Kjarninn - 29.08.2013, Qupperneq 36

Kjarninn - 29.08.2013, Qupperneq 36
Tesla í tölum RafHlöðuR Drægni á einni hleðslu: 480 kílómetrar. NetteNgiNg 3G-tenging HRöðuN 5,6 sekúndur í 100 (4,4 sek. sportútgáfan). HRaði Hámarkshraði: 210 km/klst. eyðsla Hver kílómetri kostar um 7% af hverjum eknum kílómetra á bensínbíl. MælaboRð 17“ snertiskjár leiðandi í rafbílavæðingu Yfirlýst markmið Tesla Motors er að vera leiðandi í rafbíla- væðingu á heimsvísu og framleiða rafbíla sem allir sem hafa annað borð áhuga á því að eignast bíl geti eignast. Í fyrstu voru framleidd tiltölulega fá eintök af sportbíl sem var dýr í framleiðslu en smám saman hyggst fyrirtækið bjóða upp á allar gerðir bíla, allt niður í ódýra bíla fyrir almenning, sem mun kosta um 30 þúsund Bandaríkjadali nýr, eða sem nemur um 3,6 milljónum króna. Til samanburðar kostar Tesla Model S bíllinn um 12 milljónir króna nýr hér á landi. Ótrúleg velgengni á mörkuðum Undanfarna mánuði hefur virði Tesla hækkað gríðarlega á mörkuðum. Á þessu ári hefur markaðsvirði félagsins margfaldast og er nú ríflega 20 milljarða dala, samkvæmt viðskiptavef Bloomberg. Hækkunin á þessu ári nemur 386 prósentum. Þrátt fyrir að sala bílanna sé ekki komin á fullt, og hafi verið drifin áfram af pöntunum áður en bílarnir hafa komið á markað, er eftirvæntingin á alþjóðamörkuðum eftir Tesla-bílunum gríðarlega mikil, eins og verðþróun á hluta- bréfum félagsins á Nasdaq segir til um. eloN Musk: HeiliNN á bak við tesla Elon Musk er alinn upp í Suður-Afríku og hóf ungur að sinna ýmsum upp finningum og frumkvöðlaver- kefnum. Hann er drifinn áfram af hugsjóninni um að „láta drauma rætast“ eins og lýst var í grein í Wall Street Journal. Ferill Musks komst á mikið flug þegar hann seldi hugbúnaðarfyrirtæki til Compaq árið 1999 og fékk í hendurnar 21 milljón Bandaríkjadala, þá 28 ára. Stóra tækifærið hans í fjárfestingum kom fljótlega í kjölfarið, þar sem hann stofnaði fyrirtækið PayPal, sem hann taldi að gæti breytt fjármálageiranum varanlega og varð á örskömmum tíma leiðandi á sviði greiðslukerfa á vefnum. Hann styrkti fjárhagslega stöðu sína enn frekar með sölu á hlut í félaginu og hagnaðist um 180 milljónir dala samkvæmt Wall Street Journal. Hann hefur síðan stofnað og fjárfest í fyrirtækjum sem hafa vaxið gríðarlega hratt og vakið athygli fyrir framúrstefnu. Þar á meðal er SolarCity, sem framleiðir búnað þar sem sólarljós er nýtt til raforkuframleiðslu. Vöxtur þess hefur verið hraður. Síðan hafa SpaceX-eld- flaugar hans vakið athygli og virðingu hjá NASA, sem hefur unnið með Musk að þróun eldflauga. Eignir hans eru metnar á 2,6 milljarða dala samkvæmt Forbes, eða um 312 milljarða króna. Hann er 42 ára og er með tvær BA-gráður frá Pennsylvaníuháskóla; í hagfræði og eðlisfræði. Hann er númer 527 á listanum yfir ríkustu menn heims en mun ofar á lista yfir valdamesta fólkið, einkum vegna þess hve gríðarleg áhrif Tesla Motors hefur haft á bílaiðnaðinn. Þar er hann númer 66. 01/01 kjarninn BílAr
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94

x

Kjarninn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kjarninn
https://timarit.is/publication/958

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.