Kjarninn - 29.08.2013, Qupperneq 75

Kjarninn - 29.08.2013, Qupperneq 75
Myndin er pixluð Í loftköstum Hér sést snillingurinn Mike Powell í kunnuglegri stellingu. Að teygja sig eins langt og hann kemst, og næstum meira til. „Óbætanlegt“ heimsmet Powells F ram að 200 metra hlaupi Jamaíkumannsins Usain Bolt á Ólympíuleikunum (ÓL) í Peking 2008 var talað um heimsmet Bandaríkja- mannsins Michaels Johnson frá því á ÓL í Atlanta 1996 sem „hið óbætan lega heimsmet“. Tíminn var ótrúlegur, 19,32 sekúndur. Bolt hljóp á 19,30 og sagðist eiga mikið inni. Það reyndist rétt. Hann stórbætti heimsmetið á HM í Berlín hinn 20. ágúst 2009, hljóp á 19,19. Met Johnsons reyndist því ekki óbætanlegt eftir allt saman. Annað met, sem sett var á heimsmeistaramótinu í Tókýó árið 1991, stendur enn. Það er heimsmetið í lang- stökki sem Bandaríkjamaðurinn Mike Powell setti í einu eftirminnilegasta einvígi í sögu frjálsíþróttanna, þegar hann og landi hans Carl Lewis áttust við með hverju risastökkinu á fætur öðru. Heimsmetið er upp á 8,95 metra. Ólympíumetið á Bob Beamon, 8,90, sett í Mexíkó árið 1968. Það merkilega við metið er að bestu langstökkvar- ar heimsins undanfarin ár eru víðs fjarri því í lengstu sigur stökkum sínum á mótum. Bretinn Greg Ruther- ford varð Ólympíumeistari í London í fyrra með stökki upp á 8,31 metra, 64 sentímetrum styrra en heimsmet Powells. Í langstökks heiminum telst þetta órafjarri. Á ÓL í Peking 2008 sigraði Irving Saladino frá Panama með stökki upp á 8,34 metra. Árið 2004 var það Dwight Phillips sem sigraði með stökki upp á 8,59 metra. Sigur- stökkið á heimsmeistara mótinu í Moskvu, sem lauk fyrr í mánuðinum, var 8,58 metrar. Ekkert bendir til þess að fram sé að koma lang- stökkvari sem getur ógnað metinu ótrúlega hjá Mike Powell. Það er frekar að menn séu að færast fjær metinu heldur en hitt, eins og staða efstu manna á síðustu þrem- ur Ólympíuleikum sýnir. Powell hafði afar sjaldgæfa eiginleika sem lang- stökkvari. Hlaup hans í atrennu voru ekki eins og góð og hlaup helstu keppinauta hans. Einkum var munurinn mikill á honum og Carl Lewis, sem var einn allra besti spretthlaupari heimsins þegar hann keppti í langstökk- inu. Powell var hins vegar langur og mjór, með langa fætur og mikinn stökkkraft. Að auki er honum lýst sem langbesta stökkvara sögunnar þegar kemur að tækni, þar sem tímasetning stökksins hámarkaði kraft þess og lengd. Hann spólaði sig áfram í loftinu með fótunum, teygði þá eins langt og hægt var rétt við lendingu og náði að lenda þannig að enginn sentímetri fór til spillis. Sem gerði honum kleift að stökkva lengst allra. 1/01 kjarninn Exit eftir Magnús Halldórsson Smelltu til að horfa á Carl Lewis setja heimsmet í lang- stökki á heimsmeistaramóti í Japan árið 1991.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94

x

Kjarninn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kjarninn
https://timarit.is/publication/958

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.