Kjarninn - 29.08.2013, Blaðsíða 65

Kjarninn - 29.08.2013, Blaðsíða 65
Kynferðisbrot og skýrleiki refsiheimilda Í þessari grein ætla ég að benda á nokkur sjónarmið sem þarf að líta til við beitingu refsilaga. Ástæða þess er fyrst og fremst sú umræða sem hefur verið um beitingu refsiákvæða vegna háttsemi sem brýtur gegn kynfrelsi fólks. Ég hef átt óteljandi samtöl við ólíka einstaklinga vegna þeirra álitaefna sem geta komið upp í þessum málum. Þau eiga það sammerkt að allir sem taka þátt í þeim samtölum vilja skilja hvaða forsendur liggja að baki mismunandi niðurstöðum lögfræðinga og dómstóla í ýmsum málum. Sérstaklega er þetta áberandi í umræðu varðandi sönnunarkröfur í kynferðisbrotamálum. Ég ætla ekki að ræða um það eldfima álitaefni í þetta skipti (þó að efniviðurinn sé nægur), heldur líta sérstaklega til þess hvað er átt við þegar talað er um skýrleika refsiheimilda og gera að umfjöllunarefni umdeildan dóm Hæstaréttar Íslands í máli nr. 521/2012. Mannréttindareglur Í 1. mgr. 69. gr. stjórnarskrárinnar, sbr. lög nr. 33/1944, kemur fram að engum verði gert að sæta refsingu nema hann hafi gerst sekur um háttsemi sem var refsiverð sam- kvæmt lögum á þeim tíma þegar hún átti sér stað eða má fullkomlega jafna til slíkrar háttsemi. Þessi regla þýðir að refsi heimildir þurfa að vera bundnar í lög, það má ekki beita slíkum lögum með afturvirkum hætti og heimildir til refs- inga þurfa að vera skýrar. Ef við stoppum við síðastnefnda atriðið þarf að vera ljóst hvaða háttsemi borgaranna er refsi- verð. Þá vaknar sú spurning hvort hægt sé að orða öll refsi- ákvæði með þeim hætti að þau telji með tæmandi hætti og tæknilega upp alla mögulega háttsemi sem er refsiverð. Eða er svigrúm í góðu og sanngjörnu réttarkerfi til þess að líta til þess hver tilgangur refsiákvæðis er hverju sinni, til dæmis hvaða hagsmuni það á að vernda? Við umfjöllun um refsireglur og túlkun þeirra verður einnig að hafa í huga 70. gr. stjórnarskrárinnar, sem kveður á um rétt þess sem hefur verið borinn sökum til réttlátrar málsmeðferðar og þess að vera talinn saklaus uns sekt er sönnuð. Af þessu hefur einnig verið leidd sú meginregla að allur vafi skuli skýrður þeim sem borinn er sökum í hag (lat. in dubio pro reo). Kynfrelsi og vernd þess Í núgildandi 1. mgr. 194. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940 kemur fram að hver sem hefur samræði eða önnur kynferðismök við mann með því að beita ofbeldi, hótunum eða annars konar ólögmætri nauðung gerist sekur um nauðgun og skuli sæta fangelsi ekki skemur en 1 ár og allt að 16 árum. Í lagaákvæðinu sjálfu kemur ekki fram hvaða háttsemi fellur undir „önnur kynferðismök“. Ákvæði 1. mgr. 194. gr. almennra hegningarlaga hefur tekið breytingum frá því að hegningarlögin voru sett árið 1940. Vilji löggjafans hefur verið sá að færa refsiákvæði almennra hegningarlaga til almennra viðhorfa samfélags- ins um að vernda beri kynfrelsi fólks og brot gegn því frelsi teljist refsiverð. Í almennum athugasemdum með frum- varpi sem varð að lögum nr. 61/2007 og breyttu orðalagi umræddrar greinar koma fram þessar skýringar: „Í frum- varpinu er einnig lögð áhersla á að sjálfar lagagreinarnar séu einfaldar og skýrar, en útskýringar á þeim í greinargerð séu ítarlegar. Þá er jafnframt haft að leiðarljósi að auka réttarvernd kvenna og barna og gera ákvæðin nútímalegri. Áhersla er lögð á að reyna að tryggja, svo sem framast er unnt með löggjöf, að friðhelgi, sjálfsákvörðunarréttur, kyn- frelsi og athafnafrelsi hvers einstaklings sé virt.“ Ekki verður annað séð miðað við meðferð málsins á Alþingi að umrædd tilvitnun hafi verið í samræmi við vilja löggjafans. Togstreita Togstreita getur komið upp milli þeirra sjónarmiða sem er lýst hér að ofan; að þeim sé refsað sem brjóti gegn kynfrelsi annarra en að sama skapi séu grundvallarmannréttindi þeirra virt þannig að við getum byggt upp svokallað réttar- ríki. Mikilvægt er að vega og meta bæði þessi sjónarmið og hafa einnig í huga þær meginreglur sem stjórnskipun sam- félagsins byggir á; þrígreining ríkisvaldsins sem skiptist í löggjafarvald, framkvæmdarvald og dómsvald. Mismunandi afstaða Hæstaréttardómara í máli nr. 521/2012 Í málinu var ákært fyrir þá háttsemi eins ákærðu að hafa stungið fingrum upp í endaþarm og leggöng brotaþola og klemmt á milli. Eins og frægt er var niðurstaða meirihluta Hæstaréttar sú að þessi háttsemi fæli ekki í sér kynferðis- brot í skilningi 1. mgr. 194. gr. almennra hegningarlaga. Ástæða þess var sú að tilgangur háttseminnar var að meiða og það er refsivert sem afar illyrmisleg líkamsárás en ekki af kynferðis legu tagi og þar af leiðandi ekki samræði eða önnur kynferðismök. Þarna vekur óneitanlega athygli að meirihluti Hæsta- réttar gerir ekki tilraun til þess að skýra nánar hvers vegna háttsemin þurfi að hafa skýran kynferðislegan tilgang til að um önnur kynferðismök sé að ræða. Ekki er heldur gerð tilraun til þess að skýra ákvæðið með tilliti til vilja löggjafans um að tryggja friðhelgi, sjálfsákvörðunarrétt, kynfrelsi og athafnafrelsi einstaklinga. Niðurstaða eina kvenkyns dómara Hæstaréttar í málinu sem myndaði minnihluta var hins vegar sú að þetta væri kynferðisbrot. Rökstuddi hún niðurstöðu sína með hliðsjón af skýringum í almennum athugasemdum með frumvarpi sem varð að lögum nr. 61/2007 og vísað er til hér að ofan, auk þess sem þar kemur fram að frumvarpshöfundur vísar til fyrri breytinga á greininni, breytinga á norskum lögum sem og skýringa fræðimanna um túlkun hugtaksins og af þeim er dregin sú ályktun að undir hugtakið „önnur kynferðis mök“ í íslenskum rétti falli sú háttsemi að setja hluti eða fingur í leggöng eða endaþarm. Hvaða sjónarmið voru að baki niðurstöðu meirihluta Hæstaréttar? 1.0HLULKOXWL+¨VWDU«WWDUWHOXU\ŭUK¸IX²HNNLU«WWD²O¯WDWLO vilja löggjafans eða lögskýringargagna við túlkun refsi- ákvæða. 2. Meirihluti Hæstaréttar telur að hægt sé að líta til O¸JVN¿ULQJDUJDJQDHQÀDXKDŭHNNLYHUL²Q¨JLOHJDVN¿UXP að þessi háttsemi ætti að vera refsiverð sem kynferðisbrot. Fyrri skýringarkosturinn er hæpinn, því að í fjöl mörgum dómum Hæstaréttar hefur verið dæmt um refsiverða hátt- semi eftir túlkun á orðalagi refsiákvæða með tilliti til lögskýringargagna. Ljóst er þó að ýmis lögfræðileg sjónar- mið geta komið upp við lögskýringar refsiákvæða og má til dæmis leita frekari fróðleiks um þær í grein Róberts R. Spanó, Túlkunarregla refsiréttar, sem birtist í afmælisriti Jónatans Þórmundssonar sem gefið var út af Bókaútgáfunni Codex árið 2007. Síðari skýringarkosturinn er því líklegri: Meirihluti Hæstaréttar vegur skýrleika refsiheimilda ofar verndar- hagsmunum 1. mgr. 194. gr. almennra hegningarlaga. Hvað er til ráða? Ef ákvæði um vernd kynfrelsis eiga að ná tilgangi sínum verður að taka af skarið um það hvort sú háttsemi að stinga fingrum upp í endaþarm eða eftir atvikum leggöng brota- þola sé kynferðisbrot á grundvelli almennra sjónarmiða um að slík háttsemi sé til þess fallin að brjóta gegn kynfrelsi einstaklinga, eða hvort sýna þurfi fram á kynferðislegan tilgang háttseminnar í hvert skipti. Með hliðsjón af dómi meirihluta Hæstaréttar í máli nr. 521/2012 tel ég fulla ástæðu til að skora á löggjafann að taka skýra afstöðu til þessa. Vilji löggjafans verður að vera skýrari, því að meirihluti Hæsta- réttar sér hann ekki eins og hann er núna. Samfélagið hefur ekki gott af því gefa afslátt af því að vernda jafnmikilvæga hagsmuni og kynfrelsi einstaklinga. Löggjafi, gerðu þitt! Dómsvald, hlýddu því! álit Þóra Hallgrímsdóttir lögfræðingur og kennari við lagadeild Háskólans í Reykjavík 01/01 kjarninn Dómsmál smelltu til að sjá frekari skýringar í grein frumvarps- höfundar stuttu eftir að dómur- inn var kveðinn upp
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94

x

Kjarninn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kjarninn
https://timarit.is/publication/958

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.