Kjarninn - 29.08.2013, Page 22

Kjarninn - 29.08.2013, Page 22
lands, hefur kallað þingið saman til að kjósa í dag um við- brögð ríkisins við málinu. Francois Hollande, forseti Frakk- lands, hefur sagt Frakka reiðubúna að refsa þeim sem hafi tekið ákvörðun um efnavopnaárás. Arababandalagið hefur einnig kennt sýrlenskum stjórnvöldum um árásina og kallað eftir því að allir sem hafi átt þátt í þessum „fyrirlitlega glæp fái sanngjörn réttarhöld eins og aðrir stríðsglæpamenn,“ samkvæmt yfirlýsingu bandalagsins. Stjórnvöld í Sýrlandi segjast munu verjast utanaðkomandi árás af fullum krafti. „Við höfum burði til að verja okkur og við munum koma öllum á óvart,“ sagði Walid Moallem utan- ríkisráðherra við fréttamenn í Damaskus á þriðjudag. „Við munum verja okkur með öllum tiltækum ráðum. Ég vil 3/08 kjarninn alþjóðastjórnmál smelltu til að lesa meira um sýrlenska flóttamenn látin börn Myndirnar og myndböndin af efnavopnaárásinni í Ghouta hafa vakið mikinn óhug. Myndefnið kemur frá uppreisnar- mönnum, sem segja stjórnvöld hafa staðið fyrir árásinni. mynd/afp

x

Kjarninn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Kjarninn
https://timarit.is/publication/958

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.