Kjarninn - 29.08.2013, Page 80
B
est að byrja á játningu. Ég hef afskaplega
gaman af listum. Þar sem ég er bókaormur
eru listar yfir uppáhaldsbækur fólks auð-
vitað í sérstöku uppáhaldi.
Og já, ég hef líka afskaplega gaman af
hræðilegum aulabröndurum eins og þessi játning ber
með sér.
Listar koma skikki á hvað manni finnst. Neyða mann
til að velta fyrir sér, meta, raða. Það er bæði hollt og gott,
svona í hæfilegu hlutfalli við að rása stefnulaust um,
skoða og upplifa.
Það er gaman að listum. Mér er lífsins ómögulegt að
lesa lista annarra yfir t.d. uppáhaldstónlist, bestu lög
einhverrar af uppáhaldshljómsveitunum eða bestu bækur
aldarinnar án þess að a.m.k. byrja að setja saman mína
eigin.
Sem betur fer hef ég samt aldrei verið beðinn um
að gefa upp opinberlega hverjar séu mínar uppáhalds-
bækur. Hégómleikinn myndi nefnilega vafalaust þröngva
mér til að ljúga upp einhverju óvæntu og frumlegu.
Sannleikurinn er samt sá að þær fjórar bækur sem eiga
öruggustu sætin á mínum lesnautnartoppi eru sömu
fjórar bækur og nánast allir nefna, næstum örugglega
eina og sumir áreiðanlega allar, eins og ég: Þrúgur
Hinar fyrir-
sjáanlegu fjórar
eftir Þorgeir Tryggvason
1/05 kjarninn Exit