Kjarninn - 29.08.2013, Page 17

Kjarninn - 29.08.2013, Page 17
til að hvetja Jóhönnu Sigurðardóttur, þáverandi forsætis- ráðherra, til að biðjast lausnar fyrir ráðuneyti sitt. Í byrjun júní það ár höfðu 9.556 manns ritað undir þá kröfu. Öll met slegin Á þessu ári hefur fjöldi undirskriftasafnanna þó náð nýjum hæðum. Stutt leit á netinu sýndi að það sem af er ári hefur verið safnað undirskriftum um verndun Mývatns (stendur enn yfir), gegn niðurskurði fjárframlaga til LÍN (5.821) og með því að veita Edward Snowden pólitískt hæli á Íslandi (2.014). Þá eru ótaldar ýmsar safnanir um að flýta hinum og þessum samgönguframkvæmdunum, til stuðnings atvinnu- lausum (22), gegn því að íslenskum börnum verði skilað til erlends forráðaforeldris (2.391), til stuðnings Priyönku (1.060) og fyrir björgun Ingólfstorgs og NASA (tæplega 18 þúsund). Fyrir skemmstu bættist síðan við áskorun á Vigdísi Hauksdóttur um að segja af sér (3.448), eftir að hafa, að því er virtist, hótað að skerða fjárframlög til RÚV vegna þess að fréttaflutningur þess var henni ekki að skapi. Þrjár safnanir hafa hins vegar vakið mesta athygli og náð flestum undirskriftum, þótt þær hafi enn sem komið er ekki skilað neinum tilfinnanlegum árangri. Sú fyrsta var söfnun SÁÁ vegna áskorunar á stjórnvöld um að verja tíu prósentum af áfengisgjaldi til að byggja upp úrræði fyrir verst settu áfengis- og vímuefnasjúklingana og fleiri tilgreind úrræði sem heyra undir sama málaflokk. Í júní afhentu samtökin 8/09 kjarninn stjórnmál uppSÖgn ÞÓRHAllS JÓSEpSSonAR á milli Icesave-undirskriftasafnana var farið af stað með eina mjög sér staka þar sem starfsháttum stjórnenda rÚV ohf. var mótmælt. Kveikjan að þeirri söfnun var uppsögn fréttamannsins Þórhalls jósepssonar í nóvember 2010 vegna trúnaðarbrests. ástæðan var sú að hann hafði verið að skrifa bók um árna m. mathiesen, fyrrverandi fjármálaráðherra, mánuðum saman án þess að yfirmenn hans vissu af því. Forsvarsmenn undirskrifta- söfnunarinnar sökuðu Pál magnús- son útvarpsstjóra og óðin jónsson fréttastjóra um „skoðanakúgun undir yfirskini hlutleysis“. söfnunin gekk illa og var hætt.

x

Kjarninn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Kjarninn
https://timarit.is/publication/958

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.