Kjarninn - 29.08.2013, Page 33

Kjarninn - 29.08.2013, Page 33
sýslunni eftir að dreifibréfið var sent út. Það hefur því ekki upplýsingar um hvort slíkur hafi verið tilnefndur í for- sætisráðuneytinu. Kjarninn spurði FME líka hvort því hefðu borist einhverjar kvartanir frá öðrum fjármálafyrirtækjum en þeim sem ættu forstöðumenn eða framkvæmdastjóra í sérfræðingahópunum vegna setu þeirra. Eftirlitið svaraði því til að það tjáði sig ekki um kvartanir sem því hefðu borist. Undirrita drengskaparheit Kjarninn beindi einnig fyrirspurn um málið til Kauphallar Íslands. Í svari lögfræðings hennar kemur fram að ákvæði laga um verðbréfaviðskipti sem fjalli um meðferð innherja- upplýsinga og viðskipti innherja eigi við um aðila sem starfi innan opinberra stofnana jafnt sem aðra einstaklinga: „Stjórnvöld ættu því ávallt að gæta þess að starfsmenn séu upplýstir um hvaða skyldur og takmarkanir gilda um með- ferð innherjaupplýsinga og viðskipti innherja.“ Forsætisráðuneytið, sem skipaði hópana tvo, segir að ekki hafi verið farið sérstaklega fram á það að hálfu þess að viðkomandi sérfræðingar vikju úr öðrum störfum á meðan á starfi hópanna stæði. „Meðlimir hópanna undirrita hins vegar drengskaparheit nú við upphaf starfs þeirra þar sem m.a. er kveðið á um þagnarskyldu um atriði sem þeir kunna að fá vitneskju um í starfi sínu fyrir hópana á meðan að hóparnir eru að störfum og eftir að þeir hafa lokið störfum. Einnig er sérstaklega áréttað í yfirlýsingunni að viðkomandi sé kunn- ugt um að meðlimir hópsins kunni í starfi sínu að fá vitneskju um innherjaupplýsingar og teljist þar með inn herjar.“ Kjarninn sendi líka fyrirspurn á þau fjármálafyrirtæki sem sérfræðingarnir þrír starfa hjá og spurði hvort þeir myndu gegna daglegum störfum sínum áfram á meðan starf hópanna stæði yfir. Í svari Arion banka kom fram að Iða Brá myndi áfram gegna stöðu forstöðumanns einkabanka- þjónustu Arion banka. Svarið í heild sinni má sjá hér til hliðar. Valdimar Ármann sagðist ekki hafa skrifað undir neitt ennþá en vildi að öðru leyti ekki tjá sig um málið. Ekki hafði borist svar frá MP banka þegar Kjarninn kom út. 6/06 kjarninn Efnahagsmál

x

Kjarninn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Kjarninn
https://timarit.is/publication/958

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.