Kjarninn - 29.08.2013, Page 26

Kjarninn - 29.08.2013, Page 26
urlöndum. Íranir og Rússar hafa til dæmis varað sterklega við afskiptum af Sýrlandi og telja líklegt að þau myndu leiða til ójafnvægis og glundroða á öllu svæðinu í kring. Það gæti ekki síst haft neikvæð áhrif á Ísraela, eina helstu bandamenn Bandaríkjanna, þar sem fregnir bárust af því í gær að eftir- spurn eftir gasgrímum hefði margfaldast. olían Flóttamannastraumurinn út úr Sýrlandi hefur verið stöðugur undanfarin misseri en undanfarið hefur einna mest borið á flótta sýrlenskra Kúrda yfir til Íraks. Tugir þúsunda hafa flúið þangað á síðustu dögum en fréttir herma að harðir bar- dagar geisi milli þungvopnaðra Kúrda og málaliða tengdra Al-Kaída um yfirráð yfir olíubrunnum sem er að finna í norðausturhluta Sýrlands. Leiðtogi sýrlenskra Kúrda sagði í viðtali við The Independent að stjórnarherinn hefði hörfað frá svæðinu fyrir ári í tilraun til að fá fólk þar í lið með sér, með þessum afleiðingum. Lítið hefur verið fjallað um bar- dagana sem geisað hafa á þessu fremur afskekkta svæði í landinu. Mögulegur hernaður vesturveldanna hefur þó haft áhrif á olíuverð um allan heim undanfarna daga þrátt fyrir að Sýrland sé ekki meðal stærstu olíuframleiðenda heimsins. Aðallega er óttast um stöðugleikann í Mið-Austurlöndum, þaðan sem þriðjungur olíu heimsins kemur. Þá hefur breska blaðið The Telegraph staðhæft að stjórn- völd í Sádi-Arabíu hafi boðið kollegum sínum í Rússlandi samvinnu á olíumörkuðum ef þeir síðarnefndu hætti stuðn- ingi við forseta Sýrlands. Að sögn blaðsins á samvinnan að fela í sér að hagsmunir Rússa í olíuvinnslu verði tryggðir og að flotastöð Rússa í Sýrlandi verði varin jafnvel þótt Assad fari frá völdum. Upphaflega var sagt frá þessu í rússneskum og síðan líbönskum fjölmiðlum. Hlutverk SÞ og möguleikinn á friðarviðræðum Lakhdar Brahimi, sérstakur erindreki SÞ í málefnum Sýr- lands, sagði í gær að samþykki öryggisráðsins væri nauðsyn- legt áður en farið væri í hernaðaraðgerðir. Ban Ki-moon, 7/00 kjarninn alþjóðastjórnmál8 lestu meira um stríðið um olíuna

x

Kjarninn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Kjarninn
https://timarit.is/publication/958

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.