Kjarninn - 29.08.2013, Side 77

Kjarninn - 29.08.2013, Side 77
John CalE all summEr long John Cale ættu flestir tónlistar- unnendur að þekkja, en hann er einn stofnenda the Velvet Underground. Óhætt er að segja að „All Summer Long“ feti aðrar slóðir, en lagið samdi hann í kringum útgáfu síðustu plötu sinnar, Shifty Adventures in Nookie Wood. Lagið er draumkennt og líðandi – og þrusugott. dEafhEavEn drEam housE Deafheaven er sannarlega ekki fyrsta hljómsveitin til að leika sér glettilega að því að stefna saman ólíkum stefnum tónlistar. Hins vegar er ansi sjaldgæft að það leiði af sér jafn áheyri- legan grip og hér ber vitni. Cold CavE god madE thE World Þetta ljúfsára lag frá hinum einhenta Wesley Eisold gæti allt eins verið óður til ian Curtis og félaga. Gott dæmi um að auðkenndir áhrifavaldar þurfa ekki alltaf að vera slæmir. iCEagE ECstasy Dönsku pönkararnir í iceage láta ungan aldur ekki hindra sig í að stefna á heimsyfirráð með melódískum og hröðum tónsmíðum sínum. Vinsældir sveitar innar fara ört vaxandi eftir því sem hún verður þéttari, eins og lög plötunnar You’re Nothing bera glöggt vitni. 2/03 kjarninn Exit Smelltu til að horfa á mynd- band með Deafheaven Smelltu til að horfa á mynd- band með John Cale Smelltu til að horfa á mynd- band með Cold Cave Smelltu til að horfa á mynd- band með iceage

x

Kjarninn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kjarninn
https://timarit.is/publication/958

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.