Kjarninn - 29.08.2013, Side 67

Kjarninn - 29.08.2013, Side 67
Með honum í nefndinni eru Unnur Brá Konráðsdóttir, þingkona Sjálfstæðisflokksins, Ásmundur Einar Daðason Framsóknarflokki og Vigdís Hauksdóttir Framsóknarflokki. Vigdís er jafnframt formaður fjárlaganefndar Alþingis og því mun vinna nefndarinnar hafa bein tengsl við fjárlaga- vinnuna sjálfa þegar frumvarp Bjarna Benediktssonar, fjármála- og efnahagsráðherra, kemur til kasta þingsins í haust. Fjármálaráðherra hefur látið í það skína að mikilla breytinga sé þörf og hagræðingar sömuleiðis, ekki síst þar sem hagvaxtarforsendur fyrir árið 2013 og 2014, sem áður var miðað við, muni líklega ekki ganga eftir. Útgjöld ríkisins á þessu ári, samkvæmt fjárlögum 2013, eru 573 milljarðar króna og þar af er fjármagnskostnaður ríflega 88 milljarðar. Þingflokkur stjórnarandstöðuflokksins Bjartrar fram tíðar, sem telur sex þingmenn, sendi opið bréf til hagræðingar nefndarinnar í byrjun vikunnar og hvatti hana til þess að „hugsa til lengri tíma“ þegar tillögur um hag- ræðingu væru annars vegar. „Við hvetjum líka til róttækni,“ segir í bréfinu og vitnað er til þess að boðanir að ofan um flatan niðurskurð allra stofnana séu ekki æskilegar, heldur þurfi að kafa dýpra til þess að tryggja að hagræðingin verði varanleg. Þá eru skuldaniðurfellingar eða skattalækkanir, með fé sem að öðrum kosti gæti gagnast ríkissjóði til skulda- lækkunar, sagðar vafasamar. Fyrirsjáanlegt er að harkalega verði tekist á um almennar skuldaniðurfellingar á Alþingi í haust. Andstaða var augljós í Sjálfstæðisflokknum við hugmyndir Framsóknar flokksins um almenna lækkun á verðtryggðum lánum og töluðu stjórnarandstöðu flokkarnir, Píratar, Björt framtíð, Vinstri græn og Samfylkingin, heldur ekki fyrir þessum hug myndum í aðdraganda kosninga. Útfærsla þessara hugmynda, þegar þær koma til kasta þingsins, mun því ráða miklu um hvernig landið liggur þegar kemur að því að ná pólitískri samstöðu um málið. 02/02 kjarninn stjórnmál smelltu til að lesa bréf þingflokks Bjartar framtíðar smelltu til að sjá samanburð á fjárlögum síðustu ára smelltu til að kynna þér þingflokk Bjartrar framtíðar

x

Kjarninn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kjarninn
https://timarit.is/publication/958

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.