Kjarninn - 29.08.2013, Side 88

Kjarninn - 29.08.2013, Side 88
4/05 kjarninn Exit Löng ökuferð fram undan Á sínu fyrsta ári á Mars hefur Curiosity sent tæplega 200 gígabit af gögnum til jarðar og tekið hátt í 40.000 ljós- myndir með sautján myndavélum sínum. Gale-gígurinn hefur reynst enn áhugaverðari en menn áttu von á. Bergið var fjölbreyttara og jarðvegurinn, sem er að mestu eldfjallajarðvegur, geymir sögu um hlýrri og rakari reikistjörnu. Nú þegar hefur jeppinn uppfyllt nokkur af helstu markmiðum sínum en það besta er enn handan við hornið. Curiosity bíða ný og spennandi verkefni. Næsta árið mun hann aka löturhægt innan um grýtt landslagið að fjallinu í miðjunni. Þar er ævisaga svæðisins og loftslags- saga Mars rituð í setlögin – og hana mun Curiosity lesa næstu árin. Jarðvegur á Mars og á jörðinni Samanburður á uppþornuðum árfarvegi á Mars (vinstri) og jörðinni (hægri). Eins og sjá má eru steinvölurnar rúnaðar á báðum stöðum — óyggjandi sönnun um fljótandi vatn. Mynd/naSa

x

Kjarninn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kjarninn
https://timarit.is/publication/958

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.