægu máli. Fjölmiðlar eru sá hornsteinn í lýðræðisskipan og menningu okkar Íslendinga að ekki er farsælt að varanlega verði djúp gjá milli þingvilja og þjóðarvilja. Slíka gjá þarf að brúa“. Ríkisstjórn Davíðs Oddssonar dró lögin síðar til baka og lagði fram ný. Með því var komið í veg fyrir að málið færi í þjóðar- atkvæðagreiðslu. Doði á útrásarárunum Undirskriftasafnanir um ákveðnar þjóðfélagsbreytingar urðu ekkert sérlega margar næstu árin, þrátt fyrir sett fordæmi. Doði sem fylgdi ímyndaðri velsæld útrásaráranna spilaði þar stórt hlutverk. Undirliggjandi var tilfinning um að Ísland væri bara hársbreidd frá því að verða ríkasta og besta land í heimi. Sú undirskriftasöfnun sem vakti mesta athygli á þessum tíma var áskorun á dagblaðið DV að breyta ritstjórnarstefnu sinni. Undir áskorunina, sem hrint var af stað í janúar 2006, skrifuðu 32 þúsund Íslendingar á tveimur dögum. Undirskrifta söfnunin var hafin í kjölfar þess að barna- níðingur svipti sig lífi eftir umfjöllun DV um brot hans og 3/09 kjarninn stjórnmál smelltu til að lesa yfirlýsingu forsetans þegar hann neitaði að skrifa undir fjölmiðlalögin

x

Kjarninn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kjarninn
https://timarit.is/publication/958

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.