Kjarninn - 29.08.2013, Page 30

Kjarninn - 29.08.2013, Page 30
meðal annars með kaupum á hluta- og skuldabréfum. Til að vera gjaldgengur í Einkabankaþjónustu Arion banka þarftu að setja að minnsta kosti tíu milljónir króna í stýringu. Þessir þrír aðilar stýra því allir starfsemi þar sem fjárfest er í skuldabréfum. Margir leikendur á markaði, og starfsmenn annarra fjár- málafyrirtækja, eru mjög hissa, og jafnvel reiðir, yfir þessari stöðu. Þeim þykir augljóst að fjárfestar muni ekki sitja við sama borð né hafa sama aðgengi að upplýsingum þegar fulltrúar ákveðinna fjármálafyrirtækja sitja í hópunum. Þeir fulltrúar muni hafa innherjaupplýsingar er varða skulda- bréfamarkað. Þótt ekki sé tilefni til að ætla að umræddir aðilar nýti upplýsingarnar til að hjálpa fyrirtækjum sínum að hagnast skapi þessar aðstæður vantraust á markaði sem leiði til þess að viðskipti verði tortryggð. FME sendi dreifibréf Kjarninn sendi fyrirspurn á Fjármálaeftirlitið (FME) til að athuga hvort það hefði gert einhverjar athugasemdir við setu starfsmanna fjármálafyrirtækja í sérfræðingahópunum, hvort farið yrði fram á að þeir vikju úr sínum daglegu störf- um á meðan hóparnir störfuðu, og ef ekki, hvort viðskipti sem fyrirtækin sem þessir þrír aðilar starfa hjá yrðu vöktuð sérstaklega í ljósi þess að þeir myndu búa yfir mögulegum innherjaupplýsingum. 3/06 kjarninn Efnahagsmál smelltu til að lesa dreifibréf fmE um reglur um meðferð innherja- upplýsinga og viðskipti innherja Nýr EFNahagsráðgjaFi ríkisstjórNariNNar Benedikt árnason, sem starfað hefur sem ráðgjafi hjá samkeppnis- eftirlitinu, hefur verið ráðinn efna- hags ráðgjafi ríkisstjórnarinnar og allra þeirra ráðgjafanefnda sem hún hefur skipað. Benedikt mun vinna í samkeppniseftirlitinu út september- mánuð og í kjölfarið hefja störf sem efnahagsráðgjafi. hann hefur unnið hjá eftirlitinu frá 1. nóvember 2010. Í kveðjubréfi sem Benedikt sendi sam- starfsfólki sínu sagði hann: „...það áreiti og illa umtal sem óhjákvæmi- lega fylgir slíku starfi [efnahags- ráðgjafa] finnst mér ekki fýsilegt. Viðræður mínar síðustu vikur við forsætisráðuneytið og fjármálaráðu- neytið hafa hins vegar fært mér heim sanninn um hversu spennandi er að vinna í þeim óvenjulega krefjandi verkefnum sem nú bíða úrlausnar, svo sem afnám gjaldeyrishafta“.

x

Kjarninn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Kjarninn
https://timarit.is/publication/958

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.