Kjarninn - 29.08.2013, Side 71

Kjarninn - 29.08.2013, Side 71
Gott dæmi um „mistök áttu sér stað“-strategíu er þegar Geir H. Haarde, þáverandi forsætisráðherra, mætti í Kastljós í september 2007 og viðurkenndi að „einhver hrikaleg mistök“ hefðu átt sér stað í Grímseyjarferju málinu og að það væri „auðvitað mjög leitt“. Þá sagði Geir jafnframt að slík mistök yrðu ekki aftur tekin en af þeim ætti að læra. Þegar Geir var spurður hver ætti sök á mistökunum sagði hann að ekki væri hægt að benda á einn einstakan mann, heldur hefði fyrir- komulag þessara mála ekki reynst nógu öflugt þegar á hefði reynt og menn misst stjórn á þessu. Val gerður Sverrisdóttir, fyrrverandi viðskiptaráðherra, staðfesti einnig í Kastljósi í apríl 2010 að mistök hefðu átt sér stað við einkavæðingu á bæði Landsbanka og Búnaðarbanka. Hún tók þó ekki fram hver hefði gert mistökin eða hvar ábyrgðin lægi, og skildi áhorfandann eftir með fleiri spurningar en svör. 2/03 kjarninn AlmAnnAtengsl smelltu til að horfa á aðra afsökunar- beiðni Weiner

x

Kjarninn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kjarninn
https://timarit.is/publication/958

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.